Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2025 21:09 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, hefur áhyggjur af stöðu Íslands. Vísir Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. „En bara spurningin er þessi: Hvað ætlum við þá að gera ef ógnin ber að dyrum á Íslandi?“ Hann gerir athugasemd við að samráðshópur þingmanna um öryggi og varnir Íslands hafi nýlega komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila. „Hernaðarlegt mikilvægi Íslands og landfræðileg lega er slík að við munum ekki geta verið óhult ef til átaka kemur í Evrópu. Ég tala nú ekki um ef nýta þarf siglingaleiðirnar yfir Norður-Atlantshaf frá Bandaríkjunum og Kanada til Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson sem kom einnig að stofnun sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mikilvægt sé að huga að varnarmálum og gera eitthvað til að undirbúa landið undir verstu sviðsmyndina sem sé sú að Ísland verði fyrir árás. Hættulegt að reiða sig alfarið á önnur ríki Arnór hefur talað fyrir stofnun íslensks hers og telur það vera „stórhættulegt“ að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila líkt og gert hafi verið fram að þessu. Herinn þurfi ekki að vera stór heldur aðeins nægilega öflugur til þess að verja hernaðarlega mikilvæga staði, á borð við Keflavíkurflugvöll, ef til árásar kæmi þar til erlendur liðsauki myndi berast til landsins. „Við getum talað um að efla innviði landsins eins mikið og við viljum. En ef við getum ekki varið innviði landsins þá er til lítils að efla,“ sagði Arnór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Arnór hefur einnig talað fyrir því að íslensk stjórnvöld komi sér upp drónavörnum eftir nýlegar vendingar í Evrópu þar sem rússneskir drónar hafa rofið lofthelgi Póllands og Rúmeníu. „Ég hygg að það væri mjög skynsamlegt að efla sprengjudeild Landhelgisgæslunnar þannig að þeir séu ekki aðeins að fást við heimatilbúnar sprengjur heldur yrðu þeir líka drónasérfræðingar Íslands. Bæði hvað varðar notkun á drónum til eftirlits á hafi úti og mengunarvarnir og ýmislegt annað sem ég veit að þeir geta nýtt þessa dróna til en þeir yrðu líka okkar sérfræðingar í því hvernig getum við brugðist við, hvernig getum við varið okkur gegn þessum drónum ef við verðum fyrir því óláni að verða fyrir árás þeirra.“ Gervigreindin breyti leiknum „Þetta er nýr raunveruleiki í vörnum allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Við sjáum bara hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta eru nýjar vendingar í hernaði á heimsvísu. Drónanotkun er í mikilli framför og framþróun og ég tala nú ekki um þegar gervigreindin er komin í spilið líka. Þá mun væntanlega gerast að þessir drónar, sem núna eru bundnir ákveðnum skipulögðum flugáætlunum muni jafnvel geta farið að athafna sig einstaklingsbundið,“ segir Arnór. Drónar séu margvíslegir og allt frá því að vera litlir og til að mynda notaðir til að fylgjast með víglínunni og stærri drónar sem Rússar noti í stórum mæli til árása á Úkraínu. Þá séu Bandaríkjamenn með dróna sem geti ferðast fjögur til fimm þúsund kílómetra og noti þá ýmist í upplýsingaöflun eða til að eyða skotmörkum. Allt frá haglabyssum í eldflaugar Arnór segir að drónavarnir séu sömuleiðis fjölbreyttar. „Menn hafa kannski séð til dæmis að í fremstu víglínu í Úkraínu eru hermenn oft með haglabyssur. Það er til að bregðast við minnstu drónunum. Síðan fer þetta náttúrulega stigvaxandi eftir því sem stærð drónanna vex og árásargeta. Þannig að þetta fer kannski upp í að nota jafnvel eldflaugar, þó að það sé ekki góð notkun á eldflaugum vegna þess að drónarnir eru ekki mjög dýrir. Þetta eru ekki dýr tæki en eldflaugarnar eru það.“ Það þurfi til að mynda mikla fjármuni ef nota áorrustuflugvélar til að granda drónum í langan tíma. Lengi talað fyrir daufum eyrum en merki breytingu Arnór segir að stefnumörkun samráðshóps þingmanna um öryggi og varnir Íslands sem kynnt var á föstudag sýni að stjórnvöld ætli áfram að reiða sig á aðrar þjóðir í varnarmálum. „Þrátt fyrir að ógnarmatið sé það að hernaðarógnin í Evrópu sé aðkallandi og raunveruleg og eitthvað sem við þurfum að bregðast við þá er niðurstaða þingmannanna sú að við ætlum að halda áfram að útvista öllum vörnum landsins alfarið til erlendra aðila.“ Arnór segist lengi hafa talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að varnarmálum en merki breytingu undanfarin þrjú ár. Áðurnefnd skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggi og varnir Íslands sé eitt merki þess að viðhorfið sé að breytast. „Þar er til dæmis viðurkenning á því að það sé ógn sem stafar af Rússum í Evrópu og þar með Íslandi. Það var ekki fyrir þremur árum.“ Ísland ekki hernumið aftur væri það búið her Arnór telur að Ísland yrði ekki hernumið aftur líkt og gerðist í seinni heimsstyrjöldinni ef landið væri með eigin her sem gæti tekið á móti liðsauka og unnið við hliðina á honum sem jafningjar. En myndi það gerast án hers? „Hugsanlega og mjög líklega,“ segir Arnór. Hann hefur lengi verið með hugann við varnarmál og segir þegar hann hafi fyrst lagt til að komið yrði á fót íslensku herliði hafi hann talið 1000 manna herlið og 500 manna varalið duga. Í dag telur hann það of lága tölu. „Ég held að við þurfum að miða við varalið sem er sirka 2000 til 2500 og herlið sem er sirka 2000 manns.“ Síðarnefndi hópurinn yrði þá í fullri vinnu við að sinna verkefnum hersins. Aðspurður um viðbrögð við þessum hugmyndum sínum segir Arnór marga hafa lýst því yfir að þeir telji íslenskt herlið vera algjöran óþarfa. „En það eru líka allmargir sem telja þetta nauðsynlegt.“ Hlusta má á viðtalið við Arnór í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Utanríkismál NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
„En bara spurningin er þessi: Hvað ætlum við þá að gera ef ógnin ber að dyrum á Íslandi?“ Hann gerir athugasemd við að samráðshópur þingmanna um öryggi og varnir Íslands hafi nýlega komist að þeirri niðurstöðu að halda áfram að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila. „Hernaðarlegt mikilvægi Íslands og landfræðileg lega er slík að við munum ekki geta verið óhult ef til átaka kemur í Evrópu. Ég tala nú ekki um ef nýta þarf siglingaleiðirnar yfir Norður-Atlantshaf frá Bandaríkjunum og Kanada til Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson sem kom einnig að stofnun sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mikilvægt sé að huga að varnarmálum og gera eitthvað til að undirbúa landið undir verstu sviðsmyndina sem sé sú að Ísland verði fyrir árás. Hættulegt að reiða sig alfarið á önnur ríki Arnór hefur talað fyrir stofnun íslensks hers og telur það vera „stórhættulegt“ að útvista öllum vörnum landsins til erlendra aðila líkt og gert hafi verið fram að þessu. Herinn þurfi ekki að vera stór heldur aðeins nægilega öflugur til þess að verja hernaðarlega mikilvæga staði, á borð við Keflavíkurflugvöll, ef til árásar kæmi þar til erlendur liðsauki myndi berast til landsins. „Við getum talað um að efla innviði landsins eins mikið og við viljum. En ef við getum ekki varið innviði landsins þá er til lítils að efla,“ sagði Arnór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Arnór hefur einnig talað fyrir því að íslensk stjórnvöld komi sér upp drónavörnum eftir nýlegar vendingar í Evrópu þar sem rússneskir drónar hafa rofið lofthelgi Póllands og Rúmeníu. „Ég hygg að það væri mjög skynsamlegt að efla sprengjudeild Landhelgisgæslunnar þannig að þeir séu ekki aðeins að fást við heimatilbúnar sprengjur heldur yrðu þeir líka drónasérfræðingar Íslands. Bæði hvað varðar notkun á drónum til eftirlits á hafi úti og mengunarvarnir og ýmislegt annað sem ég veit að þeir geta nýtt þessa dróna til en þeir yrðu líka okkar sérfræðingar í því hvernig getum við brugðist við, hvernig getum við varið okkur gegn þessum drónum ef við verðum fyrir því óláni að verða fyrir árás þeirra.“ Gervigreindin breyti leiknum „Þetta er nýr raunveruleiki í vörnum allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Við sjáum bara hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta eru nýjar vendingar í hernaði á heimsvísu. Drónanotkun er í mikilli framför og framþróun og ég tala nú ekki um þegar gervigreindin er komin í spilið líka. Þá mun væntanlega gerast að þessir drónar, sem núna eru bundnir ákveðnum skipulögðum flugáætlunum muni jafnvel geta farið að athafna sig einstaklingsbundið,“ segir Arnór. Drónar séu margvíslegir og allt frá því að vera litlir og til að mynda notaðir til að fylgjast með víglínunni og stærri drónar sem Rússar noti í stórum mæli til árása á Úkraínu. Þá séu Bandaríkjamenn með dróna sem geti ferðast fjögur til fimm þúsund kílómetra og noti þá ýmist í upplýsingaöflun eða til að eyða skotmörkum. Allt frá haglabyssum í eldflaugar Arnór segir að drónavarnir séu sömuleiðis fjölbreyttar. „Menn hafa kannski séð til dæmis að í fremstu víglínu í Úkraínu eru hermenn oft með haglabyssur. Það er til að bregðast við minnstu drónunum. Síðan fer þetta náttúrulega stigvaxandi eftir því sem stærð drónanna vex og árásargeta. Þannig að þetta fer kannski upp í að nota jafnvel eldflaugar, þó að það sé ekki góð notkun á eldflaugum vegna þess að drónarnir eru ekki mjög dýrir. Þetta eru ekki dýr tæki en eldflaugarnar eru það.“ Það þurfi til að mynda mikla fjármuni ef nota áorrustuflugvélar til að granda drónum í langan tíma. Lengi talað fyrir daufum eyrum en merki breytingu Arnór segir að stefnumörkun samráðshóps þingmanna um öryggi og varnir Íslands sem kynnt var á föstudag sýni að stjórnvöld ætli áfram að reiða sig á aðrar þjóðir í varnarmálum. „Þrátt fyrir að ógnarmatið sé það að hernaðarógnin í Evrópu sé aðkallandi og raunveruleg og eitthvað sem við þurfum að bregðast við þá er niðurstaða þingmannanna sú að við ætlum að halda áfram að útvista öllum vörnum landsins alfarið til erlendra aðila.“ Arnór segist lengi hafa talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að varnarmálum en merki breytingu undanfarin þrjú ár. Áðurnefnd skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggi og varnir Íslands sé eitt merki þess að viðhorfið sé að breytast. „Þar er til dæmis viðurkenning á því að það sé ógn sem stafar af Rússum í Evrópu og þar með Íslandi. Það var ekki fyrir þremur árum.“ Ísland ekki hernumið aftur væri það búið her Arnór telur að Ísland yrði ekki hernumið aftur líkt og gerðist í seinni heimsstyrjöldinni ef landið væri með eigin her sem gæti tekið á móti liðsauka og unnið við hliðina á honum sem jafningjar. En myndi það gerast án hers? „Hugsanlega og mjög líklega,“ segir Arnór. Hann hefur lengi verið með hugann við varnarmál og segir þegar hann hafi fyrst lagt til að komið yrði á fót íslensku herliði hafi hann talið 1000 manna herlið og 500 manna varalið duga. Í dag telur hann það of lága tölu. „Ég held að við þurfum að miða við varalið sem er sirka 2000 til 2500 og herlið sem er sirka 2000 manns.“ Síðarnefndi hópurinn yrði þá í fullri vinnu við að sinna verkefnum hersins. Aðspurður um viðbrögð við þessum hugmyndum sínum segir Arnór marga hafa lýst því yfir að þeir telji íslenskt herlið vera algjöran óþarfa. „En það eru líka allmargir sem telja þetta nauðsynlegt.“ Hlusta má á viðtalið við Arnór í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Utanríkismál NATO Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira