Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 16:00 Aðalsteinn Leifsson og Björg Magnúsdóttir eru meðal þeirra sem hafa verið orðuð við framboð fyrir Viðreisn í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. Spennan fyrir borgarstjórnarkosningar í vor er farin að aukast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti í vikunni að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Velta því margir fyrir sér hver leiði Viðreisn í kosningunum en flokkurinn náði góðum árangri í síðustu Alþingiskosningum og eru einn þriggja flokka í ríkisstjórn. Aðalsteinn staðfestir í samtali við Vísi að hann sé alvarlega að hugsa sig um og útilokar þannig ekki að hann muni gefa kost á sér í borginni. Aðalsteinn starfar náið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins og utanríkisráðherra sem aðstoðarmaður hennar. „Það hefur verið leitað svolítið til mín eftir að Þórdís Lóa tilkynnti um að hún ætlaði að hætta, svo ég er bara að hugsa málið,“ segir Aðalsteinn. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig flokkurinn muni raða á lista í Reykjavík en samkvæmt heimildum fréttastofu er ákall um að fram fari prófkjör og þykir líklegt að svo verði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom það flokksfólki sumu nokkuð á óvart að Þórdís Lóa ætli ekki að gefa kost á sér áfram, en ljóst er að það mun koma í hlut nýs leiðtoga flokksins í Reykjavík að leiða hann í gegnum næstu kosningar. Landsþing Viðreisnar fer fram á Grand hótel í Reykjavík um helgina þar sem komandi sveitarstjórnarkosningar verða meðal annars í deiglunni. Aðstoðaði Einar en orðuð við Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Framsóknarmannsins Einars Þorsteinssonar þegar hann var borgarstjóri, hefur einnig verið orðuð við framboð fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þá sást Björgu bregða fyrir á myndum frá opnum fundi Viðreisnar á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Ekki náðist í Björgu við vinnslu fréttarinnar. Í ágúst vakti færsla sem hún skrifaði á Facebook nokkra athygli, þar sem hún lýsir erfiðri reynslu sinni sem foreldri við það að reyna að fá leikskólapláss í Reykjavík fyrir son sinn sem er að verða þriggja ára. „Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Í fyrsta lagi finnst mér léleg þjónusta að börn komist inn á hverfisleikskóla tæplega þriggja ára. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að börnum 18 mánaða og eldri hafi verið boðin vist fyrir þennan veturinn en smáa letrið er það að margir foreldrar þurfa að keyra bæjarhluta á milli fyrir sín leikskólapláss,” skrifaði Björg meðal annars og lét sig þannig leikskólamálin í borginni varða. Róbert leiðir umræður um sveitarstjórnarmál Nafn Róberts Ragnarssonar, ráðgjafa og fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík hefur einnig borið á góma. Róbert var meðal þeirra sem komu að stofnun flokksins á sínum tíma en hann mun leiða hringborðsumræður, einmitt um sveitarstjórnarmál og komandi kosningar, á landsþingi Viðreisnar á Grand hótel um helgina. Hann kveðst í samtali við fréttastofu ekki hafa tekið neina ákvörðun um framboð. Sjálfur búi hann í Hafnarfirði en sé, þessu ótengt, í húsnæðisleit í Reykjavík um þessar mundir. Róbert Ragnarsson hefur meðal annars verið bæjarstjóri í Grindavík, en var leystur frá störfum 2016 þegar hann flutti úr sveitarfélaginu. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Spennan fyrir borgarstjórnarkosningar í vor er farin að aukast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti í vikunni að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Velta því margir fyrir sér hver leiði Viðreisn í kosningunum en flokkurinn náði góðum árangri í síðustu Alþingiskosningum og eru einn þriggja flokka í ríkisstjórn. Aðalsteinn staðfestir í samtali við Vísi að hann sé alvarlega að hugsa sig um og útilokar þannig ekki að hann muni gefa kost á sér í borginni. Aðalsteinn starfar náið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins og utanríkisráðherra sem aðstoðarmaður hennar. „Það hefur verið leitað svolítið til mín eftir að Þórdís Lóa tilkynnti um að hún ætlaði að hætta, svo ég er bara að hugsa málið,“ segir Aðalsteinn. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig flokkurinn muni raða á lista í Reykjavík en samkvæmt heimildum fréttastofu er ákall um að fram fari prófkjör og þykir líklegt að svo verði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom það flokksfólki sumu nokkuð á óvart að Þórdís Lóa ætli ekki að gefa kost á sér áfram, en ljóst er að það mun koma í hlut nýs leiðtoga flokksins í Reykjavík að leiða hann í gegnum næstu kosningar. Landsþing Viðreisnar fer fram á Grand hótel í Reykjavík um helgina þar sem komandi sveitarstjórnarkosningar verða meðal annars í deiglunni. Aðstoðaði Einar en orðuð við Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Framsóknarmannsins Einars Þorsteinssonar þegar hann var borgarstjóri, hefur einnig verið orðuð við framboð fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þá sást Björgu bregða fyrir á myndum frá opnum fundi Viðreisnar á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Ekki náðist í Björgu við vinnslu fréttarinnar. Í ágúst vakti færsla sem hún skrifaði á Facebook nokkra athygli, þar sem hún lýsir erfiðri reynslu sinni sem foreldri við það að reyna að fá leikskólapláss í Reykjavík fyrir son sinn sem er að verða þriggja ára. „Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Í fyrsta lagi finnst mér léleg þjónusta að börn komist inn á hverfisleikskóla tæplega þriggja ára. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að börnum 18 mánaða og eldri hafi verið boðin vist fyrir þennan veturinn en smáa letrið er það að margir foreldrar þurfa að keyra bæjarhluta á milli fyrir sín leikskólapláss,” skrifaði Björg meðal annars og lét sig þannig leikskólamálin í borginni varða. Róbert leiðir umræður um sveitarstjórnarmál Nafn Róberts Ragnarssonar, ráðgjafa og fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík hefur einnig borið á góma. Róbert var meðal þeirra sem komu að stofnun flokksins á sínum tíma en hann mun leiða hringborðsumræður, einmitt um sveitarstjórnarmál og komandi kosningar, á landsþingi Viðreisnar á Grand hótel um helgina. Hann kveðst í samtali við fréttastofu ekki hafa tekið neina ákvörðun um framboð. Sjálfur búi hann í Hafnarfirði en sé, þessu ótengt, í húsnæðisleit í Reykjavík um þessar mundir. Róbert Ragnarsson hefur meðal annars verið bæjarstjóri í Grindavík, en var leystur frá störfum 2016 þegar hann flutti úr sveitarfélaginu.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira