Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2025 13:26 Chloe Malle tekur við Vogue veldinu. Jamie McCarthy/Getty Images Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“ Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Nú er það loks orðið ljóst að hin 39 ára gamla Chloe Malle tekur við keflinu en hún er enginn nýgræðingur í tískuheiminum. Malle hefur unnið í tískublaðamennsku síðastliðin fjórtán ár og var meðal annars orðin ritstjóri vefsíðu Vogue og heldur utan um hlaðvarp tímaritsins sem ber heitið The Run Through. View this post on Instagram A post shared by Chloe Malle 🥐 (@chloemalle) Chloe Malle er nú skipaður ritstjóri blaðagreina eða „head of editorial content“. Wintour er þó ekki að fara langt þar sem hún mun enn vera Vogue innan handar sem alþjóðlegur tengill og efnis-stjóri (e. editorial director) Vogue. Að sögn miðla vestanhafs hefur Malle verið mjög vinsæl innan fyrirtækisins og staðið sig með mikilli prýði. Hún er dóttir franska leikstjórans Louis Malle og leikkonunnar Candice Bergen, sem lék einmitt ritstjóra Vogue í þáttaröðinni Beðmál í borginni eða Sex and The City. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í Instagram tilkynningunni frá Vogue er bein tilvísun í Önnu Wintour varðandi þessi nýju hlutskipti. „Tíska er listform sem fagnar breytingum en sumar breytingar standa manni nær en aðrar. Þegar það kom að því að ráða inn einhvern til að ritstýra bandaríska Vogue vissi ég að ég fengi bara eitt tækifæri til þess að fara rétt að. Ég er gríðarlega spennt að tilkynna að Chloe Malle verður næsti ritstjóri hér hjá okkur í Bandaríkjunum.“
Tíska og hönnun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira