Ísland land númer 197 Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2025 21:31 Nicolai hefur ferðast til allra landa í heiminum. Vísir/Sigurjón Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai. Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai.
Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira