Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2025 13:17 Björn Bjarki Þorsteinsson er sveitarstjóri Dalabyggð og segir áhuga vera í sveitarfélaginu fyrir sameiningu. Eðlilega heyrist þó efasemdaraddir. Vísir Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira