Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 18:50 Sjálfstæðismaðurinn Marta Guðjónsdóttir mun hafa lagt fram tillögu um friðarfána Reykjavíkurborgar á fundi forsætisnefndar. Sólveig Anna kallar tillögu hennar woke. Aðsend Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira