Innlent

Fall Play frá öllum hliðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli.

Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Við heyrum frá strandaglópum á Íslandi og erlendis, sem þurfa að reiða fram háar fjárhæðir til þess að komast til sinna heima. 

Rætt verður við forstjóra Icelandair í myndveri, auk þess sem við fáum viðbrögð frá samgönguráðherra og fjármálaráðherra.

Hlutabréfagreinandi kemur til okkar og rýnir í aðdraganda falls félagsins í beinni útsendingu, auk þess sem saga lágfargjaldaflugfélaga hér á landi verður rakin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×