Lífið

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Veðrið lék við landsmenn í vikunni sem leið.
Veðrið lék við landsmenn í vikunni sem leið.

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Ágúst í New York

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gaf fylgjendum sínum innsýn í lífið í New York.

Nýr kafli

Helgi Ómarsson ljósmyndari gengur inn í nýjan kafla í lífi sínu.

Hláturskast í Ungverjalandi

Tónlistarkonurnar Salka Sól Eyfeld og Selma Björnsdóttir skemmtu sér konunglega þegar þær sungu lög aftur á bak á svölunum í Ungverjalandi.

Ljúfa lífið

Listamaðurinn Króli segir lífið afar ljúft þessa dagana en hann á von á sínu fyrsta barni í vetur.

Ný tónlist á leiðinni

Tónlistarkonan Bríet Isis telur niður dagana í nýja plötu á meðan hún sólar sig á framandi slóðum með góðum vinkonum.

Ofur-mömmur

CrossFit-konurnar og vinkonurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Lauren Fisher eiga allar von á barni á næstu mánuðum. Lauren birti skemmtilegar mydndir hópnum bæði með og án óléttukúlu.

Ástfangin!

Grafíski hönnuðurinn og ofurskvísan Embla Óðins fagnaði ársafmæli sambands síns með kærastanum, Jóhanni Frazier.

„Golden hour“

Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifvaldur og LXS-skvísa, birti mynd af sér í sólinni í Milanó á Ítalíu.

Áfram pabbi!

Ína María Einarsdóttir, LXS-skvísa, birti myndskeið af syni sínum þar sem þau hvöttu sinn mann, Elfar Má Friðriksson, áfram á EuroBasket í Póllandi um helgina.

Hógværðin uppmáluð

Guðjón Smári, útvarpsmaður á FM957, segir sjálfan sig vera hógværasta mann á jörðinni.

Týndur á réttum stað

Gummi Kíró, kírópraktor, segir sig vera týndan á réttum stað meðan hann er í fríi í Bandaríkjunum.

Hálft maraþon í Svíþjóð

Elísabet Gunnar, tískudrottning, tók þátt í sínu fyrsta hlaup erlendis og hljóp hálft maraþon um götur Stokkhólms í Svíþjóð.

Kveður Aron

JJón Jónsson mætti á kveðjuleik Arons Pálmarssonar í Kaplakrika, þar sem handboltamaðurinn lék sinn síðasta leik með FH.

Sumar í september

Raunveruleikastjarnan Sunneva Einars spyr sig hvort síðasti sumardagur ársins sé þann 22. september.

Skvísur í Boston

Ástrós Traustadóttir dansari og áhrifavaldur fór í sólarhringsferð til Boston ásamt vinkonu sinni og flugfreyjunni Helgu Rakel Ómarsdóttur. 

Elskar vinnuna

Fyrirsætan Birta Abiba segist elskar vinnuna sína en hún starfar sem fyrirsæta í Bandaríkjunum.

Telur niður dagana

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi Bioeffect, telur niður dagana í þriðja gullmolann.

Hjón!

Maríanna Pálsdóttir, eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, og Guðmundur Ingi Hjartarson eru orðin hjón. Þau giftu sig við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina.

Síðustu sumardagarnir

Tinna Þorradóttir áhrifvaldur og flugfreyja nýtur síðustu sólardagana til fulls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.