„Þetta var bara draumi líkast“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 23:01 Darri Aronsson var vitanlega kampakátur með endurkomuna. Mynd/Haukar Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. „Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira