Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 20:29 Fannar Jónasson var andlit Grindavíkur í gegnum hamfarirnar. Vísir/Einar Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira