Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 23:41 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. Vísir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. „Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur. Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Snorri hefur ákveðið að vera holdgervingur tilraunar til að flytja hingað heim glataða umræðu á kostnað fólks í viðkvæmri stöðu,“ skrifar Dagur og vísar til neikvæðrar umræðu í garð hinsegin fólks og einkum trans fólks sem hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu víða utan landsteinanna. Tilefni skrifa Dags er framkoma Snorra og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Var þeim boðið í þáttinn í kjölfar ummæla sem Snorri lét nýverið falla í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson stýrir. Þar gagnrýndi Snorri meðal annars notkun á hugtakinu hinsegið fólk, gaf lítið fyrir umræðu um bakslag í réttindabaráttu þeirra, sagðist einungis kannast við tvö kyn og ekki trúa því að einstaklingar geti farið í kynleiðréttingarferli. Minni á gamla tíma Dagur segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málflutningur og framkoma Snorra í Kastljósi í kvöld hafi verið gamaldags og minnt hann á umræðuna sem átti sér stað í fjölmiðlum um samkynhneigt fólk þegar hann var á unglingsaldri. „Rauði þráðurinn miðað við málflutninginn í kvöld er fyrst og fremst að upphefja sjálfan sig og Miðflokkinn um leið og að skora ódýr stig hjá einhverjum - á kostnað barna, unglinga, fjölskylda og hinsegin fólks. Veruleika þeirra og lífi lýsir hann sem hugmyndafræði. Og fordómum sínum lýsir hann sem skoðun.“ „Það lýsir fáránleikanum - en er í samræmi við handritið frá Bandaríkjunum - að samtímis lýsir hann sér sem fórnarlambi þöggunar og mér telst til að honum hafi tekist að væla um það einsog kjáni í einum einum þremur viðtölum og hlaðvörpum á svo sem viku. Það var þá þöggunin,“ skrifar Dagur.
Hinsegin Málefni trans fólks Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira