„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 12:31 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Bjarni Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar. Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar.
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira