Innlent

Varnaðar­orð sál­fræðings, auð­veldari leið inn á húsnæðis­markað og bangsa­kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar, en málaferli standa nú yfir í Bandaríkjunum vegna gruns um að gervigreindarlíkan hafi hvatt ungan dreng til sjálfsvígs.

Þá verður rætt við húsnæðismálaráðherra sem boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum.

Við kynnum okkur stöðuna á tollum Trumps, sem voru margir úrskurðaðir ólöglegir af dómara í Bandaríkjunum. Þá verður rætt við nýjan formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 

Við kynnumst þá hressum harmonikkuleikara og verðum í beinni útsendingu frá sérstöku bangsakvöldi, þar sem bangsi Reykjavíkur verður krýndur í kvöld.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar, í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×