Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 19:53 Íris Ósk segir börnin oft tala í marga daga um það ef þau fá að fara í afmæli heima hjá einhverjum, þar sem farið er í klassíska afmælisleiki. Vísir/Ívar Fannar Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að apa eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast - eftirminnilegastar séu veislur með pakka- eða stórfiskaleik. Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Það vakti athygli í vikunni þegar áhrifavaldurinn Sólrún Díegó hélt afmæli fyrir tíu ára dóttur sína. Afmælið var haldið í leikjatækjasal í Smáralind og gestunum 26 boðið í bíó þar á eftir. Að afmælinu loknu var hver og ein stúlka leyst út með gjafapoka, sem í voru hárklemmur, teygjur, sokkar, sælgæti og skraut. Vilji venjulegir foreldrar apa þetta upp má gera ráð fyrir að afmæli sem þetta kosti nokkur hundruð þúsund. Afmæli í leikjasal kostar tæpar 4000 krónur fyrir hvert barn, sem gera hundrað þúsund krónur ef 25 manna bekk er boðið. Að bjóða öllum hópnum í bíó á eftir myndi kosta 60 þúsund og gera má ráð fyrir að gjafapokarnir kosti um 4000 krónur stykkið. Það gerir í heildina rúm þrjú hundruð þúsund. Tómstundafræðingur, sem vinnur í einni stærstu frístundamiðstöð landsins, segir gjafapoka og stórbrotin afmæli ekki í stérstakri tísku núna. Oft vilji það vera að ef tískubylgjurnar kosti of mikið - bæði í peningum og tíma talið - deyi þær fljótt út. „Núna er að foreldrar eru mikið að hópa sig saman og halda eitt stórt afmæli fyrir öll börn sem eru fædd, til dæmis, í október og þá er meira verið að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum,“ segir Íris Ósk Ingadóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur. Börnin, sérstaklega þau yngri, séu hrifnust af afmælum í heimahúsi. „Þegar þau fá bara að vera í leik þá er það svo eftirminnilegt. Þetta er svo nýtt í dag af því að þau eru orðin svo vön hinu. Afmæli, þar sem er hist og farið í pakkaleik og verið að veiða eitthvað á bak við teppi, einhverja pakka, það er algjör sleggja,“ segir Íris. „Mér finnst það svo skemmtilegt hvað þau draga okkur niður á jörðina og minna okkur á að einfalda er stundum bara best.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira