Lífið

Brynja og Lil Curly ást­fangin í draum­kenndu fríi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Brynja og Arnar opinberuðu samaband sitt í ágúst í fyrra.
Brynja og Arnar opinberuðu samaband sitt í ágúst í fyrra.

Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, eru nýkomin heim úr fríi í Frakkland þar sem þau nutu sólarinnar í ævintýralegu umhverfi. Lífið virðist leika við þau!

Brynja og Arnar birtu myndir úr fríinu á Instagram-síðum sínum á Frönsku rívíerunni í suðausturhluta Frakklands og í Mónakó. Svipmyndir úr ferðlaginu minna á atriði úr rómantískri kvikmynd þar sem má sjá þau ganga um ævintýralegt umhverfi, gæða sér á fallega fram bornum mat, og aka í blæjubíl meðfram strandlengjunni þar sem hlýr vindurinn leikur um hárið á þeim. 

Í Monte Carlo heimsótti parið meðal annars veitingastaðinn Le Café Lacoste þar sem þau gæddu sér á sérstakri grænni köku, prýddri krókódíla­merki tískuhússins. Enda er svæðið þekkt fyrir glæsileika og glamúr.

Um kvöldið fóru þau svo á veitingastað með einstöku útsýni yfir borgina þar sem þau gátu notið sólsetursins.

Brynja og Arnar Gauti opinberuðu samband sitt í ágúst í fyrra og fögnuðu því nýverið eins árs sambandssafmæli. 

Parið virðist njóta þess að ferðast saman á heitari slóðir en þau hafa heimsótt marga spennandi áfangastaði á síðustu mánuðum. Á meðal þeirra eru Tenerife, Króatía og Los Angeles í bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.