Gefur endurkomu undir fótinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. október 2025 12:29 Aron Can hefur ekki verið að taka upp eða flytja eigin efni á tónleikum undanfarna mánuði. Vísir/Hulda Margrét Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári. Aron Can skaut mörgum skelk í bringu í sumar þegar hann hneig niður og fékk flogakast á tónleikum í Hafnarfirði. Degi síðar lýsti hann atvikinu sem óvæntu og óþægilegu en honum liði vel þrátt fyrir að vita ekki skýringu flogakastsins. Nokkrum dögum eftir atvikið tilkynnti hann síðan að hann hyggðist taka sér pásu frá giggum til að einbeita sér að rekstri eigin fyrirtækis, R8iant. Ákvörðunin hafði legið fyrir í einhvern tíma en flogið greinilega verið frekari hvati. „Ég held ég sé búinn að keyra mig aðeins of hart út í aðeins of langan tíma,“ sagði hann þá. Aron Can mætti í Brennsluna til Rikka G og Egils Ploder í morgun og ræddi um ýmislegt, mikla hreyfingu sína og strangt mataræði undanfarin ár, rekstur fyrirtækisins R8iant og mögulega endurkomu í tónlistina. Sögusagnir um mataræðið ýktar Aron rakti í viðtalinu heilsuvegferð sína en hann hefur frá Covid lagt gríðarlega mikinn metning í líkamsrækt og er í afar góðu formi. Hann sagði sögusagnir um strangt mataræði sitt þó ýktar. „Síðasta sunnudag tók ég góðan svindldag. Borðaði, langar mig að segja, tvo kanilsnúða úr Brauð & co. og ét það sem mig langar að éta, engar áhyggjur af því,“ segir hann. Undanfarna mánuði hefur nýjasta hugðarefni hans, fyrirtækið R8iant sem selur steinefna- og saltstikur, átt hug hans allan. Hann nýtur nýja lífstílsins eftir áratug í tónlistarbransanum. „Ég er búinn að vera að spila að meðaltali kannski fjórum til fimm sinnum í viku síðan ég var sextán, það er alveg næs að kúpla sig aðeins út,“ segir hann. R8iant er enn á byrjunarstigi og vinnur Aron ýmist upp á skrifstofu eða á lagernum sem sé mikil tilbreyting. Það hafi verið auðvelt að henda sér út í að stofna fyrirtæki. „Síðan tekur við þetta langa stranga ferli, þetta er algjör þrautseigja og er það ennþá. Maður þarf að vera ,full-on focused',“ segir hann um reksturinn. „Ókei, ég þarf kannski að taka mér smá pásu frá því að gigga til þess að geta hellt mér út í þetta,“ hafi hann hugsað með sér. Fyrirtækjareksturinn sé full vinna og meira en það. Skyndilega orðinn gamall Aron segist ekkert vera að taka upp nýja tónlist þessa dagana. Hann láti nægja að vera með strákunum í IceGuys og þeir hefji bráðum undirbúning yrir tónleika í desember. „Maður þarf auðvitað að sinna því sem mér finnst ógeðslega gaman því það er gaman allt í gegn. Við erum fimm saman að hlæja, hafa gaman og búa til eitthvað skemmtilegt og fara á dansæfingar bráðum,“ segir hann. Aron Can og Theo Can.Aron Can Er einhver dagsetning sem þú horfir á fram í tímann þar sem þú ætlar að byrja að gigga? „Nei, akkúrat núna er ég slakur. Held kannski mögulega stóra tónleika á næsta ári, tíu ára afmælistónleika,“ segir hann og bætir við: „Allt í einu ,feeling old'.“ „Ég er slakur yfir því núna, held það komi bara í ljós,“ segir hann. Það væri ógeðslega grillað að gera það ekki, Aron. „Ég veit, það væri það,“ segir hann og bætir við að Laugardalshöllin væri góður vettvangur. Tónlist Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Aron Can skaut mörgum skelk í bringu í sumar þegar hann hneig niður og fékk flogakast á tónleikum í Hafnarfirði. Degi síðar lýsti hann atvikinu sem óvæntu og óþægilegu en honum liði vel þrátt fyrir að vita ekki skýringu flogakastsins. Nokkrum dögum eftir atvikið tilkynnti hann síðan að hann hyggðist taka sér pásu frá giggum til að einbeita sér að rekstri eigin fyrirtækis, R8iant. Ákvörðunin hafði legið fyrir í einhvern tíma en flogið greinilega verið frekari hvati. „Ég held ég sé búinn að keyra mig aðeins of hart út í aðeins of langan tíma,“ sagði hann þá. Aron Can mætti í Brennsluna til Rikka G og Egils Ploder í morgun og ræddi um ýmislegt, mikla hreyfingu sína og strangt mataræði undanfarin ár, rekstur fyrirtækisins R8iant og mögulega endurkomu í tónlistina. Sögusagnir um mataræðið ýktar Aron rakti í viðtalinu heilsuvegferð sína en hann hefur frá Covid lagt gríðarlega mikinn metning í líkamsrækt og er í afar góðu formi. Hann sagði sögusagnir um strangt mataræði sitt þó ýktar. „Síðasta sunnudag tók ég góðan svindldag. Borðaði, langar mig að segja, tvo kanilsnúða úr Brauð & co. og ét það sem mig langar að éta, engar áhyggjur af því,“ segir hann. Undanfarna mánuði hefur nýjasta hugðarefni hans, fyrirtækið R8iant sem selur steinefna- og saltstikur, átt hug hans allan. Hann nýtur nýja lífstílsins eftir áratug í tónlistarbransanum. „Ég er búinn að vera að spila að meðaltali kannski fjórum til fimm sinnum í viku síðan ég var sextán, það er alveg næs að kúpla sig aðeins út,“ segir hann. R8iant er enn á byrjunarstigi og vinnur Aron ýmist upp á skrifstofu eða á lagernum sem sé mikil tilbreyting. Það hafi verið auðvelt að henda sér út í að stofna fyrirtæki. „Síðan tekur við þetta langa stranga ferli, þetta er algjör þrautseigja og er það ennþá. Maður þarf að vera ,full-on focused',“ segir hann um reksturinn. „Ókei, ég þarf kannski að taka mér smá pásu frá því að gigga til þess að geta hellt mér út í þetta,“ hafi hann hugsað með sér. Fyrirtækjareksturinn sé full vinna og meira en það. Skyndilega orðinn gamall Aron segist ekkert vera að taka upp nýja tónlist þessa dagana. Hann láti nægja að vera með strákunum í IceGuys og þeir hefji bráðum undirbúning yrir tónleika í desember. „Maður þarf auðvitað að sinna því sem mér finnst ógeðslega gaman því það er gaman allt í gegn. Við erum fimm saman að hlæja, hafa gaman og búa til eitthvað skemmtilegt og fara á dansæfingar bráðum,“ segir hann. Aron Can og Theo Can.Aron Can Er einhver dagsetning sem þú horfir á fram í tímann þar sem þú ætlar að byrja að gigga? „Nei, akkúrat núna er ég slakur. Held kannski mögulega stóra tónleika á næsta ári, tíu ára afmælistónleika,“ segir hann og bætir við: „Allt í einu ,feeling old'.“ „Ég er slakur yfir því núna, held það komi bara í ljós,“ segir hann. Það væri ógeðslega grillað að gera það ekki, Aron. „Ég veit, það væri það,“ segir hann og bætir við að Laugardalshöllin væri góður vettvangur.
Tónlist Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36