Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2025 07:01 Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur verið orðaður við það að sækjast eftir að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Vísir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við framboð í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. Þau tíðindi urðu í gær að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi, tilkynnti að hún ætlaði að láta staðar numið í borgarpólitík í vor. Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Tilkynning oddvitans reyndist tilefni fyrir fjölmiðla að kanna hug oddvita annarra flokka í borginni fyrir kosningunum. Eins og fram kom á Vísi í gær eru oddvitarnir flestir vel gíraðir fyrir komandi kosningum. Þeirra á meðal er Hildur Björnsdóttir sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2022. Fagnar fleiri höndum „Ég mun bjóða mig fram til forystu aftur,“ segir Hildur. „Við höfum verið á mikilli siglingu og stefnum á góðan árangur næsta vor. Við skynjum á fólkinu í borginni að það vill sjá nýja forystu í Ráðhúsinu,“ segir Hildur. Stjórn fulltrúaráðs flokksins mun taka ákvörðun um fyrirkomulagið við val á lista flokksins fyrir kosningarnar. Miðað við hljóðið í borgarfulltrúum og innanbúðarfólki í Sjálfstæðisflokknum reikna flestir með því að hefðbundið prófkjör verði niðurstaðan. „Ég tek þátt í því ferli sem verður ofan á,“ segir Hildur. Hildur Björnsdóttir hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í borginni í á fjórða ár.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í borginni sem stendur miðað við nýlega Maskínukönnun. Flokkurinn mældist með 29,2 prósent en fékk 24,7 prósent í kosningunum 2022 og var þá stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin var með um 20 prósent og Framsókn með tæplega 19 prósent. Síðastnefndu flokkarnir lögðu grunninn að meirihluta með Viðreisn og Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta í borginni frá árinu 2010 en Samfylkingin í meirihluta á sama tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður flokksins hefur verið orðaður við framboð í borginni. Sú staðreynd að hann varð ekki þingflokksformaður flokksins á dögunum heldur Ólafur Adolfsson fékk fólk til að velta framtíð Guðlaugs Þórs fyrir sér. Ekki síður nýir tíu mínútna fyrirlestrar sem hann birtir á Instagram-síðu sinni. Svo gæti farið að Sjálfstæðisflokkurinn tefli fram óbreyttum lista frá því sem var árið 2022. Flest eru klár í slaginn og enginn ákveðinn í að stíga til hliðar.Vísir Hildur skynjar að margir horfi til flokksins. „Það er auðvitað algengt að þegar fólk skynjar meðbyr að vilja taka þátt. Við fögnum því. Við þurfum allar hendur í verkefnið sem er fram undan.“ Tekur sætið sem tryggi flokknum sigur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er annar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún bauð fram krafta sína í prófkjöri gegn Hildi fyrir síðustu kosningar og veitti henni nokkra keppni. „Ég hef hvergi nærri lokið mér af. Mitt æðsta markmið er að koma flokknum í meirihluta. Ég mun gera allt sem ég get til að ná því,“ segir Ragnhildur Alda. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóða sig fram í forystu eða hvaða sæti verði fyrir valinu. Markmiðið sé sigur flokksins og sætið verði valið út frá því að auka þá möguleika. Ragnhildur Alda setur flokkinn í fyrsta sæti og ætlar að velja sér baráttusæti út frá því sem flokknum hentar.vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda rifjar upp aðdragandann að baráttunni um fyrsta sætið fyrir tæpum fjórum árum. Þá hafði Eyþór Arnalds sagt sig úr slagnum og ekki bólað á neinum. „Það voru sex til sjö vikur í þetta. Ég hugsaði að ef ég ætlaði að fara fram þá væri best að hlaupa í oddvitasætið. Það tókst svona vel. Ég vissi að ég gæti valdið mjög háu sæti og ég gæti ekki tapað. Ég var að bjóða annan valkost og það tókst svona glimrandi vel. Ég var ansi nálægt,“ segir Ragnhildur Alda. Hildur hlaut 2603 atkvæði í fyrsta sæti en Ragnhildur Alda 2257 í fyrsta til annað sætið. Segir lítið um meðframbjóendur Kjartan Magnússon er þriðji borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun. Að óbreyttu býst ég þó við að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Kjartan. Kjartan Magnússon ásamt Viggó Haraldi Viggóssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm Sömu sögu er að segja af Mörtu Guðjónsdóttur sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu 2022 og ætlar aftur fram. „Mér líst ljómandi vel á þetta. Það eru mikil sóknarfæri fyrir okkur og við finnum fyrir miklum meðbyr. Ég mun gefa kost á mér. Mér líst vel á þennan kosningavetur. Við finnum hljómgrunn hjá borgarbúum,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er spennt fyrir kosningunum í vor.Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur verið fjallað um sundrung í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Líklega kristallaðist hún best í atkvæðagreiðslu um samgöngusáttmálann í fyrra þegar borgarstjórnarflokkurinn klofnaði og fjórir greiddu atkvæði gegn, varaborgarfulltrúi með sáttmálanum og einn sat hjá. Marta var spurð hvort hún styddi núverandi oddvita til áframhaldandi forystu. „Það er ekkert komið fram hverjir ætla að bjóða sig fram til forystu. Maður vill helst ekki vera að segja neitt um meðframbjóðendur sína. Ég er fyrst og fremst að huga að mínu framboði en ekki annarra. Þannig virkar pólitíkin og þetta val á lista.“ Forystuhallur og óviss Eru þá ótaldir tveir borgarfulltrúar, þeir Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Þeir eru hvað óákveðnastir. Björn var á leið í veiði þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. „Ég hef bara sagt sem svo að ég er ekki alveg búinn að ákveða mig,“ sagði Björn. Björn Gíslason bæjarfulltrúi flokksins er búsettur í Árbænum.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að sjá hvernig fram vindur. Nú verður með haustinu tilkynnt hvernig þetta verður. Þá fer maður kannski að spá í þetta. Ég ætla ekki að ákveða mig strax. Friðjón segist ætla að sjá hvað flokkurinn ákveður með listaval og prófkjör. „Mér finnst líklegra en hitt að ég gefi kost á mér. Við erum í dauðafæri til að hafa stjórn á borginni og senda Samfylkinguna í frí. Það er færi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson í Ráðhúsinu á tali við Einar Þorsteinsson. Líklegt er að flokkarnir þurfi að vinna saman til að af miðju-hægri meirihluta verði í borginni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að við höfum alls konar verk að vinna og erum í kjörstöðu til að komast í meirihluta.“ Hann styður Hildi oddvita áfram til góðra verka. „Það væri hressandi að fara með sama oddvita í gegnum tvær kosningar,“ segir Friðjón og bætir við: „Ég er svo forystuhallur að ég styð oddvita flokksins og formann hans.“ Algjörlega misboðið Og þá að Guðlaugi Þór sem er í leyfi frá þingstörfum þessa dagana og dvelur á Möltu. „Ég er þingmaður Reykvíkinga og mun halda áfram að gæta hagsmuna minna umbjóðenda,“ segir Guðlaugur Þór en nefnir þó að margir hafi nefnt við sig að taka slaginn og láta borgarmálin sig varða. Hann hvorki útilokar né staðfestir áhuga sinn á framboði í borgarstjórn. „Eitt er öruggt. Ég mun leggja mig allan fram til að koma að nýjum borgarstjórnarmeirihluta því ástandið í borginni er mjög alvarlegt.“ Guðlaugur Þór ásamt eiginkonu sinni Ágústu Johnson (til vinstri) á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór fór ekki fram á þeim síðasta í febrúar en hans armur í flokknum lagðist á sveif með Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem var kjörinn formaður.vísir/Vilhelm Hann segist hafa lofað kjósendum í aðdraganda Alþingiskosninganna í nóvember í fyrra að beita sér til dæmis í samgöngumálum bæði ríki eða borg. Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki barist fyrir bættum samgöngum í sínu sveitarfélagi. „Mér er algjörlega misboðið hvernig meirihlutinn í borginni gengur fram gagnvart íbúunum, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar,“ segir Guðlaugur. Varðandi nýleg Instagram-myndbönd, tíu mínútur með Guðlaugi Þór, segir hann það eilífðarverkefni stjórnmálamanna að koma skilaboðum áleiðis. Það sé ekki nýtt að hann veki athygli á sínum áherslumálum og er þakklátur fyrir viðbrögðin. View this post on Instagram A post shared by Guðlaugur Þór Þórðarson (@gudlaugurthor) Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þau tíðindi urðu í gær að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi, tilkynnti að hún ætlaði að láta staðar numið í borgarpólitík í vor. Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Tilkynning oddvitans reyndist tilefni fyrir fjölmiðla að kanna hug oddvita annarra flokka í borginni fyrir kosningunum. Eins og fram kom á Vísi í gær eru oddvitarnir flestir vel gíraðir fyrir komandi kosningum. Þeirra á meðal er Hildur Björnsdóttir sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2022. Fagnar fleiri höndum „Ég mun bjóða mig fram til forystu aftur,“ segir Hildur. „Við höfum verið á mikilli siglingu og stefnum á góðan árangur næsta vor. Við skynjum á fólkinu í borginni að það vill sjá nýja forystu í Ráðhúsinu,“ segir Hildur. Stjórn fulltrúaráðs flokksins mun taka ákvörðun um fyrirkomulagið við val á lista flokksins fyrir kosningarnar. Miðað við hljóðið í borgarfulltrúum og innanbúðarfólki í Sjálfstæðisflokknum reikna flestir með því að hefðbundið prófkjör verði niðurstaðan. „Ég tek þátt í því ferli sem verður ofan á,“ segir Hildur. Hildur Björnsdóttir hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í borginni í á fjórða ár.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi í borginni sem stendur miðað við nýlega Maskínukönnun. Flokkurinn mældist með 29,2 prósent en fékk 24,7 prósent í kosningunum 2022 og var þá stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin var með um 20 prósent og Framsókn með tæplega 19 prósent. Síðastnefndu flokkarnir lögðu grunninn að meirihluta með Viðreisn og Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta í borginni frá árinu 2010 en Samfylkingin í meirihluta á sama tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður flokksins hefur verið orðaður við framboð í borginni. Sú staðreynd að hann varð ekki þingflokksformaður flokksins á dögunum heldur Ólafur Adolfsson fékk fólk til að velta framtíð Guðlaugs Þórs fyrir sér. Ekki síður nýir tíu mínútna fyrirlestrar sem hann birtir á Instagram-síðu sinni. Svo gæti farið að Sjálfstæðisflokkurinn tefli fram óbreyttum lista frá því sem var árið 2022. Flest eru klár í slaginn og enginn ákveðinn í að stíga til hliðar.Vísir Hildur skynjar að margir horfi til flokksins. „Það er auðvitað algengt að þegar fólk skynjar meðbyr að vilja taka þátt. Við fögnum því. Við þurfum allar hendur í verkefnið sem er fram undan.“ Tekur sætið sem tryggi flokknum sigur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er annar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún bauð fram krafta sína í prófkjöri gegn Hildi fyrir síðustu kosningar og veitti henni nokkra keppni. „Ég hef hvergi nærri lokið mér af. Mitt æðsta markmið er að koma flokknum í meirihluta. Ég mun gera allt sem ég get til að ná því,“ segir Ragnhildur Alda. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóða sig fram í forystu eða hvaða sæti verði fyrir valinu. Markmiðið sé sigur flokksins og sætið verði valið út frá því að auka þá möguleika. Ragnhildur Alda setur flokkinn í fyrsta sæti og ætlar að velja sér baráttusæti út frá því sem flokknum hentar.vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda rifjar upp aðdragandann að baráttunni um fyrsta sætið fyrir tæpum fjórum árum. Þá hafði Eyþór Arnalds sagt sig úr slagnum og ekki bólað á neinum. „Það voru sex til sjö vikur í þetta. Ég hugsaði að ef ég ætlaði að fara fram þá væri best að hlaupa í oddvitasætið. Það tókst svona vel. Ég vissi að ég gæti valdið mjög háu sæti og ég gæti ekki tapað. Ég var að bjóða annan valkost og það tókst svona glimrandi vel. Ég var ansi nálægt,“ segir Ragnhildur Alda. Hildur hlaut 2603 atkvæði í fyrsta sæti en Ragnhildur Alda 2257 í fyrsta til annað sætið. Segir lítið um meðframbjóendur Kjartan Magnússon er þriðji borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun. Að óbreyttu býst ég þó við að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Kjartan. Kjartan Magnússon ásamt Viggó Haraldi Viggóssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelm Sömu sögu er að segja af Mörtu Guðjónsdóttur sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu 2022 og ætlar aftur fram. „Mér líst ljómandi vel á þetta. Það eru mikil sóknarfæri fyrir okkur og við finnum fyrir miklum meðbyr. Ég mun gefa kost á mér. Mér líst vel á þennan kosningavetur. Við finnum hljómgrunn hjá borgarbúum,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er spennt fyrir kosningunum í vor.Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur verið fjallað um sundrung í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Líklega kristallaðist hún best í atkvæðagreiðslu um samgöngusáttmálann í fyrra þegar borgarstjórnarflokkurinn klofnaði og fjórir greiddu atkvæði gegn, varaborgarfulltrúi með sáttmálanum og einn sat hjá. Marta var spurð hvort hún styddi núverandi oddvita til áframhaldandi forystu. „Það er ekkert komið fram hverjir ætla að bjóða sig fram til forystu. Maður vill helst ekki vera að segja neitt um meðframbjóðendur sína. Ég er fyrst og fremst að huga að mínu framboði en ekki annarra. Þannig virkar pólitíkin og þetta val á lista.“ Forystuhallur og óviss Eru þá ótaldir tveir borgarfulltrúar, þeir Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Þeir eru hvað óákveðnastir. Björn var á leið í veiði þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. „Ég hef bara sagt sem svo að ég er ekki alveg búinn að ákveða mig,“ sagði Björn. Björn Gíslason bæjarfulltrúi flokksins er búsettur í Árbænum.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að sjá hvernig fram vindur. Nú verður með haustinu tilkynnt hvernig þetta verður. Þá fer maður kannski að spá í þetta. Ég ætla ekki að ákveða mig strax. Friðjón segist ætla að sjá hvað flokkurinn ákveður með listaval og prófkjör. „Mér finnst líklegra en hitt að ég gefi kost á mér. Við erum í dauðafæri til að hafa stjórn á borginni og senda Samfylkinguna í frí. Það er færi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson í Ráðhúsinu á tali við Einar Þorsteinsson. Líklegt er að flokkarnir þurfi að vinna saman til að af miðju-hægri meirihluta verði í borginni.Vísir/Vilhelm „Ég tel að við höfum alls konar verk að vinna og erum í kjörstöðu til að komast í meirihluta.“ Hann styður Hildi oddvita áfram til góðra verka. „Það væri hressandi að fara með sama oddvita í gegnum tvær kosningar,“ segir Friðjón og bætir við: „Ég er svo forystuhallur að ég styð oddvita flokksins og formann hans.“ Algjörlega misboðið Og þá að Guðlaugi Þór sem er í leyfi frá þingstörfum þessa dagana og dvelur á Möltu. „Ég er þingmaður Reykvíkinga og mun halda áfram að gæta hagsmuna minna umbjóðenda,“ segir Guðlaugur Þór en nefnir þó að margir hafi nefnt við sig að taka slaginn og láta borgarmálin sig varða. Hann hvorki útilokar né staðfestir áhuga sinn á framboði í borgarstjórn. „Eitt er öruggt. Ég mun leggja mig allan fram til að koma að nýjum borgarstjórnarmeirihluta því ástandið í borginni er mjög alvarlegt.“ Guðlaugur Þór ásamt eiginkonu sinni Ágústu Johnson (til vinstri) á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór fór ekki fram á þeim síðasta í febrúar en hans armur í flokknum lagðist á sveif með Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem var kjörinn formaður.vísir/Vilhelm Hann segist hafa lofað kjósendum í aðdraganda Alþingiskosninganna í nóvember í fyrra að beita sér til dæmis í samgöngumálum bæði ríki eða borg. Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki barist fyrir bættum samgöngum í sínu sveitarfélagi. „Mér er algjörlega misboðið hvernig meirihlutinn í borginni gengur fram gagnvart íbúunum, sérstaklega í efri byggðum borgarinnar,“ segir Guðlaugur. Varðandi nýleg Instagram-myndbönd, tíu mínútur með Guðlaugi Þór, segir hann það eilífðarverkefni stjórnmálamanna að koma skilaboðum áleiðis. Það sé ekki nýtt að hann veki athygli á sínum áherslumálum og er þakklátur fyrir viðbrögðin. View this post on Instagram A post shared by Guðlaugur Þór Þórðarson (@gudlaugurthor)
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels