Innlent

Skorra­dals­hreppur og Borgar­byggð sam­einast

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Íbúar Skorradalshrepps höfnuðu sameiningu við Borgarbyggð fjórum sinnum í íbúakosningu áður en hún var samþykkt í þeirri fimmtu í dag.
Íbúar Skorradalshrepps höfnuðu sameiningu við Borgarbyggð fjórum sinnum í íbúakosningu áður en hún var samþykkt í þeirri fimmtu í dag.

Talsverður meirihluti íbúa Skorradalshrepps og Borgarbyggðar greiddu atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem lauk í dag.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Þar segir að í Borgarbyggð hafi kjörsókn verið tæp 16 prósent. Á kjörskrá hafi verið 3.137 og 501 hafi greitt atkvæði, 417 hafi greitt atkvæði með sameiningu og 82 gegn.

Í Skorradalshreppi hafi aðeins 61 verið á kjörskrá, og 54 þeirra hafi kosið. 32 hafi greitt með sameiningunni og 22 gegn henni. Því hafi 59 prósent greiddra atkvæða fallið með sameiningu.

Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um að grunur væri um að nokkrir hefðu skráð sig til heimilis í Skorradalshreppi sem ekki hefðu þar fasta búsetu til þess eins að greiða atkvæði um sameininguna.

Var þess meðal annars krafist af sveitarstjórn Skorradalshrepps að þrettán manns sem nýlega skráðu sig til heimilis í sveitarfélaginu fengju ekki atkvæðarétt, en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu.


Tengdar fréttir

Flestir sem skráðu sig í Skorra­dals­hrepp fá að kjósa

Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×