Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 12:25 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira