Innlent

Gengur laus grunaður um barna­níð og meintar rang­færslur ráð­herra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Sviðsstjóra hjá lögreglunni segist skilja vel að það komi illa við fólk að maður sem grunaður er um að hafa gengið inn á heimili og brotið á barni skuli ganga laus. Maðurinn var í haldi lögreglu í þrjá daga, en eftir það taldi lögregla sig ekki geta haldið manninum lengur.

Þá verður rætt við fyrrverandi stjórnarmann í félagi sem leitaði að olíu á Drekasvæðinu á síðasta áratug, en hann segir skýringar umhverfisráðherra á því að leit hafi verið hætt á sínum tíma ekki standast skoðun.

Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum hafa brugðist harkalega við því að þáttur Jimmy Kimmel hafi verið tekinn úr loftinu, og segja um ristkoðunartilburði að ræða. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ýjað að því að sjónvarpsstöðvar sem ekki eru hliðhollar honum missi starfsleyfi sitt.

Nokkurrar óánægju gætir meðal Grafarvogsbúa með framkvæmdir við Stórhöfða, þar sem á að lengja og stækka umferðareyju. Einn íbúi segir framkvæmdirnar munu stórauka slysahættu.

Þá kynnum við okkur nýja róbóta sem teknir hafa verið í notkun við að flokka rusl, ræðum við formann félags heyrnarlausra vegna glæpahópa sem þykjast vera á vegum félagsins og kynnum okkur áhugaverðar bækur sem gefnar voru út í dag, en þær eru prentaðar á útgáfuhófinu sjálfu.

Klippa: Kvöldfréttir 19. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×