Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 12:21 Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka. Vísir Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík. Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Okkar borg Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík.
Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Okkar borg Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira