Innlent

Blæs á sögu­sagnir um út­hugsaða fléttu og ótti við að enda rúm­liggjandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við Svein Andra Sveinsson lögmann og skiptastjóra þrotabús WOW air, sem féll fyrir sex árum síðan.

Ísraelsher hefur stöðvað nær öll skip frelsisflotans svokallaða, sem freistaði þess að sigla með hjálpargögn til Gasa. Við ræðum við Íslending, sem er um borð í einu síðasta skipinu sem enn siglir, í fréttatímanum.

Kona, sem var rúmliggjandi lengi vel vegna baráttu við POTS-heilkennið, óttast að enda aftur rúmliggjandi eftir að Sjúkratryggingar ákváðu að hætta að niðurgreiða vökvagjöf.

Handboltamaðurinn Janus Daði vonast til að komast á Evrópumótið í janúar, þrátt fyrir hræðileg hnémeiðsl.

Í Íslandi í dag heimsækir Vala Matt konu sem þróaði lágkolvetna mataræði fyrir systur sína fyrir nokkrum árum. Systirin segist mun orkumeiri í dag og fjölmargir til viðbótar hafa tekið mataræðið upp.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×