Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 21:40 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps. Aðsend Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. „Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira