Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 11:24 Jóna Steinunn, betur þekkt sem Pattý, og Helgi Vilhjálmsson voru gift í 48 ár áður en Pattý lést árið 2011. KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Kjúklingaborgarinn byggir á sögu hjónanna Helga og Pattý sem stóðu að stofnun KFC á Íslandi árið 1980. Borgarinn ber nafnið „Crispy Gravy“ og dregur nafn sitt af því að kjúklingabringunni er dýft í heita brúna sósu áður en hún er sett á borgarann og síðan er Pik-Nik kartöflustráum stráð yfir. Einhvern veginn svona mun Crispy Gravy líta út með sósu og pik-nik kartöflum. Jóna Steinunn Patricia Conway og Helgi Vilhjálmsson gengu í hjónaband árið 1963, eignuðust fjögur börn og stóðu saman að rekstri Góu-Lindu um áratugabil áður en Jóna lést árið 2011. Helgi segir að Jóna Steinunn, eða Pattý eins og hún var alltaf kölluð, hafi alla þeirra hjúskapartíð framreitt borgara með þessum hætti. „Vel af sósu – og Pik-Nik á milli. Þetta var bara eitthvað sem við vorum vön að gera og var mjög vinsælt á okkar heimili. Kannski hefur hún hugsað sem svo að þetta færi auðveldlega ofan í krakkana en í öllu falli varð þetta strax uppáhald hjá börnunum okkar og síðar barnabörnunum,“ segir Helgi um borgarann. Fjölskylduleyndarmálinu deilt með landsmönnum Hægt er að fá „Crispy Gravy“ á öllum stöðum KFC á landinu en ólíkt flestum máltíðum KFC fæst þessi þó aðeins á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. „Þetta var nú aldrei hugsað sem hugmynd fyrir KFC á sínum tíma – þótt við höfum bæði unnið þar frá upphafi eftir að við opnuðum fyrsta staðinn. Það var bara núna nýlega sem þessi hugmynd kviknaði, að deila fjölskylduleyndarmálinu með fólkinu í landinu. Við vorum að huga að nýrri kjúklingaborgaramáltíð þegar stelpurnar mínar mundu eftir borgaranum hjá mömmu Pattý og okkur fannst að það yrði gaman að athuga hvort hann myndi slá í gegn hjá fólki utan fjölskyldunnar. Pattý hefði verið ánægð með þetta og þetta er falleg leið til að halda minningu hennar á lofti,“ segir Helgi að lokum. Matur Kjúklingur Hamborgarar Veitingastaðir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Kjúklingaborgarinn byggir á sögu hjónanna Helga og Pattý sem stóðu að stofnun KFC á Íslandi árið 1980. Borgarinn ber nafnið „Crispy Gravy“ og dregur nafn sitt af því að kjúklingabringunni er dýft í heita brúna sósu áður en hún er sett á borgarann og síðan er Pik-Nik kartöflustráum stráð yfir. Einhvern veginn svona mun Crispy Gravy líta út með sósu og pik-nik kartöflum. Jóna Steinunn Patricia Conway og Helgi Vilhjálmsson gengu í hjónaband árið 1963, eignuðust fjögur börn og stóðu saman að rekstri Góu-Lindu um áratugabil áður en Jóna lést árið 2011. Helgi segir að Jóna Steinunn, eða Pattý eins og hún var alltaf kölluð, hafi alla þeirra hjúskapartíð framreitt borgara með þessum hætti. „Vel af sósu – og Pik-Nik á milli. Þetta var bara eitthvað sem við vorum vön að gera og var mjög vinsælt á okkar heimili. Kannski hefur hún hugsað sem svo að þetta færi auðveldlega ofan í krakkana en í öllu falli varð þetta strax uppáhald hjá börnunum okkar og síðar barnabörnunum,“ segir Helgi um borgarann. Fjölskylduleyndarmálinu deilt með landsmönnum Hægt er að fá „Crispy Gravy“ á öllum stöðum KFC á landinu en ólíkt flestum máltíðum KFC fæst þessi þó aðeins á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. „Þetta var nú aldrei hugsað sem hugmynd fyrir KFC á sínum tíma – þótt við höfum bæði unnið þar frá upphafi eftir að við opnuðum fyrsta staðinn. Það var bara núna nýlega sem þessi hugmynd kviknaði, að deila fjölskylduleyndarmálinu með fólkinu í landinu. Við vorum að huga að nýrri kjúklingaborgaramáltíð þegar stelpurnar mínar mundu eftir borgaranum hjá mömmu Pattý og okkur fannst að það yrði gaman að athuga hvort hann myndi slá í gegn hjá fólki utan fjölskyldunnar. Pattý hefði verið ánægð með þetta og þetta er falleg leið til að halda minningu hennar á lofti,“ segir Helgi að lokum.
Matur Kjúklingur Hamborgarar Veitingastaðir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira