„Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. október 2025 10:02 Lovísa er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Lovísa Rós Hlynsdóttir. Aldur: 18 ára gömul. Starf eða skóli: Ég er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á viðskipta- og hagfræðilínu og stefni á að útskrifast vorið 2026. Auk þess starfa ég við skóla og í Bíóhúsinu á Selfossi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem góðhjartaðri, samviskusamri og brosmildri manneskju. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kemur fólki mest á óvart við mig er að ég er með gula beltið í karate. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Elena Marie Gomez er fyrirmynd mín vegna hugrekkis og jákvæðni hennar. Hún minnir mig á að hugsa vel um eigin heilsu, vera góð við aðra og halda áfram þrátt fyrir erfiðleika. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru mistök sem ég hef gert og lært af þeim. Þau hafa kennt mér að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika og takast á við nýjar áskoranir með sjálfsöryggi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég sleit krossband í fótbolta sumarið 2023, í fyrsta leiknum mínum á Spáni gegn Leeds Bogotá frá Kólumbíu. Það var ótrúlega sársaukafullt, og ég missti af öllu Costa Blanca Cup-mótinu. Þetta reyndi á mig líkamlega og andlega, og ferlið krafðist mikillar þolinmæði. Ég beið með að fara í aðgerð þar til í lok árs þar sem ég var að byrja í framhaldsskóla og vildi ekki missa af fyrstu vikurnar. Ég var með slitið krossband í hálft ár og gat varla notað fótinn þar sem ég var með stöðugan verk. Sem betur fer voru liðsfélagar mínir, fjölskylda og vinir stuðningsrík sem hjálpaði mér að halda áfram. Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa tekið þátt í þessari keppni og stíga út fyrir þægindarammann minn. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir eru mín mesta gæfa. Þau standa alltaf með mér, styðja mig í gegnum súrt og sætt og hvetja mig til að sækjast eftir markmiðum mínum. Með þau mér við hlið finn ég styrk, öryggi og ást sem gerir lífið bæði einstakt og skemmtilegt. Hvernig tekst þu á við stress og álag? Mér finnst best að dreifa huganum með einföldum daglegum verkefnum, til dæmis að ganga frá eða brjóta saman þvott. Ef það er ekki í boði nýti ég tímann til að hvíla mig, róa hugann og skipulegg mig betur. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að njóta lífsins til fulls, slaka á og taka lífinu ekki of alvarlega. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það gerðist þegar ég þurfti aðstoð með tölvuna mína í skólanum. Ég fór til tölvumannsins, en skrifstofan hans var á þriðju hæð og hann var rétt að klára pásuna sína. Hann átti að bera upp nokkra hluti og ég ákvað að hjálpa honum með tölvumúsina hans. Þegar við vorum að labba upp stigann steig ég vitlaust og datt fyrir framan nemanda sem labbaði fram hjá og starði á mig. Tölvumúsin hans lenti ofan í töskuna mína, en ég tók ekki eftir því fyrr en seinna um kvöldið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Já, það eru ekki margir sem vita að ég æfði fimleika í nokkur ár og get enn þá gert arabaflikk-heljar. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst bros fólks mjög heillandi. Það sýnir hlýju og gleði. Ég dáist einnig að því þegar fólk er heiðarlegt, kurteis og með opið hjarta. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er óheiðarlegt, dæmandi eða gagnrýnið á aðra án þess að þekkja fólk eða vita í hvaða stöðu það er. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að við eldumst öll með hverjum deginum sem líður, og við fáum aðeins eitt líf til að lifa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég orðin 28 ára og sé fyrir mér að vera búin að ferðast víða og kynnast nýjum menningarheimum. Ég verð útskrifuð úr Háskóla Reykjavíkur með viðskipta- og lögfræðimenntun, komin með fjölskyldu og flutt í draumahúsið. Hvaða tungumál talar þú? Ég tala íslensku, ensku og filippseysku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er hamborgarhryggur sem pabbi eldar á jólunum. Hvaða lag tekur þú í karaoke? Ég hætti ekki í karaoke nema að hafa sungið lagið „Mamma Mia“ með ABBA. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Rúrik Gíslason hefur sagt „Hæ“ við mig. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, bæði vegna þess að mig langar að skynja líkamsviðbrögð þeirra og vegna þess að það er ekki alltaf ljóst hvernig manneskjan tjáir sig í gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana?Ég myndi deila hluta þeirra með fjölskyldunni minni í Filippseyjum og styðja góðgerðarmál, sérstaklega börn sem þurfa á aðstoð að halda. Síðan myndi ég fjárfesta til að tryggja framtíðina og nota hluta af peningunum til að ferðast um heiminn og upplifa nýja staði og menningarheima. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á keppninni var að prófa eitthvað nýtt og styrkja bæði sjálfstraust og öryggi mitt. Ég dáist að því þegar konur styðja hvor aðra og standa með sjálfum sér. Hvað hefurðu lært í ferlinu? Ég hef lært hvernig ég að koma fram. Sjálfsöryggi mitt hefur vaxið og lært að ganga vel í hælum. En það er enn svo mikið sem ég á eftir að læra. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Neteinelti. Að mínu mati er of lítið talað um það, og því er mikilvægt að opna umræðuna og vekja athygli á málefninu, bæði meðal ungra kynslóða og almennings. Við þurfum öll að vera meðvituð um áhrif neteineltis og hvernig við getum staðið saman gegn því. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ég tel að Ungfrú Ísland Teen þurfi að vera sjálfsörugg og jákvæð, en einnig heiðarleg og kurteis. Hún þarf að geta sýnt öðrum umhyggju og tekið þátt í verkefnum og góðgerðamálum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Hún þarf einnig að vera skapandi, taka frumkvæði og vera opin fyrir nýjum hlutum. Þetta gerir hana að góðri fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungu kynslóðina. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen því ég vil láta rödd mína heyrast og vera jákvæð fyrirmynd fyrir unga kynslóð, sérstaklega stúlkur. Mig langar að hvetja fólk til að trúa á sjálft sig, fylgja draumum sínum og standa með sjálfu sér. Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir, læra af reynslunni og sinna öllum verkefnum sem fylgja þessu hlutverki með gleði og ábyrgð að leiðarljósi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar á góðan hátt, og það gerir keppnina svo einstaka. Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er hvernig ég tek áskoranir og nýti reynsluna til að vaxa sem manneskja. Ég legg hjartað mitt í allt sem ég geri og hef lært að lífið getur breyst á örfáum sekúndum, og þess vegna þarf maður að nýta hverja stund. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég hef áhyggjur af því að mín kynslóð og komandi kynslóð geti festst á leigumarkaðnum og átt erfitt með að eignast eigið húsnæði. Sumir geta jafnvel átt í vandræðum með að flytja úr foreldrahúsum vegna efnahagsástandsins eins og það er í dag hér á landi. Og hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta mætti setja þak á leiguverð og minka reglugerð um greiðslumat á húsnæðislánum. Einnig þarf að auka framboð með því að byggja hentugri og minni húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Stjórnvöld, fyrirtæki og allir á landinu þurfa að standa saman til að ná niður verðbólgunni og vöxtum á húsnæðislánum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum?Fyrst og fremst hafa allir rétt á sinni skoðun, því við búum í landi með tjáningarfrelsi. En ég vil koma því á framfæri að fegurðarsamkeppni snýst ekki bara um útlit og fegurð. Þetta ferli snýst um að læra að vera sjálfsörugg, elska sjálfa sig og standa með sjálfri sér. Það snýst um að eignast nýjan vinkonuhóp sem maður mun minnast alla ævi, gera skemmtilega hluti saman og styðja hvor aðra. Það snýst einnig um að bera sig vel fram, koma sér út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Þetta er eitthvað sem við gerum af gleði og áhuga – enginn er þvingaður til að taka þátt. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01 „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Lovísa Rós Hlynsdóttir. Aldur: 18 ára gömul. Starf eða skóli: Ég er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á viðskipta- og hagfræðilínu og stefni á að útskrifast vorið 2026. Auk þess starfa ég við skóla og í Bíóhúsinu á Selfossi. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem góðhjartaðri, samviskusamri og brosmildri manneskju. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kemur fólki mest á óvart við mig er að ég er með gula beltið í karate. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Elena Marie Gomez er fyrirmynd mín vegna hugrekkis og jákvæðni hennar. Hún minnir mig á að hugsa vel um eigin heilsu, vera góð við aðra og halda áfram þrátt fyrir erfiðleika. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru mistök sem ég hef gert og lært af þeim. Þau hafa kennt mér að halda áfram þrátt fyrir erfiðleika og takast á við nýjar áskoranir með sjálfsöryggi. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég sleit krossband í fótbolta sumarið 2023, í fyrsta leiknum mínum á Spáni gegn Leeds Bogotá frá Kólumbíu. Það var ótrúlega sársaukafullt, og ég missti af öllu Costa Blanca Cup-mótinu. Þetta reyndi á mig líkamlega og andlega, og ferlið krafðist mikillar þolinmæði. Ég beið með að fara í aðgerð þar til í lok árs þar sem ég var að byrja í framhaldsskóla og vildi ekki missa af fyrstu vikurnar. Ég var með slitið krossband í hálft ár og gat varla notað fótinn þar sem ég var með stöðugan verk. Sem betur fer voru liðsfélagar mínir, fjölskylda og vinir stuðningsrík sem hjálpaði mér að halda áfram. Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af sjálfri mér fyrir að hafa tekið þátt í þessari keppni og stíga út fyrir þægindarammann minn. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir eru mín mesta gæfa. Þau standa alltaf með mér, styðja mig í gegnum súrt og sætt og hvetja mig til að sækjast eftir markmiðum mínum. Með þau mér við hlið finn ég styrk, öryggi og ást sem gerir lífið bæði einstakt og skemmtilegt. Hvernig tekst þu á við stress og álag? Mér finnst best að dreifa huganum með einföldum daglegum verkefnum, til dæmis að ganga frá eða brjóta saman þvott. Ef það er ekki í boði nýti ég tímann til að hvíla mig, róa hugann og skipulegg mig betur. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að njóta lífsins til fulls, slaka á og taka lífinu ekki of alvarlega. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það gerðist þegar ég þurfti aðstoð með tölvuna mína í skólanum. Ég fór til tölvumannsins, en skrifstofan hans var á þriðju hæð og hann var rétt að klára pásuna sína. Hann átti að bera upp nokkra hluti og ég ákvað að hjálpa honum með tölvumúsina hans. Þegar við vorum að labba upp stigann steig ég vitlaust og datt fyrir framan nemanda sem labbaði fram hjá og starði á mig. Tölvumúsin hans lenti ofan í töskuna mína, en ég tók ekki eftir því fyrr en seinna um kvöldið. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Já, það eru ekki margir sem vita að ég æfði fimleika í nokkur ár og get enn þá gert arabaflikk-heljar. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst bros fólks mjög heillandi. Það sýnir hlýju og gleði. Ég dáist einnig að því þegar fólk er heiðarlegt, kurteis og með opið hjarta. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er óheiðarlegt, dæmandi eða gagnrýnið á aðra án þess að þekkja fólk eða vita í hvaða stöðu það er. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að við eldumst öll með hverjum deginum sem líður, og við fáum aðeins eitt líf til að lifa. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég orðin 28 ára og sé fyrir mér að vera búin að ferðast víða og kynnast nýjum menningarheimum. Ég verð útskrifuð úr Háskóla Reykjavíkur með viðskipta- og lögfræðimenntun, komin með fjölskyldu og flutt í draumahúsið. Hvaða tungumál talar þú? Ég tala íslensku, ensku og filippseysku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er hamborgarhryggur sem pabbi eldar á jólunum. Hvaða lag tekur þú í karaoke? Ég hætti ekki í karaoke nema að hafa sungið lagið „Mamma Mia“ með ABBA. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Rúrik Gíslason hefur sagt „Hæ“ við mig. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu, bæði vegna þess að mig langar að skynja líkamsviðbrögð þeirra og vegna þess að það er ekki alltaf ljóst hvernig manneskjan tjáir sig í gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana?Ég myndi deila hluta þeirra með fjölskyldunni minni í Filippseyjum og styðja góðgerðarmál, sérstaklega börn sem þurfa á aðstoð að halda. Síðan myndi ég fjárfesta til að tryggja framtíðina og nota hluta af peningunum til að ferðast um heiminn og upplifa nýja staði og menningarheima. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á keppninni var að prófa eitthvað nýtt og styrkja bæði sjálfstraust og öryggi mitt. Ég dáist að því þegar konur styðja hvor aðra og standa með sjálfum sér. Hvað hefurðu lært í ferlinu? Ég hef lært hvernig ég að koma fram. Sjálfsöryggi mitt hefur vaxið og lært að ganga vel í hælum. En það er enn svo mikið sem ég á eftir að læra. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Neteinelti. Að mínu mati er of lítið talað um það, og því er mikilvægt að opna umræðuna og vekja athygli á málefninu, bæði meðal ungra kynslóða og almennings. Við þurfum öll að vera meðvituð um áhrif neteineltis og hvernig við getum staðið saman gegn því. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ég tel að Ungfrú Ísland Teen þurfi að vera sjálfsörugg og jákvæð, en einnig heiðarleg og kurteis. Hún þarf að geta sýnt öðrum umhyggju og tekið þátt í verkefnum og góðgerðamálum sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Hún þarf einnig að vera skapandi, taka frumkvæði og vera opin fyrir nýjum hlutum. Þetta gerir hana að góðri fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungu kynslóðina. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða Ungfrú Ísland Teen því ég vil láta rödd mína heyrast og vera jákvæð fyrirmynd fyrir unga kynslóð, sérstaklega stúlkur. Mig langar að hvetja fólk til að trúa á sjálft sig, fylgja draumum sínum og standa með sjálfu sér. Ég er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir, læra af reynslunni og sinna öllum verkefnum sem fylgja þessu hlutverki með gleði og ábyrgð að leiðarljósi. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar á góðan hátt, og það gerir keppnina svo einstaka. Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er hvernig ég tek áskoranir og nýti reynsluna til að vaxa sem manneskja. Ég legg hjartað mitt í allt sem ég geri og hef lært að lífið getur breyst á örfáum sekúndum, og þess vegna þarf maður að nýta hverja stund. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég hef áhyggjur af því að mín kynslóð og komandi kynslóð geti festst á leigumarkaðnum og átt erfitt með að eignast eigið húsnæði. Sumir geta jafnvel átt í vandræðum með að flytja úr foreldrahúsum vegna efnahagsástandsins eins og það er í dag hér á landi. Og hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta mætti setja þak á leiguverð og minka reglugerð um greiðslumat á húsnæðislánum. Einnig þarf að auka framboð með því að byggja hentugri og minni húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Stjórnvöld, fyrirtæki og allir á landinu þurfa að standa saman til að ná niður verðbólgunni og vöxtum á húsnæðislánum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum?Fyrst og fremst hafa allir rétt á sinni skoðun, því við búum í landi með tjáningarfrelsi. En ég vil koma því á framfæri að fegurðarsamkeppni snýst ekki bara um útlit og fegurð. Þetta ferli snýst um að læra að vera sjálfsörugg, elska sjálfa sig og standa með sjálfri sér. Það snýst um að eignast nýjan vinkonuhóp sem maður mun minnast alla ævi, gera skemmtilega hluti saman og styðja hvor aðra. Það snýst einnig um að bera sig vel fram, koma sér út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar áskoranir. Þetta er eitthvað sem við gerum af gleði og áhuga – enginn er þvingaður til að taka þátt.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01 „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30 Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
„Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13
Leið yfir hana umkringd nöktum konum „Mig langar líka að vera góð fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hjálpa þeim að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust,“ segir Maríkó Lea Ívarsdóttir, hársnyrtinemi, keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 30. september 2025 17:01
„Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ „Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 29. september 2025 16:30
Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér „Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. 26. september 2025 09:59