Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 14:05 Af sambandsþingi SUS um liðna helgi. Ari Páll Karlsson Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. Í stjórnmálaályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji frjálst samfélag þar sem einstaklingurinn ræður för, ekki ríkisvaldið. Ungir Sjálfstæðismenn trúi því að framtíð Íslands byggist á frelsi, ábyrgð og frumkvæði einstaklingsins, ekki miðstýringu og sívaxandi ríkisumsvifum. SUS vilji efla samkeppni, lækka skatta og einfalda regluverk svo hugvit, vinnusemi og drifkraftur ungs fólks fái að njóta sín. Sambandið muni ávallt standa vörð um fullveldi Íslands, tjáningarfrelsi og mannréttindi. SUS muni leggja höfuðáherslu á að leysa húsnæðisvandann svo að ungt fólk geti eignast heimili, taka útlendingamálin föstum tökum og standa vörð um fullveldi Íslands þegar kosið verður um Evrópusambandið. Einstaklingurinn njóti verndar gegn afskiptum ríkisins Ungir Sjálfstæðismenn leggi áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Þeir telji að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Júlíus Viggó Ólafsson var kjörinn formaður SUS á þinginu.Ari Páll Karlsson Jafnframt eig hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verði að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu. Vilja leggja niður listamannalaun og eignaskatta Í ályktuninni eru áherslur SUS í hinum ýmsu málaflokkum útlistaðar í nokkuð löngu máli, sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars að SUS vilji stöðva tímabundið veitingu hælis á Íslandi, fella niður núverandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins með því að afnema neitunarvald einstakra sveitarfélaga og endurvekja samræmd próf. Þá segir að SUS ítreki að mikilvægt sé að það mál sem birtist í blöðum, netsíðum og öðru tengdu efni á vegum flokksins skuli vera á hefðbundnu máli en ekki „kynhlutlausu“. Þá telji SUS að núverandi fyrirkomulag listamannalauna sé úrelt og leggja ætti það kerfi niður. Einnig ætti að leggja niður alla eignaskatta, til að mynda fasteigna- og erfðafjárskatt. Einnig vilji SUS að ráðist verði í söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Samband ungra sjálfstæðismanna vill frjálst samfélag þar sem einstaklingurinn ræður för, ekki ríkisvaldið. Við trúum því að framtíð Íslands byggist á frelsi, ábyrgð og frumkvæði einstaklingsins, ekki miðstýringu og sívaxandi ríkisumsvifum. SUS vill efla samkeppni, lækka skatta og einfalda regluverk svo hugvit, vinnusemi og drifkraftur ungs fólks fái að njóta sín. Við munum ávallt standa vörð um fullveldi Íslands, tjáningarfrelsi og mannréttindi. SUS mun leggja höfuðáherslu á að leysa húsnæðisvandann svo að ungt fólk geti eignast heimili, taka útlendingamálin föstum tökum og standa vörð um fullveldi Íslands þegar kosið verður um Evrópusambandið. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu Húsnæðis- og skipulagsmál SUS leggur áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum. Húsnæðisverð er hátt og núverandi reglur um lánveitingar, uppbyggingu og lóðaframboð gera fólki erfiðara fyrir að eignast eigið heimili. Skynsamleg leið út úr vandanum felst í því að afnema skipulagslög á Alþingi, fella niður svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem skerðir ákvörðunarvald sveitarfélaga og að treysta einkaaðilum til að byggja í samræmi við þarfir og eftirspurn markaðarins. Brjóta þarf nýtt land í takt við eftirspurn og auka byggingarfrelsi til að tryggja lægra verð. Við skipulagningu nýrra hverfa skal sérstaklega litið til þess að tegund og samsetning íbúða sé fjölbreytt og tryggi að fólk hafi val um bæði fjölbýli og sérbýli. Uppbygging í Keldnalandi er af hinu góða en þó þarf að endurhugsa frá grunni skipulag þeirrar byggðar sem þar á að rísa með tilliti til þess að íbúar þar geti átt þess kost að reka sinn eigin bíl auk þess að búa við öflugar almenningssamgöngur. Stimpilgjöld á íbúðakaup einstaklinga eiga að vera afnumin og endurvekja skal 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af keyptri vinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis. Landsmenn eiga að fá að nýta séreignarsparnað sinn til íbúðarkaupa án skerðinga. Leigumarkaðurinn á að vera fjölbreyttur og frjáls, ekki bundinn ríkisafskiptum. Útlendingamál SUS fagnar þeim einstaklingum sem hingað koma til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, tileinka sér tungumálið og vinna hörðum höndum. SUS telur að afgreiðslu nýrra umsókna um alþjóðlega vernd eigi að setja í tímabundna bið á meðan farið er yfir forsendur og framkvæmd kerfisins. SUS telur að þeir einstaklingar sem hingað koma undir verndarvæng íslensks samfélags en brjóta af sér eigi að svipta vernd sinni eða dvalarleyfi tafarlaust og vera vísað úr landi. SUS telur að fyrirkomulag fjölskyldusameininga þarfnist endurskoðunar. Best væri ef réttur til fjölskyldusameiningar næði aðeins til barna og maka umsækjanda. SUS telur að endurskoða þurfi örorku- og lífeyrisréttindi hælisleitenda í samræmi við önnur Norðurlönd. SUS telur að fylgja þurfi fordæmi Dana þannig að afturkalla ætti alþjóðlega vernd þeirra sem heimsækja landið sem þeir eru að flýja. Bæta þarf aðlögun þeirra sem þegar hafa fengið vernd. Íslendingar ættu að taka upp samfélagsfræðipróf fyrir þá sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt eins og gert er í Þýskalandi. Landamæri SUS telur að efla þurfi landamæraeftirlit Íslands og hafa betri yfirsýn yfir þá sem koma til landsins. SUS telur að skoða ætti möguleika þess að taka upp vegabréfaeftirlit. Utanríkismál SUS er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Mikilvægt er að halda í og styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi, halda frjálsum viðskiptum og samningum utan ESB, nýta auðlindir til að efla orkuöryggi og skapa ný tækifæri fyrir Ísland. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna og aðild að NATO eru grunnstoðir í íslenskum varnarmálum. Mikilvægt er að Ísland og þjóðir innan NATO efli varnir sínar enn frekar þegar kemur að stafrænu öryggi jafnt og netöryggi. Menntamál Endurvekja skal samræmd próf, sérstaklega í 10. bekk, og tryggja að að lágmarki þrjú stöðupróf séu lögbundin yfir skólagönguna. SUS hvetur sveitarfélög til að ganga lengra en núverandi lög gera ráð fyrir í innleiðingu stöðu- og framvinduprófa, líkt og Kópavogur og Garðabær hafa þegar gert, til að fylgjast markvisst með námsárangri og framvindu nemenda. Einfalda þarf stofnun og rekstur sjálfstætt rekinna menntastofnana í skólakerfinu. Taka skal upp ávísanakerfi, þar sem skattfé fylgir hverjum nemanda, til að bæta menntun barna og auka valfrelsi foreldra. Afnema ætti frítekjumark menntasjóðs námsmanna á námslán. Taka skal upp símabann í grunnskólum til að efla einbeitingu, aga og styðja við félagslegan þroska barna. Koma þarf til móts við foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur og stytta biðtímann milli orlofs og inngöngu á leikskóla. Skóli þarfnast aðgreiningar. Leggja skal áherslu á að nemendur geti stundað nám við hæfi í hópi nemenda með áþekk markmið og af áþekkri getu í stað þess að nemendum af mjög ólíkri getu og áhuga sé blandað saman í bekki og námskeið. Setja skal upp móttökudeildir í bæjarhverfum í stað móttökuskóla fyrir nemendur af erlendum uppruna til að forðast aðskilnað og tryggja betri aðlögun. Stytta ætti kennaranámið í þrjú ár. Menningarmál SUS telur mikilvægt að standa vörð um móðurmálið. SUS ítrekar að mikilvægt er að það mál sem birtist í blöðum, netsíðum og öðru tengdu efni á vegum flokksins skuli vera á hefðbundnu máli en ekki „kynhlutlausu”. SUS telur að núverandi fyrirkomulag listamannalauna sé úrelt og leggja ætti það kerfi niður. Mannréttindi Tjáningarfrelsi á víða undir högg að sækja og má þar nefna Bretland og Þýskaland. Íslensk stjórnvöld verða að standa vörð um tjáningarfrelsið og endurbæta þarf hatursorðræðulöggjöfina. SUS vill ítreka að hvatning til ofbeldis eigi að vera bönnuð, en að lýsa yfir ákveðnum skoðunum sem fara gegn stjórnvöldum hvers tíma mega aldrei vera refsiverð. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu. SUS ítrekar að aldrei megi sofna á verðinum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Ísland á ávallt að vera í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Atvinnulíf og samkeppni SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minni ríkisafskipti þegar kemur að atvinnulífinu. SUS vill draga úr ríkisafskiptum í nýsköpun og skapa fjármögnunarumhverfi þar sem einkaaðilar ráða för. SUS vill hefja söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og greiða niður skuldir. Afnema á einokunarsölu ríkisins á áfengi og hömlur á sölu lausasölulyfja. Afnema ætti skyldu til jafnlaunavottunar. Mikilvægt er að afnema umframvernd opinberra starfsmanna samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði til þess að stuðla að samkeppnishæfni íslensks vinnumarkaðar sem starfar nú í alþjóðlegri samkeppni. Láta skal af blýhúðun EES-reglna og nýta allar undanþágur sem Ísland hefur kost á að nýta. Ríkið ætti ekki að standa í fjölmiðlarekstri né styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Vextir Vaxtalækkunarferlið hefur stöðvast og ekki eru líkur á frekari vaxtalækkunum meðan aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir eru áhersluatriði núverandi ríkisstjórnar, sem koma til með að auka verðbólguþrýsting. Verðbólgan er því staðreynd og stýrivextir háir. Til að skapa forsendur fyrir lægri vöxtum þarf hið opinbera að sýna aðhald, draga úr útgjöldum og einfalda regluverk. Jafnframt er mikilvægt að ríki og sveitarfélög séu ekki leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði. Skattar og skattheimta SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minna ríkisvald. Afnema ætti alla eignaskatta, þar á meðal fasteigna- og erfðafjárskatt. Fjármagnstekjuskatt ætti að lækka og tryggja að hann leggist á raunávöxtun en ekki nafnávöxtun. Hjón og sambúðarfólk ættu að geta samnýtt öll skattþrep. Kílómetragjald á ökutæki er óskilvirk skattheimta og skref í ranga átt, gengur lengra gegn friðhelgi einkalífs heldur en eðlilegt er og felur í sér mismunun, einkum gagnvart fólki með búsetu utan höfuðborgarsvæðisins. Börn ættu ekki að greiða tekjuskatt til jafns við fullorðna fyrr en þau öðlast kosningarétt. Allir, óháð tekjum og efnahag, ættu að halda eftir sama hlutfalli viðbótartekna og bóta. Tryggingagjaldið skal afnema við einföldun tekjuskattkerfisins. Sértækir skattar á einstaka greinar, sér í lagi þær sem starfa í alþjóðlegri samkeppni, eiga ekki rétt á sér og takmarka verðmætasköpun landsmönnum öllum til óheilla. Gildistaka skattbreytinga til hækkunar ætti að vera 18 mánuðir að lágmarki. Orkumál Íslendingar eru komnir í óviðunandi orkuskuld sem ber að leysa eins fljótt og auðið er með bættu flutningskerfi og einkum stóraukningu á virkjanaframkvæmdum. Íslendingar ættu að hafa það að markmiði að auka raforkuframleiðslu landsins um 7 terravattstundir (7000 gígavattstundir) hið minnsta fyrir árið 2035. Einfalda þarf regluverk og leyfisveitingar til grænnar orkuöflunar og orkuöflunar almennt til muna. Draga þarf úr kærumöguleikum og aðild fólks eða hópa sem ekki hafa lögmæta og beina hagsmuni af leyfisveitingarferlinu. Draga þarf úr tilhneigingu stjórnvalda til að setja virkjanakosti í verndarflokk til að liðka fyrir uppbyggingu mikilvægra virkjanaverkefna. Stjórnvöld eiga að hvetja lögaðila til að leita að og vinna olíu á Drekasvæðinu. Ríkisfjármál og ríkisumsvif Selja ætti bróðurpart ríkiseigna. SUS telur að ríkið eigi ekki að vera í samkeppni við einkafélög. Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf að standa fyrir tillögum sem miða að hallalausum fjárlögum. SUS vill minnka umsvif ríkisins með einföldun regluverks sem veitir tækifæri til að fækka stofnunum Heilbrigðismál Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu mun stuðla að samkeppni sem eykur bæði skilvirkni, gæði þjónustu við sjúklinga og bættar starfsaðstæður. SUS vill heilbrigðiskerfi þar sem fé fylgir einstaklingnum. Stytta þarf biðlista. Auka þarf samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk svo hægt sé að bæta kjör þess til muna og auka valfrelsi á vinnustað. Stórbæta þarf þjónustu og úrræði á landsbyggðinni, m.a. með fjarþjónustu og auknu aðgengi að sérfræðilæknum. SUS leggur áherslu á að geðheilbrigðismál ungs fólks verði sett í forgang. SUS telur brýnt að fjármunir fylgi einstaklingnum í stað þess að fylgja stofnunum, sálfræðiþjónusta verði tryggð í grunn- og framhaldsskólum landsins, geðheilbrigðisþjónusta verði aðgengileg allan sólarhringinn með áherslu á snemmtæka íhlutun og að nýsköpun, fjölbreytt rekstrarform og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fái svigrúm til að mæta vaxandi þörf. Samgöngur Ráðast skal í stórsókn í jarðgangnagerð. Útrýma þarf einbreiðum brúm og brúm með takmarkaða burðargetu á hringveginum eða á öðrum vegum sem leiða til og frá mikilvægum atvinnusvæðum eða eru fjölfarnir. Í stærri samgönguframkvæmdum er brýnt að nýta fjölbreytta fjármögnun, sem sagt með PPP-leið (e. Public-Private Partnership). Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu öryggishlutverki fyrir allt landið og því er brýnt að hann verði í Vatnsmýri þar til annar jafn góður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar. Stefnt skal að orkuskiptum í samgöngum. Hið opinbera skal tryggja hvata til einstaklinga og lögaðila til að stuðla að orkuskiptum. SUS skal berjast fyrir því að bundinn verði endi á þá óöld sem ríkir á leigubílamarkaði. Ljóst er að ráðherra getur leyst málið með reglugerð innan núverandi lagaumhverfis. Lagt skal kapp á að klára sundabraut eins fljótt og auðið er og skal hún hönnuð með þeim hætti að hún geri ráð fyrir byggð í Geldinganesi. Stjórnskipunarmál Hagsmunum Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Óásættanlegt er að núverandi ríkisstjórn skuldbindi Ísland til þess að aðlaga sig að regluverki sambandsins án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Stjórnarskráin er grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar. Fara skal varlega í sakirnar við það að gera breytingar á henni, breytingar skulu aðeins gerðar í víðtækri sátt, jafnt innan sem utan þings. SUS telur að ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm skuli standa óhaggað. Ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur ráðherra skal aldrei tekin á pólitískum forsendum. Brýnt er að endurskoða lög um landsdóm, sem og lög um ráðherraábyrgð. Í þeirri endurskoðun skal meðal annars gera þá breytingu að Alþingi geti ekki tekið ákvörðun um málshöfðun á hendur ráðherra nema með auknum meirihluta þingsins. SUS telur að endurskoða þurfi núverandi fyrirkomulag þar sem Alþingismenn staðfesta eigið kjör. SUS telur ótækt hvernig Mannréttindadómstóli Evrópu hefur verið beitt í pólitískum tilgangi til að hnekkja niðurstöðum íslenskra dómstóla. MDE á ekki að vera notaður sem eins konar áfrýjunardómstóll fyrir íslenska dómstóla. Brýnt er að gerðar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda. Umhverfismál Einstaklingum er best treystandi til að framfylgja sjálfbærri nýtingu auðlinda. Nýsköpun og einkaframtakið eru forsendur þess að stjórnvöld geti náð þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau hafa sett sér í loftslagsmálum. Gjalda skal varhug við að undirgangast frekari skuldbindingar í loftslagsmálum. Stjórnvöld eiga að leggja kapp á aukna raforkuframleiðslu og uppbyggingu innviða til þess að hér byggist upp umhverfisvænni iðnaður og orkuskipti geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Niðurlagning ríkisstofnunarinnar Land og skógur SUS leggur til að samþykkt verði aðgerðaráætlun um að leggja niður ríkisstofnunina Land og skógur, með það að markmiði að færa verkefni hennar að fullu til einkaaðila, sveitarfélaga eða annarra hagkvæmari aðila. Slík breyting myndi stuðla að betri nýtingu fjármuna skattgreiðenda, auka ábyrgð og gagnsæi í verkefnastjórnun og draga úr óþarfa reglugerðarbyrði. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess að ríkið einbeiti sér að hlutverki sínu sem stefnumótandi aðili í loftslagsmálum, fremur en að halda úti ríkisrekinni framkvæmd stofnunar með óskýr mörk og vaxandi kostnað. Einkaaðilar og sveitarfélög eiga að gegna stærra hlutverki í framkvæmd landgræðslu, skógræktar og kolefnisverkefna, með skýrari ábyrgð, minni tilkostnaði og aukinni virkni. Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagasamtök Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Í stjórnmálaályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji frjálst samfélag þar sem einstaklingurinn ræður för, ekki ríkisvaldið. Ungir Sjálfstæðismenn trúi því að framtíð Íslands byggist á frelsi, ábyrgð og frumkvæði einstaklingsins, ekki miðstýringu og sívaxandi ríkisumsvifum. SUS vilji efla samkeppni, lækka skatta og einfalda regluverk svo hugvit, vinnusemi og drifkraftur ungs fólks fái að njóta sín. Sambandið muni ávallt standa vörð um fullveldi Íslands, tjáningarfrelsi og mannréttindi. SUS muni leggja höfuðáherslu á að leysa húsnæðisvandann svo að ungt fólk geti eignast heimili, taka útlendingamálin föstum tökum og standa vörð um fullveldi Íslands þegar kosið verður um Evrópusambandið. Einstaklingurinn njóti verndar gegn afskiptum ríkisins Ungir Sjálfstæðismenn leggi áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Þeir telji að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Júlíus Viggó Ólafsson var kjörinn formaður SUS á þinginu.Ari Páll Karlsson Jafnframt eig hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verði að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu. Vilja leggja niður listamannalaun og eignaskatta Í ályktuninni eru áherslur SUS í hinum ýmsu málaflokkum útlistaðar í nokkuð löngu máli, sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars að SUS vilji stöðva tímabundið veitingu hælis á Íslandi, fella niður núverandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins með því að afnema neitunarvald einstakra sveitarfélaga og endurvekja samræmd próf. Þá segir að SUS ítreki að mikilvægt sé að það mál sem birtist í blöðum, netsíðum og öðru tengdu efni á vegum flokksins skuli vera á hefðbundnu máli en ekki „kynhlutlausu“. Þá telji SUS að núverandi fyrirkomulag listamannalauna sé úrelt og leggja ætti það kerfi niður. Einnig ætti að leggja niður alla eignaskatta, til að mynda fasteigna- og erfðafjárskatt. Einnig vilji SUS að ráðist verði í söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Samband ungra sjálfstæðismanna vill frjálst samfélag þar sem einstaklingurinn ræður för, ekki ríkisvaldið. Við trúum því að framtíð Íslands byggist á frelsi, ábyrgð og frumkvæði einstaklingsins, ekki miðstýringu og sívaxandi ríkisumsvifum. SUS vill efla samkeppni, lækka skatta og einfalda regluverk svo hugvit, vinnusemi og drifkraftur ungs fólks fái að njóta sín. Við munum ávallt standa vörð um fullveldi Íslands, tjáningarfrelsi og mannréttindi. SUS mun leggja höfuðáherslu á að leysa húsnæðisvandann svo að ungt fólk geti eignast heimili, taka útlendingamálin föstum tökum og standa vörð um fullveldi Íslands þegar kosið verður um Evrópusambandið. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu Húsnæðis- og skipulagsmál SUS leggur áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum. Húsnæðisverð er hátt og núverandi reglur um lánveitingar, uppbyggingu og lóðaframboð gera fólki erfiðara fyrir að eignast eigið heimili. Skynsamleg leið út úr vandanum felst í því að afnema skipulagslög á Alþingi, fella niður svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem skerðir ákvörðunarvald sveitarfélaga og að treysta einkaaðilum til að byggja í samræmi við þarfir og eftirspurn markaðarins. Brjóta þarf nýtt land í takt við eftirspurn og auka byggingarfrelsi til að tryggja lægra verð. Við skipulagningu nýrra hverfa skal sérstaklega litið til þess að tegund og samsetning íbúða sé fjölbreytt og tryggi að fólk hafi val um bæði fjölbýli og sérbýli. Uppbygging í Keldnalandi er af hinu góða en þó þarf að endurhugsa frá grunni skipulag þeirrar byggðar sem þar á að rísa með tilliti til þess að íbúar þar geti átt þess kost að reka sinn eigin bíl auk þess að búa við öflugar almenningssamgöngur. Stimpilgjöld á íbúðakaup einstaklinga eiga að vera afnumin og endurvekja skal 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af keyptri vinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis. Landsmenn eiga að fá að nýta séreignarsparnað sinn til íbúðarkaupa án skerðinga. Leigumarkaðurinn á að vera fjölbreyttur og frjáls, ekki bundinn ríkisafskiptum. Útlendingamál SUS fagnar þeim einstaklingum sem hingað koma til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, tileinka sér tungumálið og vinna hörðum höndum. SUS telur að afgreiðslu nýrra umsókna um alþjóðlega vernd eigi að setja í tímabundna bið á meðan farið er yfir forsendur og framkvæmd kerfisins. SUS telur að þeir einstaklingar sem hingað koma undir verndarvæng íslensks samfélags en brjóta af sér eigi að svipta vernd sinni eða dvalarleyfi tafarlaust og vera vísað úr landi. SUS telur að fyrirkomulag fjölskyldusameininga þarfnist endurskoðunar. Best væri ef réttur til fjölskyldusameiningar næði aðeins til barna og maka umsækjanda. SUS telur að endurskoða þurfi örorku- og lífeyrisréttindi hælisleitenda í samræmi við önnur Norðurlönd. SUS telur að fylgja þurfi fordæmi Dana þannig að afturkalla ætti alþjóðlega vernd þeirra sem heimsækja landið sem þeir eru að flýja. Bæta þarf aðlögun þeirra sem þegar hafa fengið vernd. Íslendingar ættu að taka upp samfélagsfræðipróf fyrir þá sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt eins og gert er í Þýskalandi. Landamæri SUS telur að efla þurfi landamæraeftirlit Íslands og hafa betri yfirsýn yfir þá sem koma til landsins. SUS telur að skoða ætti möguleika þess að taka upp vegabréfaeftirlit. Utanríkismál SUS er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Mikilvægt er að halda í og styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi, halda frjálsum viðskiptum og samningum utan ESB, nýta auðlindir til að efla orkuöryggi og skapa ný tækifæri fyrir Ísland. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna og aðild að NATO eru grunnstoðir í íslenskum varnarmálum. Mikilvægt er að Ísland og þjóðir innan NATO efli varnir sínar enn frekar þegar kemur að stafrænu öryggi jafnt og netöryggi. Menntamál Endurvekja skal samræmd próf, sérstaklega í 10. bekk, og tryggja að að lágmarki þrjú stöðupróf séu lögbundin yfir skólagönguna. SUS hvetur sveitarfélög til að ganga lengra en núverandi lög gera ráð fyrir í innleiðingu stöðu- og framvinduprófa, líkt og Kópavogur og Garðabær hafa þegar gert, til að fylgjast markvisst með námsárangri og framvindu nemenda. Einfalda þarf stofnun og rekstur sjálfstætt rekinna menntastofnana í skólakerfinu. Taka skal upp ávísanakerfi, þar sem skattfé fylgir hverjum nemanda, til að bæta menntun barna og auka valfrelsi foreldra. Afnema ætti frítekjumark menntasjóðs námsmanna á námslán. Taka skal upp símabann í grunnskólum til að efla einbeitingu, aga og styðja við félagslegan þroska barna. Koma þarf til móts við foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur og stytta biðtímann milli orlofs og inngöngu á leikskóla. Skóli þarfnast aðgreiningar. Leggja skal áherslu á að nemendur geti stundað nám við hæfi í hópi nemenda með áþekk markmið og af áþekkri getu í stað þess að nemendum af mjög ólíkri getu og áhuga sé blandað saman í bekki og námskeið. Setja skal upp móttökudeildir í bæjarhverfum í stað móttökuskóla fyrir nemendur af erlendum uppruna til að forðast aðskilnað og tryggja betri aðlögun. Stytta ætti kennaranámið í þrjú ár. Menningarmál SUS telur mikilvægt að standa vörð um móðurmálið. SUS ítrekar að mikilvægt er að það mál sem birtist í blöðum, netsíðum og öðru tengdu efni á vegum flokksins skuli vera á hefðbundnu máli en ekki „kynhlutlausu”. SUS telur að núverandi fyrirkomulag listamannalauna sé úrelt og leggja ætti það kerfi niður. Mannréttindi Tjáningarfrelsi á víða undir högg að sækja og má þar nefna Bretland og Þýskaland. Íslensk stjórnvöld verða að standa vörð um tjáningarfrelsið og endurbæta þarf hatursorðræðulöggjöfina. SUS vill ítreka að hvatning til ofbeldis eigi að vera bönnuð, en að lýsa yfir ákveðnum skoðunum sem fara gegn stjórnvöldum hvers tíma mega aldrei vera refsiverð. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu. SUS ítrekar að aldrei megi sofna á verðinum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Ísland á ávallt að vera í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Atvinnulíf og samkeppni SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minni ríkisafskipti þegar kemur að atvinnulífinu. SUS vill draga úr ríkisafskiptum í nýsköpun og skapa fjármögnunarumhverfi þar sem einkaaðilar ráða för. SUS vill hefja söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og greiða niður skuldir. Afnema á einokunarsölu ríkisins á áfengi og hömlur á sölu lausasölulyfja. Afnema ætti skyldu til jafnlaunavottunar. Mikilvægt er að afnema umframvernd opinberra starfsmanna samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði til þess að stuðla að samkeppnishæfni íslensks vinnumarkaðar sem starfar nú í alþjóðlegri samkeppni. Láta skal af blýhúðun EES-reglna og nýta allar undanþágur sem Ísland hefur kost á að nýta. Ríkið ætti ekki að standa í fjölmiðlarekstri né styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Vextir Vaxtalækkunarferlið hefur stöðvast og ekki eru líkur á frekari vaxtalækkunum meðan aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir eru áhersluatriði núverandi ríkisstjórnar, sem koma til með að auka verðbólguþrýsting. Verðbólgan er því staðreynd og stýrivextir háir. Til að skapa forsendur fyrir lægri vöxtum þarf hið opinbera að sýna aðhald, draga úr útgjöldum og einfalda regluverk. Jafnframt er mikilvægt að ríki og sveitarfélög séu ekki leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði. Skattar og skattheimta SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minna ríkisvald. Afnema ætti alla eignaskatta, þar á meðal fasteigna- og erfðafjárskatt. Fjármagnstekjuskatt ætti að lækka og tryggja að hann leggist á raunávöxtun en ekki nafnávöxtun. Hjón og sambúðarfólk ættu að geta samnýtt öll skattþrep. Kílómetragjald á ökutæki er óskilvirk skattheimta og skref í ranga átt, gengur lengra gegn friðhelgi einkalífs heldur en eðlilegt er og felur í sér mismunun, einkum gagnvart fólki með búsetu utan höfuðborgarsvæðisins. Börn ættu ekki að greiða tekjuskatt til jafns við fullorðna fyrr en þau öðlast kosningarétt. Allir, óháð tekjum og efnahag, ættu að halda eftir sama hlutfalli viðbótartekna og bóta. Tryggingagjaldið skal afnema við einföldun tekjuskattkerfisins. Sértækir skattar á einstaka greinar, sér í lagi þær sem starfa í alþjóðlegri samkeppni, eiga ekki rétt á sér og takmarka verðmætasköpun landsmönnum öllum til óheilla. Gildistaka skattbreytinga til hækkunar ætti að vera 18 mánuðir að lágmarki. Orkumál Íslendingar eru komnir í óviðunandi orkuskuld sem ber að leysa eins fljótt og auðið er með bættu flutningskerfi og einkum stóraukningu á virkjanaframkvæmdum. Íslendingar ættu að hafa það að markmiði að auka raforkuframleiðslu landsins um 7 terravattstundir (7000 gígavattstundir) hið minnsta fyrir árið 2035. Einfalda þarf regluverk og leyfisveitingar til grænnar orkuöflunar og orkuöflunar almennt til muna. Draga þarf úr kærumöguleikum og aðild fólks eða hópa sem ekki hafa lögmæta og beina hagsmuni af leyfisveitingarferlinu. Draga þarf úr tilhneigingu stjórnvalda til að setja virkjanakosti í verndarflokk til að liðka fyrir uppbyggingu mikilvægra virkjanaverkefna. Stjórnvöld eiga að hvetja lögaðila til að leita að og vinna olíu á Drekasvæðinu. Ríkisfjármál og ríkisumsvif Selja ætti bróðurpart ríkiseigna. SUS telur að ríkið eigi ekki að vera í samkeppni við einkafélög. Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf að standa fyrir tillögum sem miða að hallalausum fjárlögum. SUS vill minnka umsvif ríkisins með einföldun regluverks sem veitir tækifæri til að fækka stofnunum Heilbrigðismál Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu mun stuðla að samkeppni sem eykur bæði skilvirkni, gæði þjónustu við sjúklinga og bættar starfsaðstæður. SUS vill heilbrigðiskerfi þar sem fé fylgir einstaklingnum. Stytta þarf biðlista. Auka þarf samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk svo hægt sé að bæta kjör þess til muna og auka valfrelsi á vinnustað. Stórbæta þarf þjónustu og úrræði á landsbyggðinni, m.a. með fjarþjónustu og auknu aðgengi að sérfræðilæknum. SUS leggur áherslu á að geðheilbrigðismál ungs fólks verði sett í forgang. SUS telur brýnt að fjármunir fylgi einstaklingnum í stað þess að fylgja stofnunum, sálfræðiþjónusta verði tryggð í grunn- og framhaldsskólum landsins, geðheilbrigðisþjónusta verði aðgengileg allan sólarhringinn með áherslu á snemmtæka íhlutun og að nýsköpun, fjölbreytt rekstrarform og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fái svigrúm til að mæta vaxandi þörf. Samgöngur Ráðast skal í stórsókn í jarðgangnagerð. Útrýma þarf einbreiðum brúm og brúm með takmarkaða burðargetu á hringveginum eða á öðrum vegum sem leiða til og frá mikilvægum atvinnusvæðum eða eru fjölfarnir. Í stærri samgönguframkvæmdum er brýnt að nýta fjölbreytta fjármögnun, sem sagt með PPP-leið (e. Public-Private Partnership). Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu öryggishlutverki fyrir allt landið og því er brýnt að hann verði í Vatnsmýri þar til annar jafn góður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar. Stefnt skal að orkuskiptum í samgöngum. Hið opinbera skal tryggja hvata til einstaklinga og lögaðila til að stuðla að orkuskiptum. SUS skal berjast fyrir því að bundinn verði endi á þá óöld sem ríkir á leigubílamarkaði. Ljóst er að ráðherra getur leyst málið með reglugerð innan núverandi lagaumhverfis. Lagt skal kapp á að klára sundabraut eins fljótt og auðið er og skal hún hönnuð með þeim hætti að hún geri ráð fyrir byggð í Geldinganesi. Stjórnskipunarmál Hagsmunum Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Óásættanlegt er að núverandi ríkisstjórn skuldbindi Ísland til þess að aðlaga sig að regluverki sambandsins án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Stjórnarskráin er grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar. Fara skal varlega í sakirnar við það að gera breytingar á henni, breytingar skulu aðeins gerðar í víðtækri sátt, jafnt innan sem utan þings. SUS telur að ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm skuli standa óhaggað. Ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur ráðherra skal aldrei tekin á pólitískum forsendum. Brýnt er að endurskoða lög um landsdóm, sem og lög um ráðherraábyrgð. Í þeirri endurskoðun skal meðal annars gera þá breytingu að Alþingi geti ekki tekið ákvörðun um málshöfðun á hendur ráðherra nema með auknum meirihluta þingsins. SUS telur að endurskoða þurfi núverandi fyrirkomulag þar sem Alþingismenn staðfesta eigið kjör. SUS telur ótækt hvernig Mannréttindadómstóli Evrópu hefur verið beitt í pólitískum tilgangi til að hnekkja niðurstöðum íslenskra dómstóla. MDE á ekki að vera notaður sem eins konar áfrýjunardómstóll fyrir íslenska dómstóla. Brýnt er að gerðar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda. Umhverfismál Einstaklingum er best treystandi til að framfylgja sjálfbærri nýtingu auðlinda. Nýsköpun og einkaframtakið eru forsendur þess að stjórnvöld geti náð þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau hafa sett sér í loftslagsmálum. Gjalda skal varhug við að undirgangast frekari skuldbindingar í loftslagsmálum. Stjórnvöld eiga að leggja kapp á aukna raforkuframleiðslu og uppbyggingu innviða til þess að hér byggist upp umhverfisvænni iðnaður og orkuskipti geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Niðurlagning ríkisstofnunarinnar Land og skógur SUS leggur til að samþykkt verði aðgerðaráætlun um að leggja niður ríkisstofnunina Land og skógur, með það að markmiði að færa verkefni hennar að fullu til einkaaðila, sveitarfélaga eða annarra hagkvæmari aðila. Slík breyting myndi stuðla að betri nýtingu fjármuna skattgreiðenda, auka ábyrgð og gagnsæi í verkefnastjórnun og draga úr óþarfa reglugerðarbyrði. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess að ríkið einbeiti sér að hlutverki sínu sem stefnumótandi aðili í loftslagsmálum, fremur en að halda úti ríkisrekinni framkvæmd stofnunar með óskýr mörk og vaxandi kostnað. Einkaaðilar og sveitarfélög eiga að gegna stærra hlutverki í framkvæmd landgræðslu, skógræktar og kolefnisverkefna, með skýrari ábyrgð, minni tilkostnaði og aukinni virkni.
Samband ungra sjálfstæðismanna vill frjálst samfélag þar sem einstaklingurinn ræður för, ekki ríkisvaldið. Við trúum því að framtíð Íslands byggist á frelsi, ábyrgð og frumkvæði einstaklingsins, ekki miðstýringu og sívaxandi ríkisumsvifum. SUS vill efla samkeppni, lækka skatta og einfalda regluverk svo hugvit, vinnusemi og drifkraftur ungs fólks fái að njóta sín. Við munum ávallt standa vörð um fullveldi Íslands, tjáningarfrelsi og mannréttindi. SUS mun leggja höfuðáherslu á að leysa húsnæðisvandann svo að ungt fólk geti eignast heimili, taka útlendingamálin föstum tökum og standa vörð um fullveldi Íslands þegar kosið verður um Evrópusambandið. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu Húsnæðis- og skipulagsmál SUS leggur áherslu á séreignarstefnu í húsnæðismálum. Húsnæðisverð er hátt og núverandi reglur um lánveitingar, uppbyggingu og lóðaframboð gera fólki erfiðara fyrir að eignast eigið heimili. Skynsamleg leið út úr vandanum felst í því að afnema skipulagslög á Alþingi, fella niður svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem skerðir ákvörðunarvald sveitarfélaga og að treysta einkaaðilum til að byggja í samræmi við þarfir og eftirspurn markaðarins. Brjóta þarf nýtt land í takt við eftirspurn og auka byggingarfrelsi til að tryggja lægra verð. Við skipulagningu nýrra hverfa skal sérstaklega litið til þess að tegund og samsetning íbúða sé fjölbreytt og tryggi að fólk hafi val um bæði fjölbýli og sérbýli. Uppbygging í Keldnalandi er af hinu góða en þó þarf að endurhugsa frá grunni skipulag þeirrar byggðar sem þar á að rísa með tilliti til þess að íbúar þar geti átt þess kost að reka sinn eigin bíl auk þess að búa við öflugar almenningssamgöngur. Stimpilgjöld á íbúðakaup einstaklinga eiga að vera afnumin og endurvekja skal 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af keyptri vinnu við byggingu íbúðarhúsnæðis. Landsmenn eiga að fá að nýta séreignarsparnað sinn til íbúðarkaupa án skerðinga. Leigumarkaðurinn á að vera fjölbreyttur og frjáls, ekki bundinn ríkisafskiptum. Útlendingamál SUS fagnar þeim einstaklingum sem hingað koma til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, tileinka sér tungumálið og vinna hörðum höndum. SUS telur að afgreiðslu nýrra umsókna um alþjóðlega vernd eigi að setja í tímabundna bið á meðan farið er yfir forsendur og framkvæmd kerfisins. SUS telur að þeir einstaklingar sem hingað koma undir verndarvæng íslensks samfélags en brjóta af sér eigi að svipta vernd sinni eða dvalarleyfi tafarlaust og vera vísað úr landi. SUS telur að fyrirkomulag fjölskyldusameininga þarfnist endurskoðunar. Best væri ef réttur til fjölskyldusameiningar næði aðeins til barna og maka umsækjanda. SUS telur að endurskoða þurfi örorku- og lífeyrisréttindi hælisleitenda í samræmi við önnur Norðurlönd. SUS telur að fylgja þurfi fordæmi Dana þannig að afturkalla ætti alþjóðlega vernd þeirra sem heimsækja landið sem þeir eru að flýja. Bæta þarf aðlögun þeirra sem þegar hafa fengið vernd. Íslendingar ættu að taka upp samfélagsfræðipróf fyrir þá sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt eins og gert er í Þýskalandi. Landamæri SUS telur að efla þurfi landamæraeftirlit Íslands og hafa betri yfirsýn yfir þá sem koma til landsins. SUS telur að skoða ætti möguleika þess að taka upp vegabréfaeftirlit. Utanríkismál SUS er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Mikilvægt er að halda í og styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi, halda frjálsum viðskiptum og samningum utan ESB, nýta auðlindir til að efla orkuöryggi og skapa ný tækifæri fyrir Ísland. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna og aðild að NATO eru grunnstoðir í íslenskum varnarmálum. Mikilvægt er að Ísland og þjóðir innan NATO efli varnir sínar enn frekar þegar kemur að stafrænu öryggi jafnt og netöryggi. Menntamál Endurvekja skal samræmd próf, sérstaklega í 10. bekk, og tryggja að að lágmarki þrjú stöðupróf séu lögbundin yfir skólagönguna. SUS hvetur sveitarfélög til að ganga lengra en núverandi lög gera ráð fyrir í innleiðingu stöðu- og framvinduprófa, líkt og Kópavogur og Garðabær hafa þegar gert, til að fylgjast markvisst með námsárangri og framvindu nemenda. Einfalda þarf stofnun og rekstur sjálfstætt rekinna menntastofnana í skólakerfinu. Taka skal upp ávísanakerfi, þar sem skattfé fylgir hverjum nemanda, til að bæta menntun barna og auka valfrelsi foreldra. Afnema ætti frítekjumark menntasjóðs námsmanna á námslán. Taka skal upp símabann í grunnskólum til að efla einbeitingu, aga og styðja við félagslegan þroska barna. Koma þarf til móts við foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur og stytta biðtímann milli orlofs og inngöngu á leikskóla. Skóli þarfnast aðgreiningar. Leggja skal áherslu á að nemendur geti stundað nám við hæfi í hópi nemenda með áþekk markmið og af áþekkri getu í stað þess að nemendum af mjög ólíkri getu og áhuga sé blandað saman í bekki og námskeið. Setja skal upp móttökudeildir í bæjarhverfum í stað móttökuskóla fyrir nemendur af erlendum uppruna til að forðast aðskilnað og tryggja betri aðlögun. Stytta ætti kennaranámið í þrjú ár. Menningarmál SUS telur mikilvægt að standa vörð um móðurmálið. SUS ítrekar að mikilvægt er að það mál sem birtist í blöðum, netsíðum og öðru tengdu efni á vegum flokksins skuli vera á hefðbundnu máli en ekki „kynhlutlausu”. SUS telur að núverandi fyrirkomulag listamannalauna sé úrelt og leggja ætti það kerfi niður. Mannréttindi Tjáningarfrelsi á víða undir högg að sækja og má þar nefna Bretland og Þýskaland. Íslensk stjórnvöld verða að standa vörð um tjáningarfrelsið og endurbæta þarf hatursorðræðulöggjöfina. SUS vill ítreka að hvatning til ofbeldis eigi að vera bönnuð, en að lýsa yfir ákveðnum skoðunum sem fara gegn stjórnvöldum hvers tíma mega aldrei vera refsiverð. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að mannréttindi séu reist á virðingu fyrir einstaklingnum og frelsi hans undan afskiptum ríkisvalds. Við teljum að tjáningarfrelsi, trúfrelsi, eignarréttur og samningsfrelsi séu ófrávíkjanlegar stoðir frjáls samfélags. Jafnframt á hver einstaklingur rétt á að ráða eigin lífi, óháð uppruna, trúarbrögðum eða kynhneigð, svo fremi sem það skerðir ekki frelsi annarra, og njóta verndar gegn óréttlátum afskiptum ríkisins, þar á meðal verður að tryggja friðhelgi einkalífs, heimilis og persónu. SUS ítrekar að aldrei megi sofna á verðinum hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Ísland á ávallt að vera í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Atvinnulíf og samkeppni SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minni ríkisafskipti þegar kemur að atvinnulífinu. SUS vill draga úr ríkisafskiptum í nýsköpun og skapa fjármögnunarumhverfi þar sem einkaaðilar ráða för. SUS vill hefja söluferli á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og greiða niður skuldir. Afnema á einokunarsölu ríkisins á áfengi og hömlur á sölu lausasölulyfja. Afnema ætti skyldu til jafnlaunavottunar. Mikilvægt er að afnema umframvernd opinberra starfsmanna samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði til þess að stuðla að samkeppnishæfni íslensks vinnumarkaðar sem starfar nú í alþjóðlegri samkeppni. Láta skal af blýhúðun EES-reglna og nýta allar undanþágur sem Ísland hefur kost á að nýta. Ríkið ætti ekki að standa í fjölmiðlarekstri né styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Vextir Vaxtalækkunarferlið hefur stöðvast og ekki eru líkur á frekari vaxtalækkunum meðan aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir eru áhersluatriði núverandi ríkisstjórnar, sem koma til með að auka verðbólguþrýsting. Verðbólgan er því staðreynd og stýrivextir háir. Til að skapa forsendur fyrir lægri vöxtum þarf hið opinbera að sýna aðhald, draga úr útgjöldum og einfalda regluverk. Jafnframt er mikilvægt að ríki og sveitarfélög séu ekki leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði. Skattar og skattheimta SUS leggur áherslu á lægri skatta, einfaldara regluverk og minna ríkisvald. Afnema ætti alla eignaskatta, þar á meðal fasteigna- og erfðafjárskatt. Fjármagnstekjuskatt ætti að lækka og tryggja að hann leggist á raunávöxtun en ekki nafnávöxtun. Hjón og sambúðarfólk ættu að geta samnýtt öll skattþrep. Kílómetragjald á ökutæki er óskilvirk skattheimta og skref í ranga átt, gengur lengra gegn friðhelgi einkalífs heldur en eðlilegt er og felur í sér mismunun, einkum gagnvart fólki með búsetu utan höfuðborgarsvæðisins. Börn ættu ekki að greiða tekjuskatt til jafns við fullorðna fyrr en þau öðlast kosningarétt. Allir, óháð tekjum og efnahag, ættu að halda eftir sama hlutfalli viðbótartekna og bóta. Tryggingagjaldið skal afnema við einföldun tekjuskattkerfisins. Sértækir skattar á einstaka greinar, sér í lagi þær sem starfa í alþjóðlegri samkeppni, eiga ekki rétt á sér og takmarka verðmætasköpun landsmönnum öllum til óheilla. Gildistaka skattbreytinga til hækkunar ætti að vera 18 mánuðir að lágmarki. Orkumál Íslendingar eru komnir í óviðunandi orkuskuld sem ber að leysa eins fljótt og auðið er með bættu flutningskerfi og einkum stóraukningu á virkjanaframkvæmdum. Íslendingar ættu að hafa það að markmiði að auka raforkuframleiðslu landsins um 7 terravattstundir (7000 gígavattstundir) hið minnsta fyrir árið 2035. Einfalda þarf regluverk og leyfisveitingar til grænnar orkuöflunar og orkuöflunar almennt til muna. Draga þarf úr kærumöguleikum og aðild fólks eða hópa sem ekki hafa lögmæta og beina hagsmuni af leyfisveitingarferlinu. Draga þarf úr tilhneigingu stjórnvalda til að setja virkjanakosti í verndarflokk til að liðka fyrir uppbyggingu mikilvægra virkjanaverkefna. Stjórnvöld eiga að hvetja lögaðila til að leita að og vinna olíu á Drekasvæðinu. Ríkisfjármál og ríkisumsvif Selja ætti bróðurpart ríkiseigna. SUS telur að ríkið eigi ekki að vera í samkeppni við einkafélög. Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf að standa fyrir tillögum sem miða að hallalausum fjárlögum. SUS vill minnka umsvif ríkisins með einföldun regluverks sem veitir tækifæri til að fækka stofnunum Heilbrigðismál Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu mun stuðla að samkeppni sem eykur bæði skilvirkni, gæði þjónustu við sjúklinga og bættar starfsaðstæður. SUS vill heilbrigðiskerfi þar sem fé fylgir einstaklingnum. Stytta þarf biðlista. Auka þarf samkeppni um heilbrigðisstarfsfólk svo hægt sé að bæta kjör þess til muna og auka valfrelsi á vinnustað. Stórbæta þarf þjónustu og úrræði á landsbyggðinni, m.a. með fjarþjónustu og auknu aðgengi að sérfræðilæknum. SUS leggur áherslu á að geðheilbrigðismál ungs fólks verði sett í forgang. SUS telur brýnt að fjármunir fylgi einstaklingnum í stað þess að fylgja stofnunum, sálfræðiþjónusta verði tryggð í grunn- og framhaldsskólum landsins, geðheilbrigðisþjónusta verði aðgengileg allan sólarhringinn með áherslu á snemmtæka íhlutun og að nýsköpun, fjölbreytt rekstrarform og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fái svigrúm til að mæta vaxandi þörf. Samgöngur Ráðast skal í stórsókn í jarðgangnagerð. Útrýma þarf einbreiðum brúm og brúm með takmarkaða burðargetu á hringveginum eða á öðrum vegum sem leiða til og frá mikilvægum atvinnusvæðum eða eru fjölfarnir. Í stærri samgönguframkvæmdum er brýnt að nýta fjölbreytta fjármögnun, sem sagt með PPP-leið (e. Public-Private Partnership). Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu öryggishlutverki fyrir allt landið og því er brýnt að hann verði í Vatnsmýri þar til annar jafn góður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar. Stefnt skal að orkuskiptum í samgöngum. Hið opinbera skal tryggja hvata til einstaklinga og lögaðila til að stuðla að orkuskiptum. SUS skal berjast fyrir því að bundinn verði endi á þá óöld sem ríkir á leigubílamarkaði. Ljóst er að ráðherra getur leyst málið með reglugerð innan núverandi lagaumhverfis. Lagt skal kapp á að klára sundabraut eins fljótt og auðið er og skal hún hönnuð með þeim hætti að hún geri ráð fyrir byggð í Geldinganesi. Stjórnskipunarmál Hagsmunum Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Óásættanlegt er að núverandi ríkisstjórn skuldbindi Ísland til þess að aðlaga sig að regluverki sambandsins án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Stjórnarskráin er grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar. Fara skal varlega í sakirnar við það að gera breytingar á henni, breytingar skulu aðeins gerðar í víðtækri sátt, jafnt innan sem utan þings. SUS telur að ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm skuli standa óhaggað. Ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur ráðherra skal aldrei tekin á pólitískum forsendum. Brýnt er að endurskoða lög um landsdóm, sem og lög um ráðherraábyrgð. Í þeirri endurskoðun skal meðal annars gera þá breytingu að Alþingi geti ekki tekið ákvörðun um málshöfðun á hendur ráðherra nema með auknum meirihluta þingsins. SUS telur að endurskoða þurfi núverandi fyrirkomulag þar sem Alþingismenn staðfesta eigið kjör. SUS telur ótækt hvernig Mannréttindadómstóli Evrópu hefur verið beitt í pólitískum tilgangi til að hnekkja niðurstöðum íslenskra dómstóla. MDE á ekki að vera notaður sem eins konar áfrýjunardómstóll fyrir íslenska dómstóla. Brýnt er að gerðar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda. Umhverfismál Einstaklingum er best treystandi til að framfylgja sjálfbærri nýtingu auðlinda. Nýsköpun og einkaframtakið eru forsendur þess að stjórnvöld geti náð þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau hafa sett sér í loftslagsmálum. Gjalda skal varhug við að undirgangast frekari skuldbindingar í loftslagsmálum. Stjórnvöld eiga að leggja kapp á aukna raforkuframleiðslu og uppbyggingu innviða til þess að hér byggist upp umhverfisvænni iðnaður og orkuskipti geti gengið hratt og örugglega fyrir sig. Niðurlagning ríkisstofnunarinnar Land og skógur SUS leggur til að samþykkt verði aðgerðaráætlun um að leggja niður ríkisstofnunina Land og skógur, með það að markmiði að færa verkefni hennar að fullu til einkaaðila, sveitarfélaga eða annarra hagkvæmari aðila. Slík breyting myndi stuðla að betri nýtingu fjármuna skattgreiðenda, auka ábyrgð og gagnsæi í verkefnastjórnun og draga úr óþarfa reglugerðarbyrði. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til þess að ríkið einbeiti sér að hlutverki sínu sem stefnumótandi aðili í loftslagsmálum, fremur en að halda úti ríkisrekinni framkvæmd stofnunar með óskýr mörk og vaxandi kostnað. Einkaaðilar og sveitarfélög eiga að gegna stærra hlutverki í framkvæmd landgræðslu, skógræktar og kolefnisverkefna, með skýrari ábyrgð, minni tilkostnaði og aukinni virkni.
Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagasamtök Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira