Innlent

Ýkt um­ræða um olíu­fund, netárás á flug­velli og bak­garðs­hlaup í beinni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Þá verður fjallað um netárás sem gerð var á innritunarkerfi flugvalla í Evrópu, og olli víðtækum samgöngutruflunum. Sérfræðingur í netöryggismálum segir fátt vitað um uppruna árásarinnar eða ástæðu, en leggur áherslu á að flug hafi ekki verið truflað með beinum hætti og fólk því ekki í hættu.

Þá verður rætt við skólameistara Borgarholtsskóla, sem furðar sig á breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og komi ekki frá sérfræðingum í menntamálum.

Fjallað verður um Sniðgönguna sem fór fram í dag til stuðnings íbúum Palestínu, við segjum frá hvalveiðihefð Grænlendinga, þar sem Kristján Már var á dögunum, við verðum í beinni úr Heiðmörk þar sem hlauparar í bakgarðshlaupinu hafa verið að í allan dag, og kynnumst eldri konum sem plokka rusl í gríð og erg á Selfossi, og hafa fengið verðlaun fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×