Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:55 Björg Magnúsdóttir var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. „Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
„Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11