Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2025 11:42 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar að láta gott heita í borgarmálunum eftir kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“ Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira