Vilja aðgerðir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2025 13:02 Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla, hyggst mæta á mótmælin á Austurvelli á morgun klukkan 14. Vísir/Vilhelm Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni. Fundirnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði, hefjast klukkan tvö á morgun en á meðal þeirra sem boða til þeirra eru samtökin Barnaheill. „Við erum fjöldamörg sem viljum raunverulegar aðgerðir. Við erum úr allskonar áttum. Þetta eru orðin hundrað og sextíu félög sem standa að þessum viðburði. Við erum að finna fyrir breiðri samstöðu frá ólíkum hópum sem hefur í rauninni ólíka grundvöll af hverju þau eru að mæta þarna til þess að mótmæla og við finnum bara að íslenska þjóðin sé gegn þjóðarmorði,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla en hún segir hópinn vilja sjá að gripið verði til aðgerða. „Íslensk stjórnvöld eins og önnur stjórnvöld í kringum heiminn eru búin að horfa upp á þjóðarmorð í beinni eins og við öll seinust tvö ár. Ég held að það sé alveg skýrt að við viljum frekari aðgerðir. Það virðist vera sem að alþjóðasamfélagið hafi ekki getað brugðist við. Við þurfum að koma inn mannúðaraðstoð strax. Við getum ekki lengur horft upp á palestínsku þjóðina svelta fyrir utan allt það ofbeldi og árásir sem að þau hafa orðið fyrir og við viljum raunverulegar aðgerðir strax.“ Hún hvetur fólk til að mæta á fundina. „Við búumst við góðum hóp víðs vegar um land á morgun. Við erum með viðburði í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Við búumst við frábæru veðri og hlökkum til að sjá öll á viðburðunum.“ Palestína Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fundirnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði, hefjast klukkan tvö á morgun en á meðal þeirra sem boða til þeirra eru samtökin Barnaheill. „Við erum fjöldamörg sem viljum raunverulegar aðgerðir. Við erum úr allskonar áttum. Þetta eru orðin hundrað og sextíu félög sem standa að þessum viðburði. Við erum að finna fyrir breiðri samstöðu frá ólíkum hópum sem hefur í rauninni ólíka grundvöll af hverju þau eru að mæta þarna til þess að mótmæla og við finnum bara að íslenska þjóðin sé gegn þjóðarmorði,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla en hún segir hópinn vilja sjá að gripið verði til aðgerða. „Íslensk stjórnvöld eins og önnur stjórnvöld í kringum heiminn eru búin að horfa upp á þjóðarmorð í beinni eins og við öll seinust tvö ár. Ég held að það sé alveg skýrt að við viljum frekari aðgerðir. Það virðist vera sem að alþjóðasamfélagið hafi ekki getað brugðist við. Við þurfum að koma inn mannúðaraðstoð strax. Við getum ekki lengur horft upp á palestínsku þjóðina svelta fyrir utan allt það ofbeldi og árásir sem að þau hafa orðið fyrir og við viljum raunverulegar aðgerðir strax.“ Hún hvetur fólk til að mæta á fundina. „Við búumst við góðum hóp víðs vegar um land á morgun. Við erum með viðburði í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Við búumst við frábæru veðri og hlökkum til að sjá öll á viðburðunum.“
Palestína Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira