„Þetta var óvenjuleg ræða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 06:00 Þorgerður Katrín segir ræðu Trump minna á að Íslendingar verði að brýna málstað sinn um mikilvægi alþjóðakerfisins Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“ Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum í margar áttir í árlegri ræðu forseta Bandaríkjanna frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Um var að ræða hans fyrstu frá því hann tók við embættinu að nýju. Hann fór hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar og spurði meðal annars berum orðum hver tilgangur þeirra væri. Hún þjónaði litlum tilgangi öðrum en að skrifa innihaldslaus bréf. Þá fór Trump hörðum orðum um innflytjendastefnu vestrænna ríkja, sakaði Sameinuðu þjóðirnar um að standa að innrás innflytjenda í þau og sagði sérstaklega að Evrópa væri í miklum vandræðum. Her innflytjenda hefði ráðist þar inn, þar sem þar ríki pólitískur réttrúnaður og að ráðamenn þar aðhafist ekkert. Ræðan var rædd í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum greindi ræðuna og sagði forsetann hrista upp í hlutum þó ræðan væri uppfull af rangfærslum. Mikilvægt að tala fyrir alþjóðakerfinu „Þetta var óvenjuleg ræða og hann fór um víðan völl, meðal annars margt sem ég get í grundvallaratriðum verið ósammála,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um ræðuna en hún er stödd í New York þar sem hún hefur setið allsherjarþingið. Nefnir Þorgerður sérstaklega alþjóðakerfið líkt og það er í dag, með stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Íslendingar hafi síðustu ár og áratugina talað fyrir þessu kerfi. „Sameinuðu þjóðirnar eru vagga alþjóðakerfisins og mikilvægur hlekkur þess að tryggja að lönd virði alþjóðalög og að kerfið einfaldlega fúnkerfi. Þetta var nokkuð óvenjuleg ræða og þess þá heldur brýnir hún mig og okkur að tala fyrir ekki síst okkar gildum og halda þeim á lofti eins og við höfum verið að gera hér á þessu þingi.“ Hún segist hafa ítrekað þá afstöðu Íslands í óformlegum og formlegum samræðum við aðra þjóðarleiðtoga, þá sérstaklega smærri þjóða. „Því það eru ekki síst við sem eigum mikið undir að þetta kerfi virki, að þetta fylgi ekki hentistefnu þar sem voldugar þjóðir geti ráðið öllu. Það eru grunngildi okkar Íslendinga.“ Þorgerður minnir á að tvöhundruð þjóðir eigi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stóra myndin sé sú að alþjóðakerfið verði að virka, ekki sé hægt að afneita ýmsum staðreyndum vísindanna og nauðsynlegt að styðja við vísindasamfélagið og veita þeim frelsi til að stunda sínar rannsóknir. Tekur ekki undir tal um helvíti Hún segir ekki hægt að taka undir með Bandaríkjaforseta að vestræn ríki á borð við evrópsk séu á leið til helvítis sökum innflytjendastefnu. Evrópsk ríki hafi þvert á móti brugðist við og skerpt á reglum til að stýra betur straumi innflytjenda. „En það sem Evrópa gerir líka vel er að gera það meðvitað og með alþjóðalög í huga, mannréttindalög um leið og Evrópa er að ná betri stjórn á landamærunum. Sjáum það bara sem við erum að gera heima á Íslandi, nálgumst þessi mál af festu og með aga en ekki með öfgum heldur án öfga og með mannúðarlög í huga.“
Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira