Lífið

Fyrstur til að skíða niður Everest án súr­efnis

Atli Ísleifsson skrifar
Andrzej Bargiel hafði áður skíðað niður K2, næsthæsta fjall heims.
Andrzej Bargiel hafði áður skíðað niður K2, næsthæsta fjall heims.

Andrzej Bargiel, 37 ára Pólverji, varð í vikunni fyrsti maður sögunnar til að skíða niður Everest, hæsta fjall heims, án súrefnistanks.

Erlendir fjölmiðlar segja Bargiel hafi varið sextán klukkustundum í að klífa „dauðasvæðið“ svokallaða sem er að finna í rúmlega átta þúsund metra hæð, en fjallið er 8.849 metra hátt.

Aðstoðarmenn Bargiel segja uppgönguna hafa tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað vegna mikillar snjókomu.

„Hann varði bara fáeinum mínútum á toppnum á hæsta fjalli heims áður en hann festi á sig skíðin og hóf þessa sögulegu ferð niður, í kapphlaupi við sólina sem var að setjast,“ segir í yfirlýsingu frá aðstoðarmönnunum.

Bargiel þurfti að láta staðar numið í Búðum 2 í um 6.400 metra hæð vegna myrkursins sem gerði það að verkum að ómögulegt var að halda förinni áfram á öruggan máta. Hann hélt svo ferðinni áfram við sólarupprás.

Í myndbandi á Instagram-síðu Bargiel má sjá hann renna sér niður í þykkum snjó með hæsta tind heims í baksýn.

Bargiel varð árið 2018 fyrsti maður heims sem renndi sér á skíðum niður K2, næsthæsta fjalli heims.

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hyllir Bargiel í færslu á X þar sem hann segir að ekkert ómögulegt fyrir Pólverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.