Innlent

Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rán­dýr barna­af­mæli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Fyrrverandi utanríkisráðherra furðar sig á að þjóðaröryggisráð hafi ekki verið kallað saman í kjölfar drónaflugs í Danmörku. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en drónum var flogið við flugvöll í Danmörku í gær.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðdegis þar sem hún gagnrýndi meðal annars þjóðarleiðtoga bandalagsríkja fyrir að grafa undan trausti á alþjóðastofnunum. Þorgerður fer yfir viðburðaríkt þing í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur nú náð neðri mörkum þess sem þarf svo að eldgos hefjist á Reykjanesi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur telur líklegt að það gjósi fyrir jól. 

Barnaafmæli gætu kostað mörg hundruð þúsund ef venjulegir foreldrar ætluðu að herma eftir áhrifavöldum. Tómstundafræðingur segir börnin ekki endilega vilja það sem foreldrum þyki flottast.

Keflavík tryggði sér sæti í Bestu deildinni með öruggum sigri gegn HK. Það er allt á fullu í enska boltanum, hvorki Manchester United né Liverpool bar sigur úr bítum í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×