„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 08:00 Elvar Már Friðriksson og aðrir Íslendingar botnuðu ekkert í ákvörðunum dómaranna á lokakaflanum í Katowice í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira