Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. september 2025 16:16 Konurnar tvær dvöldu í möstrum Hvals 8 og Hvals 9 í um þrjátíu klukkustundir í mótmælaskyni gegn hvalveiðum. Vísir/Arnar Halldórsson Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. Frá þessu var greint í sérstökum frávísunarmálflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tæp vika er síðan Linda Íris Emilsdóttir verjandi kvennanna lagði fram greinargerð þar sem krafist var frávísunar málsins í heild eða að hluta til. Samkvæmt upphaflegri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum voru konurnar tvær ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingavernd með því að hafa mánudaginn 4. september 2023 farið í heimildarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Þá eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga, sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Málið var þingfest í byrjun júní. Linda Íris Emilsdóttir er verjandi Anahitu og Elissu.Vísir/Anton Brink Fallið hefur verið frá ákæru á hendur konunum vegna brots gegn 3. mgr. 8. gr laga um siglingavernd, þar sem segir að óheimilt sé án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með skipi í eða úr íslenskri lögsögu. Í greinargerðinni segir meðal annars að atvikið falli ekki undir gildissvið laga um siglingavernd, hvorki hvalveiðibátarnir sem slíkir né gamla höfnin í Reykjavík, en þar voru skipin staðsett þegar konurnar dvöldu í möstrunum. Segir ákæruna gallaða Samkvæmt upplýsingum frá Lindu rökstuddi ákæruvaldið ákvörðunina á þann veg að bátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, séu ekki nógu stórir til að atvikið falli undir gildissvið laganna. „Sakborningar fagna því auðvitað að fallið sé frá því að ákæra fyrir brot gegn lögum um siglingavernd, en það að ákært hafi verið yfir höfuð fyrir brot gegn lögum sem samkvæmt skýru gildissviði þeirra ná hvorki yfir hvalveiðibáta né gömlu höfnina í Reykjavík þar sem bátarnir stóðu, þrátt fyrir að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu í nær tvö ár, sýnir óvönduð vinnubrögð, skort á rannsókn lögreglu í málinu og hve gölluð ákæran er. Bætist þetta við mistök lögreglu í málinu, sem hafa því miður verið alltof mörg og alvarleg alveg frá upphafi mótmælanna,“ er haft eftir Lindu Írisi. Linda segir ekki liggja fyrir hvenær úrskurðar Héraðsdóms í frávísunarmálinu er að vænta. Aðalmeðferð í málinu er að hennar sögn fyrirhuguð í janúar. Hvalveiðar Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Hvalir Dómsmál Tengdar fréttir Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47 Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55 Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Frá þessu var greint í sérstökum frávísunarmálflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tæp vika er síðan Linda Íris Emilsdóttir verjandi kvennanna lagði fram greinargerð þar sem krafist var frávísunar málsins í heild eða að hluta til. Samkvæmt upphaflegri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum voru konurnar tvær ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingavernd með því að hafa mánudaginn 4. september 2023 farið í heimildarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Þá eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga, sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Málið var þingfest í byrjun júní. Linda Íris Emilsdóttir er verjandi Anahitu og Elissu.Vísir/Anton Brink Fallið hefur verið frá ákæru á hendur konunum vegna brots gegn 3. mgr. 8. gr laga um siglingavernd, þar sem segir að óheimilt sé án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með skipi í eða úr íslenskri lögsögu. Í greinargerðinni segir meðal annars að atvikið falli ekki undir gildissvið laga um siglingavernd, hvorki hvalveiðibátarnir sem slíkir né gamla höfnin í Reykjavík, en þar voru skipin staðsett þegar konurnar dvöldu í möstrunum. Segir ákæruna gallaða Samkvæmt upplýsingum frá Lindu rökstuddi ákæruvaldið ákvörðunina á þann veg að bátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, séu ekki nógu stórir til að atvikið falli undir gildissvið laganna. „Sakborningar fagna því auðvitað að fallið sé frá því að ákæra fyrir brot gegn lögum um siglingavernd, en það að ákært hafi verið yfir höfuð fyrir brot gegn lögum sem samkvæmt skýru gildissviði þeirra ná hvorki yfir hvalveiðibáta né gömlu höfnina í Reykjavík þar sem bátarnir stóðu, þrátt fyrir að málið hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu í nær tvö ár, sýnir óvönduð vinnubrögð, skort á rannsókn lögreglu í málinu og hve gölluð ákæran er. Bætist þetta við mistök lögreglu í málinu, sem hafa því miður verið alltof mörg og alvarleg alveg frá upphafi mótmælanna,“ er haft eftir Lindu Írisi. Linda segir ekki liggja fyrir hvenær úrskurðar Héraðsdóms í frávísunarmálinu er að vænta. Aðalmeðferð í málinu er að hennar sögn fyrirhuguð í janúar.
Hvalveiðar Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Hvalir Dómsmál Tengdar fréttir Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47 Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55 Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4. júní 2025 08:47
Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4. júní 2025 11:55
Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5. júní 2025 10:14