Lífið

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Um tvöhundruð konur mættu á kvennaviðburð Auðnast síðastliðinn fimmtudag.
Um tvöhundruð konur mættu á kvennaviðburð Auðnast síðastliðinn fimmtudag. Ljósmynd/ Hulda Margrét

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Auðnast aðstoðar vinnustaði við að verða leiðandi í öflugu vinnu- og heilsuverndarstarfi. Grunnurinn í starfi fyrirtækisins er að hlúa að heildrænni heilsu, bæði líkamlegri og sálfélagslegri, og styrkja sálrænt öryggi.

Á viðburðinum voru fjölbreyttir og áhugaverðir fyrirlestrar, auk umræðu um konur sem hafa verið fyrirmyndir og áhrifavalda í lífi viðstaddra – hvort sem þær koma úr nærumhverfinu eða eru fjarlægar fyrirmyndir. 

Meðal gesta voru Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, Ebba Guðný Guðmunsdóttir heilsukokkur, Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Hadda Fjóla Reykdal listakona, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands og Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri, svo fáar einar séu nefndar.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.

Silja Bára Ómarsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Kvenorka, gleði og kraftur var allsráðandi. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Margrét Ármann, Fanney Ófeigsdóttir, Ásta Pétursdóttir og Björg Vigfúsdóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Carmen Maja Valencia sálfræðingur og Helena Katrín Hjaltadóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Ásdís Káradóttir og Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir. LJósmynd/ Hulda Margrét
Hrefna og Ragnhildur, eigendur Auðnast.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Bergljót Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Eyrún Baldursdóttir, Þórhildur Kristinsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Hildur Þórarinsdóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Bergljót Þorsteinsdóttir og Hanna María Pálmadóttir. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Lóa Bára Magnúsdóttir og Arna Harðardóttir. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Flottar konur hlusta áhugasamar á fyrirlesara.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Elva Gísladóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Hrönn Sveinsdóttir og Anna Rut Þráinsdóttir.Ljósmynd/ Halldóra Margrét
Hadda Fjóla Reykdal og Steinunn Þórhallsdóttir. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Áslaug Kristjánsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Guðrún Ásta Jóhannsdóttir. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Halldóra Skúladóttir og Anna Sigurðardóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, Valdís Arnórsdóttir og Hulda Hallgrímsdóttir.Ljósmynd/ Hulda Margrét
Auðnast-konur.Ljósmynd/ Hulda Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.