Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 14:43 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll. Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll.
Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira