Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 19:53 Íris Ósk segir börnin oft tala í marga daga um það ef þau fá að fara í afmæli heima hjá einhverjum, þar sem farið er í klassíska afmælisleiki. Vísir/Ívar Fannar Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira