Raunvirði íbúða lækkar á ný Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 18. september 2025 22:34 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Sigurjón Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira