„Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 12:13 Laufey Lín kemur fram á tvennum tónleikum á Íslandi í mars. Vísir/Getty Miðar á tónleika Laufeyjar Lín í Kórnum 14. mars næstkomandi seldust upp í forsölu en almenn miðasala átti að hefjast á morgun. Tónleikahaldari segir eftirspurnina jafnast á við stærstu listamenn heims en búið er að bæta við aukatónleikum daginn eftir. Fyrstu miðarnir á tónleikana fóru í forsölu í gær þegar þeir sem skráðir eru á póstlista Laufeyjar gátu keypt miða. Í dag fór síðan fram forsala í gegnum Senu Live og seldust miðar fljótt upp en almenn miðasala átti að hefjast í fyrramálið. Um leið og uppselt varð á tónleikana var aukatónleikum bætt við daginn eftir þá fyrri en alls eru 8000 miðar í boði á hvora tónleika. Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segist sjaldan hafa kynnst annarri eins ásókn. „Nei, ekki hjá íslenskum listamanni. Þetta er algjörlega nýtt level fyrir íslenskan listamann, það eina sem jafnast á við þetta sem við höfum verið með er Justin Bieber, Justin Timberlake og Ed Sheeran,“ sagði Ísleifur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Dauðfeginn að geta boðið upp á aukatónleika Hann segir að í gær hafi hátt í tólf þúsund manns verið í stafrænni röð eftir miðum og hafi verið ákveðið að bjóða upp á aukatónleika til að sinna eftirspurninni. „Sem tónleikahaldari er maður alltaf hræddur um að selja ekki miða og svo er hálf fáránlegt þegar þetta snýst svona við og maður fer að hafa áhyggjur af því hve margir fá ekki miða. Maður er dauðfeginn að geta boðið upp á aukatónleika á morgun.“ Hann telur það enga tilviljun að Laufey ljúki tónleikaröð sinni hér á landi. „Ég held hún vilji enda á Íslandi og ég held að tónleikarnir hér séu henni og öllum í kringum hana sérstaklega kærir, það er það sem ég finn. Að það sé mikil spenna að enda þetta ferðalag hér á Íslandi.“ Bandaríkjatúrinn hefst á mánudag A matter of time tónleikaröð Laufeyjar hefst í Orlando í Bandaríkjunum á mánudaginn. Næstu sjö vikur mun hún koma fram á tuttugu og sjö tónleikum í stærstu borgum Bandaríkjanna, meðal annars á tvennum tónleikum í Madison Square Garden í New York. Tónleikarnir hér á landi fara fram í Kórnum og er aðeins selt í sæti. „Þetta hefur bókstaflega bara einu sinni aður verið gert á landinu, að það hafa verið haldnir svona risastórir sitjandi tónleikar. Það var fyrir Andrea Bocelli sem er náttúrulega bara einn stærsti listamaður samtímans.“ Hann segir Ísland komið með listmann sem sé búinn að ná hærri hæðum í íslenskri tónlist og landkynningu en áður hafi sést. „Það sést bara á tölunum hjá henni á Spotify, Youtube, plötusölu og tónleikamiðasölu úti í heimi. Laufey er á nýju „leveli“ og það skilar sér auðvitað bara hérna heim. Hún er á leiðinni að selja tvenna Kóra upp sem er algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann,“ sagði Ísleifur að lokum. Laufey Lín Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fyrstu miðarnir á tónleikana fóru í forsölu í gær þegar þeir sem skráðir eru á póstlista Laufeyjar gátu keypt miða. Í dag fór síðan fram forsala í gegnum Senu Live og seldust miðar fljótt upp en almenn miðasala átti að hefjast í fyrramálið. Um leið og uppselt varð á tónleikana var aukatónleikum bætt við daginn eftir þá fyrri en alls eru 8000 miðar í boði á hvora tónleika. Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live segist sjaldan hafa kynnst annarri eins ásókn. „Nei, ekki hjá íslenskum listamanni. Þetta er algjörlega nýtt level fyrir íslenskan listamann, það eina sem jafnast á við þetta sem við höfum verið með er Justin Bieber, Justin Timberlake og Ed Sheeran,“ sagði Ísleifur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Dauðfeginn að geta boðið upp á aukatónleika Hann segir að í gær hafi hátt í tólf þúsund manns verið í stafrænni röð eftir miðum og hafi verið ákveðið að bjóða upp á aukatónleika til að sinna eftirspurninni. „Sem tónleikahaldari er maður alltaf hræddur um að selja ekki miða og svo er hálf fáránlegt þegar þetta snýst svona við og maður fer að hafa áhyggjur af því hve margir fá ekki miða. Maður er dauðfeginn að geta boðið upp á aukatónleika á morgun.“ Hann telur það enga tilviljun að Laufey ljúki tónleikaröð sinni hér á landi. „Ég held hún vilji enda á Íslandi og ég held að tónleikarnir hér séu henni og öllum í kringum hana sérstaklega kærir, það er það sem ég finn. Að það sé mikil spenna að enda þetta ferðalag hér á Íslandi.“ Bandaríkjatúrinn hefst á mánudag A matter of time tónleikaröð Laufeyjar hefst í Orlando í Bandaríkjunum á mánudaginn. Næstu sjö vikur mun hún koma fram á tuttugu og sjö tónleikum í stærstu borgum Bandaríkjanna, meðal annars á tvennum tónleikum í Madison Square Garden í New York. Tónleikarnir hér á landi fara fram í Kórnum og er aðeins selt í sæti. „Þetta hefur bókstaflega bara einu sinni aður verið gert á landinu, að það hafa verið haldnir svona risastórir sitjandi tónleikar. Það var fyrir Andrea Bocelli sem er náttúrulega bara einn stærsti listamaður samtímans.“ Hann segir Ísland komið með listmann sem sé búinn að ná hærri hæðum í íslenskri tónlist og landkynningu en áður hafi sést. „Það sést bara á tölunum hjá henni á Spotify, Youtube, plötusölu og tónleikamiðasölu úti í heimi. Laufey er á nýju „leveli“ og það skilar sér auðvitað bara hérna heim. Hún er á leiðinni að selja tvenna Kóra upp sem er algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann,“ sagði Ísleifur að lokum.
Laufey Lín Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira