Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2025 10:58 Óeirðarlögreglumenn slógu skjaldbog um þinghúsið í Katmandú í morgun. Skömmu síðar hófu þeir skothríð á mótmælendur sem reyndu að komast inn í húsið. AP/Niranjan Shrestha Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. Nepölsk stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook, X og Youtube á þeim forsendum að fyrirtækin hefðu ekki skráð sig og gengist undir eftirlit þeirra í síðustu viku. Tugir þúsunda manna þustu út á götu höfuðborgarinnar til þess að mótmæla banninu. Mótmælin virðist hafa farið úr böndunum þegar hópur fólks ruddi sér leið í gegnum gaddavír og stökktu óeirðarlögreglumönnum á flótta við þinghúsið. Lögreglumenn skutu táragasi og beittu háþrýstivatnsbyssum á mótmælendurna. Þeir máttu þó ekki við margnum og hörfuðu inn í þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar mótmælendur reyndu að komast inn í þinghúsið sjálft hófu lögreglumenn skothríð. Átta manns létust af sárum sínum á tveimur sjúkrahúsum en tugir til viðbótar eru sárir. Stjórnvöld eru talin beita samfélagsmiðlabanninu til þess að ritskoða og refsa stjórnarandstæðingum sem gagnrýna þau á netinu. Nokkur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa gengist undir kvaðir nepalskra stjórnvalda um að þau skrái sig sérstaklega í landinu, þar á meðal kínverski miðillinn Tiktok. Hann var bannaður um tíma á þeim forsendum að hann spillti fyrir samlyndi í samfélaginu og væri vettvangur fyrir dreifingu á ósóma. Banninu var aflétt eftir að stjórnendur Tiktok lofuðu að fylgja landlögum í Nepal. Nepal Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Nepölsk stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook, X og Youtube á þeim forsendum að fyrirtækin hefðu ekki skráð sig og gengist undir eftirlit þeirra í síðustu viku. Tugir þúsunda manna þustu út á götu höfuðborgarinnar til þess að mótmæla banninu. Mótmælin virðist hafa farið úr böndunum þegar hópur fólks ruddi sér leið í gegnum gaddavír og stökktu óeirðarlögreglumönnum á flótta við þinghúsið. Lögreglumenn skutu táragasi og beittu háþrýstivatnsbyssum á mótmælendurna. Þeir máttu þó ekki við margnum og hörfuðu inn í þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar mótmælendur reyndu að komast inn í þinghúsið sjálft hófu lögreglumenn skothríð. Átta manns létust af sárum sínum á tveimur sjúkrahúsum en tugir til viðbótar eru sárir. Stjórnvöld eru talin beita samfélagsmiðlabanninu til þess að ritskoða og refsa stjórnarandstæðingum sem gagnrýna þau á netinu. Nokkur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa gengist undir kvaðir nepalskra stjórnvalda um að þau skrái sig sérstaklega í landinu, þar á meðal kínverski miðillinn Tiktok. Hann var bannaður um tíma á þeim forsendum að hann spillti fyrir samlyndi í samfélaginu og væri vettvangur fyrir dreifingu á ósóma. Banninu var aflétt eftir að stjórnendur Tiktok lofuðu að fylgja landlögum í Nepal.
Nepal Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira