Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 09:17 Sveitarstjórnarfólk í Skorradalshreppi kærði ákvarðanir Þjóðskrár um skráningu fólks í hreppinn í aðdraganda íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Vísir/Vilhelm Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi. Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira