Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. september 2025 09:12 Helgi Jean Claessen fann ástina eftir að hann fór í fjölástar-samband. „Þegar ég var síðast í sambandi, fyrir tuttugu árum, upplifði ég mikla ástarsorg. Ég hugsaði að ég gæti ekki gengið í gegnum þetta aftur. Ég upplifði svona sjálfheldu—ég gat hvorki verið án kærustunnar né verið með henni. Þetta bjó til rosalega djúpt sár hjá mér, svo þurfti ég bara að face-a þetta sár. Ég var bara hræddur við mínar eigin tilfinningar,“ segir Helgi Jean Classen, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur. Helgi var gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins á dögunum þar sem hann opnaði sig um reynslu sína af hefðbundnum ástarsamböndum og hvernig hann fann ástina í gegnum fjölástir (e. polygamy). Hjónaband gamalt viðskiptatungumál „Það sem okkur er boðið upp á í dag sem er að vera í einkvænissambandið, þið hittið einhverja konu eða mann og þið fellið hugi saman og þið trúlofuðust, giftist og eignist börn og fjölskyldu, og það er svona leiðin. Ég upplifði að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi að fara með þetta blað eitthvert og halda að ég væri að finna einhverja einu réttu til að standast þetta. Í grunninn var ég ekki til í þetta. Og ef ég væri sex ára væri ég ekki til í skólakerfið heldur. En nei, ég er ekki til í þetta heldur. Það kannski skrýtna við það að þetta snýst um ástina, að við erum ástfangin og allt þetta. En tungumálið í kringum fjölskylduna og ástina, það vill í rauninni enginn beisli, bönd, skuldir eða skyldu. Samt tölum við um að skuldbinda okkur og fara í fjölskyldu. Og vera ástfanginn, að vera fanginn. Skuld, skylda, skuldbundinn – þetta er í rauninni gamalt viðskiptatungumál.“ Ást er ekki skylda Hann útskýrir að hugmyndin um skuldbindingu hafi ekki samræmst hans eigin tjáningu á ástinni: „Í rauninni ástæðan fyrir því að fjölskyldur og hjónabönd slitna upp er að því að við erum skyldug. Ást er ekki skylda. Það vill enginn vera skyldugur til að elska, það er frjálst val. Ég þurfti bara svo sem aðeins að horfast í augu við það að fara að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína á ástina.“ Í dag segist hann leita í fjölástir – þar sem hann sækist í tengsl við fólk sem kveikir í honum á ólíkum sviðum.„Fyrir mig þýðir það að ég sækist í að vera með fólki sem kveikir í mér á hverjum tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um kynferðislega tengingu. Aðspurður hvort hann eigi í kynferðislegu sambandi við fleiri en einn svarar Helgi játandi. Kidda spurði hvernig slíkt samskiptamynstur gæti gengið upp og hvort afbrýðisemi væri ekki óhjákvæmileg. „Jú, þetta er leikurinn,“ svaraði Helgi. „Þetta er svolítið eins og með nektina: Það hefur verið sagt þér að ef þú ert nakinn, þá gerist eitthvað hræðilegt. Ef þú ert afbrýðisamur, þá gerist eitthvað hræðilegt – en í raun gerist ekkert hræðilegt. Það er sama með afbrýðisemi, hún er bara tilfinning. Það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“ Brot út viðtalinu má heyra spilaranum hér að neðan. Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Sjá meira
Helgi var gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins á dögunum þar sem hann opnaði sig um reynslu sína af hefðbundnum ástarsamböndum og hvernig hann fann ástina í gegnum fjölástir (e. polygamy). Hjónaband gamalt viðskiptatungumál „Það sem okkur er boðið upp á í dag sem er að vera í einkvænissambandið, þið hittið einhverja konu eða mann og þið fellið hugi saman og þið trúlofuðust, giftist og eignist börn og fjölskyldu, og það er svona leiðin. Ég upplifði að þessi díll var ekki að virka fyrir mig. Ég reyndi að fara með þetta blað eitthvert og halda að ég væri að finna einhverja einu réttu til að standast þetta. Í grunninn var ég ekki til í þetta. Og ef ég væri sex ára væri ég ekki til í skólakerfið heldur. En nei, ég er ekki til í þetta heldur. Það kannski skrýtna við það að þetta snýst um ástina, að við erum ástfangin og allt þetta. En tungumálið í kringum fjölskylduna og ástina, það vill í rauninni enginn beisli, bönd, skuldir eða skyldu. Samt tölum við um að skuldbinda okkur og fara í fjölskyldu. Og vera ástfanginn, að vera fanginn. Skuld, skylda, skuldbundinn – þetta er í rauninni gamalt viðskiptatungumál.“ Ást er ekki skylda Hann útskýrir að hugmyndin um skuldbindingu hafi ekki samræmst hans eigin tjáningu á ástinni: „Í rauninni ástæðan fyrir því að fjölskyldur og hjónabönd slitna upp er að því að við erum skyldug. Ást er ekki skylda. Það vill enginn vera skyldugur til að elska, það er frjálst val. Ég þurfti bara svo sem aðeins að horfast í augu við það að fara að skuldbinda mig og fara í fjölskyldu, það var ekki nógu lýsandi fyrir tjáningu mína á ástina.“ Í dag segist hann leita í fjölástir – þar sem hann sækist í tengsl við fólk sem kveikir í honum á ólíkum sviðum.„Fyrir mig þýðir það að ég sækist í að vera með fólki sem kveikir í mér á hverjum tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um kynferðislega tengingu. Aðspurður hvort hann eigi í kynferðislegu sambandi við fleiri en einn svarar Helgi játandi. Kidda spurði hvernig slíkt samskiptamynstur gæti gengið upp og hvort afbrýðisemi væri ekki óhjákvæmileg. „Jú, þetta er leikurinn,“ svaraði Helgi. „Þetta er svolítið eins og með nektina: Það hefur verið sagt þér að ef þú ert nakinn, þá gerist eitthvað hræðilegt. Ef þú ert afbrýðisamur, þá gerist eitthvað hræðilegt – en í raun gerist ekkert hræðilegt. Það er sama með afbrýðisemi, hún er bara tilfinning. Það er ótrúlega mikið vald og frelsi í því að komast yfir afbrýðisemi.“ Brot út viðtalinu má heyra spilaranum hér að neðan.
Ástin og lífið Kynlíf Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Sjá meira