Ísland land númer 197 Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2025 21:31 Nicolai hefur ferðast til allra landa í heiminum. Vísir/Sigurjón Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai. Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Hinn svissneski Nicolai Petek hefur síðastliðin tíu ár unnið að því að ferðast til allra landa heimsins sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum, auk fjögurra landa sem oft eru talin með sem sjálfstæð ríki. 197 stykki. Land númer 194 var Kíríbatí, 195 Marshalleyjar og 196 var Míkrónesía. Af því má ætla að síðasta landið væri annað eyríki Eyjaálfu. En nei. Nicolai hafði öll þessi ár sparað heimsókn til eins lands. Íslands. Nicolai við Gullfoss, þar sem hann fagnar því að hafa heimsótt öll lönd heimsins.Aðsend „Mér fannst að það yrði að vera sérstakt land, land sem hefði upp á að bjóða eitthvað einstakt sem ég hefði ekki séð áður. Á þeim tíma held ég að ég hafi átt eftir fimm lönd í Evrópu. Ég taldi að Ísland væri það sérstakasta af þeim og þess vegna varð Ísland fyrir valinu,“ segir Nicolai. Ísland hafi ekki valdið vonbrigðum, þrátt fyrir háar væntingar. Hann sé feginn að þessum kafla sé lokið. „Síðustu þrjú eða fjögur ár hafa verið nokkuð stressandi. Ég þurfti mikinn aga. Eins og þú getur ímyndað þér eru ekki öll lönd auðveld. Sum krefjast vegabréfsáritunar og í sumum upplifir maður mikið vesen þegar maður er þar.“ Ævintýrið kostaði Nicolai rúmar fjörutíu milljónir króna, en hann hefur allan tímann verið í dagvinnu hjá banka í Sviss. Það var ekki í boði að vera í fjarvinnu og hann því þurft að fljúga heim milli ferða. „Ég notaði fríin og stundum launalaus leyfi til að gera þetta. Ég notaði launin mín. Ég er svissneskur ríkisborgari svo fyrir mig, eins og þig sennilega, eru flest löndin ódýr ef maður fer þangað. Það er auðvitað mikill kostur. Það var samt mjög dýrt að ferðast til allra landa en ég gerði þetta allt fyrir launin mín,“ segir hann. Það eru ekki margir sem hafa heimsótt 197 lönd.Aðsend Nicolai flýgur heim í kvöld og stefnir ekki á að yfirgefa Sviss aftur á þessu ári. „Ég er ekki orðinn leiður á ferðalögum en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn mjög þreyttur eftir mjög erilsamt ferðaár. Það sem eftir er af árinu verður rólegt og svo held ég áfram 2026,“ segir Nicolai.
Ferðalög Sviss Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira