Lífið

Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Enn fjölgar hjá fjölskyldunni fallegu.
Enn fjölgar hjá fjölskyldunni fallegu.

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir eiga von á sínu þriðja barni. Þau greina frá gleðitíðindunum á Facebook.

Sverrir og Kristín hafa verið saman í sjö ár eftir að Kristín sendi honum vinabeiðni á Facebook. Eftir það gerðust hlutirnir hratt. Þau hittust á fimmtudegi og Kristín var flutt inn á laugardegi. Hálfu ári síðar höfðu þau keypt sér hús í Njarðvík og í dag eiga þau saman tvær dætur.

„Lítið páskaundur valdi okkur familíuna til að vera fjölskyldan sín. Gríðarleg spenna ríkir á heimilinu og hafa stelpurnar strax hafið undirbúning með þrotlausum bleyjuæfingum, snuðkaupum, bumbutali og misgóðum nafnatillögum,“ skrifar Kristín við færsluna.

Kristín og Sverrir gengu í það heilaga við hátíðlega athöfn sumarið 2023 þar sem stjörnufans tónlistarfólks tók lagið, auk Sverris sjálfs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.