Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Árni Gísli Magnússon skrifar 9. október 2025 21:37 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, vill sjá félagið sýna enn meiri metnað á komandi árum. Vísir/Samsett mynd Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var nokkuð ánægður með 1-1 jafntefli gegn Þór/KA í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. Þór/KA endar í sjöunda deildarinnar en Fram því áttunda. Fram kom inn í deildina sem nýliði og segir Óskar að liðið megi vel við una með árangurinn en sparar ekki stóru orðin og vill sjá félagið í fremstu röð innan nokkurra ára. „Fannst við bara góðar í dag að mörgu leyti. Þetta var örugglega ekki leikur fyrir augað fyrir áhorfendur. Þetta var lokað og það var svona tempó í leiknum sem gaf til kynna að það var lítið undir í leiknum. Mér fannst við samt spila vel, mér fannst við hafa fína stjórn á því sem við vorum að gera, fengum fullt af færum, fullt af góðum stöðum. Svekktur að hafa ekki gert betur í ákveðnum stöðum og markið var klaufalegt en svo á sama tíma er ég bara þakklátur fyrir stigið út frá því að á 93. mínútu átti Þór/KA að skora sigurmark en þær gera það ekki, stelpurnar hoppa fyrir hvern einasta bolta og verja markið sitt gríðarlega vel inni í teignum þannig að eigum við ekki að segja að maður sé bara þokkalega sáttur með stigið en mér fannst við vera betri og eiga skilið að vinna þennan leik.“ Þór/KA pressaði Fram stíft síðasta stundarfjórðunginn í leit að jöfnunarmarki og segir Óskar að hann hefði viljað sjá sitt lið spila betur en raun bar vitni í síðari hálfleik. „Ég hefði viljað sjá okkur gera töluvert betur í seinni hálfleik ef ég á að vera alveg heiðarlegur með það. Ég hefði viljað sjá okkur vera miklu kaldari á svellinu og fara aðeins ofar með liðið og fara aðeins hærra á völlinn en þú verður líka að bera virðing fyrir því að þú ert að spila á móti góðu fótboltaliði og góðum leikmönnum. Mér fannst þrefalda skiptingin hjá Jóa góð, hún kom með mikinn kraft inn í Þór/KA liðið og við brugðumst ekki nægilega vel við því. Ég hefði viljað sjá sterkari seinni hálfleik hjá okkur í dag en svona heilt yfir fannst mér við samt spila góðan leik þannig ég ætla ekki að setja of mikla frekju á að fá eitthvað meira. Við vorum líka þreyttar, það fór mikil orka í pressuna í fyrri hálfleik hjá okkur. Lærdómsríkur tími Fram er nýliði í deildinni og endar í 8. sæti. Það stóð ekki á svörum hjá Óskari þegar hann var spurður hvað hann hafi lært um liðið sitt á tímabilinu. „Ég er búinn að læra ansi mikið, þetta er fjórða árið mitt og ég er búinn að vera að læra alltaf eitthvað nýtt með stelpurnar og með liðið. Það sem ég tek út úr því er það að þetta er bara ólseigt helvíti þetta lið, það er bara það sem ég get sagt um það. Það er bara hugarfarið og viðhorfið. Næsti lærdómur er hversu hissa ég er hversu kaldar þær eru á svellinu, hversu mikli töffarar þær eru, það er svona mesta sem ég er meira og meira hissa með. Ég er samt ekki hissa, ég veit þær eru það, það er búið að reyna á þetta lið í allt sumar.“ „Þetta eru nýliðar sem hafa margar hverjar, flestir leikmenn liðsins, ekki fengið eldskírn í efstu deild áður. Alveg sama hvaða mótlæti blés á móti okkur þá stigum við alltaf upp og komum með hverja negluna á fætur annarri þannig ég lærði mikið og lærði helling en fyrst og fremst stoltur og ánægður með hugarfar, viðhorf og vinnusemi og þakka leikmönnum mínum alveg gífurlega mikið fyrir það vinnuframlag sem þær lögðu á sig í allt sumar og þá trú sem þær höfðu því það er alveg ákveðið afrek að vera nýliði og halda sér uppi og við erum stolt af því“, sagði Óskar. Vill sjá félagið stefna hærra og segir Fram geta orðið stórveldi í kvennaknattspyrnu Hvað viltu sjá Fram gera til að taka næsta skref og vera jafnvel í efri hluta deildarinnar á næsta tímabili? „Bæta í. Ég vil sjá Fram vera sátt með þetta en samt halda áfram með hungrið, vilja gera meira og betur, stefna hærra, mér finnst það vera mikilvægt og ég sagði nú í öðru viðtali hérna áðan að eftir tímabilið á fólk eftir að setjast niður og fara yfir tímabilið og það er mjög skýrt hjá mér hvað ég vill sjá félagið gera. Ég á eitt ár eftir af samning og ég vil sjá félagið fara lengra og hærra. Næsta markið á bara að vera að blanda okkur í topp sex og þá er ekki að tala um að blanda okkur í það, heldur vera þar, þannig mér finnst að félagið eigi bara að taka næsta skref og framþróun í liðinu hefur verið mjög hröð, fjögur ár síðan var þetta lið í annarri deild kvenna þannig að mér finnst bara fyrst og fremst á að vera vilji, metnaður og svona hungur í að fara lengra og meira og byggja á þessu sumri og halda í okkar lykilleikmenn og bæta við góðum leikmönnum og gera þetta bara almennilega því við höfum eina bestu aðstöðu á Íslandi, við erum með mikinn metnað, þjálfarateymi og meistaraflokks kvennaráð þannig Fram tekur vonandi þá ákvörðun og bæta í því þá held ég að Fram geti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára.“ Vill byggja liðið upp á íslenskum leikmönnum Fram hefur á að skipa fjölbreytti af ungum íslenskum leikmönnum ásamt erlendum leikmönnum og segir Óskar að hann hafi áhuga á að halda öllum erlendu leikmönnum liðsins eins og staðan er núna. „Ef ég fengi að ráða, þá myndum við halda þeim öllum, það er ekki nokkur spurning á því. Ég vil halda hverjum einasta erlenda leikmanni en okkar svona langtíma markmið er að fækka erlendum leikmönnum og fjölda íslenskum þannig ég vona að margar hverjar taki slaginn áfram en eitthvað kannski reynum við að breyta aðeins til og fjölga íslenskum leikmönnum og Fram leikmönnum því erlendir leikmenn skrifa oftast bara undir eins árs samning en ef þú spyrð mig núna beint eftir tímabil þá bara myndi ég vilja halda þeim öllum og mér finnst þær alltaf frábærar og er ógeðslega ánægður með þær allar en það er kostnaður við þetta og við þurfum að skera niður þarna með þetta að gera en við erum vonandi búin að heilla þá leikmenn sem að við fengum fyrir tímabil og séum með einhvern svona stökkpall fyrir feril leikmanna því við höfum allt til alls til að ná árangri og vonandi getum við fækkað útlendingum og fjölgað Íslendingum og verið samt með betra lið, mér finnst að það eigi að vera markmiðið okkar“, sagði Óskar að lokum. Besta deild kvenna Fram Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Fram kom inn í deildina sem nýliði og segir Óskar að liðið megi vel við una með árangurinn en sparar ekki stóru orðin og vill sjá félagið í fremstu röð innan nokkurra ára. „Fannst við bara góðar í dag að mörgu leyti. Þetta var örugglega ekki leikur fyrir augað fyrir áhorfendur. Þetta var lokað og það var svona tempó í leiknum sem gaf til kynna að það var lítið undir í leiknum. Mér fannst við samt spila vel, mér fannst við hafa fína stjórn á því sem við vorum að gera, fengum fullt af færum, fullt af góðum stöðum. Svekktur að hafa ekki gert betur í ákveðnum stöðum og markið var klaufalegt en svo á sama tíma er ég bara þakklátur fyrir stigið út frá því að á 93. mínútu átti Þór/KA að skora sigurmark en þær gera það ekki, stelpurnar hoppa fyrir hvern einasta bolta og verja markið sitt gríðarlega vel inni í teignum þannig að eigum við ekki að segja að maður sé bara þokkalega sáttur með stigið en mér fannst við vera betri og eiga skilið að vinna þennan leik.“ Þór/KA pressaði Fram stíft síðasta stundarfjórðunginn í leit að jöfnunarmarki og segir Óskar að hann hefði viljað sjá sitt lið spila betur en raun bar vitni í síðari hálfleik. „Ég hefði viljað sjá okkur gera töluvert betur í seinni hálfleik ef ég á að vera alveg heiðarlegur með það. Ég hefði viljað sjá okkur vera miklu kaldari á svellinu og fara aðeins ofar með liðið og fara aðeins hærra á völlinn en þú verður líka að bera virðing fyrir því að þú ert að spila á móti góðu fótboltaliði og góðum leikmönnum. Mér fannst þrefalda skiptingin hjá Jóa góð, hún kom með mikinn kraft inn í Þór/KA liðið og við brugðumst ekki nægilega vel við því. Ég hefði viljað sjá sterkari seinni hálfleik hjá okkur í dag en svona heilt yfir fannst mér við samt spila góðan leik þannig ég ætla ekki að setja of mikla frekju á að fá eitthvað meira. Við vorum líka þreyttar, það fór mikil orka í pressuna í fyrri hálfleik hjá okkur. Lærdómsríkur tími Fram er nýliði í deildinni og endar í 8. sæti. Það stóð ekki á svörum hjá Óskari þegar hann var spurður hvað hann hafi lært um liðið sitt á tímabilinu. „Ég er búinn að læra ansi mikið, þetta er fjórða árið mitt og ég er búinn að vera að læra alltaf eitthvað nýtt með stelpurnar og með liðið. Það sem ég tek út úr því er það að þetta er bara ólseigt helvíti þetta lið, það er bara það sem ég get sagt um það. Það er bara hugarfarið og viðhorfið. Næsti lærdómur er hversu hissa ég er hversu kaldar þær eru á svellinu, hversu mikli töffarar þær eru, það er svona mesta sem ég er meira og meira hissa með. Ég er samt ekki hissa, ég veit þær eru það, það er búið að reyna á þetta lið í allt sumar.“ „Þetta eru nýliðar sem hafa margar hverjar, flestir leikmenn liðsins, ekki fengið eldskírn í efstu deild áður. Alveg sama hvaða mótlæti blés á móti okkur þá stigum við alltaf upp og komum með hverja negluna á fætur annarri þannig ég lærði mikið og lærði helling en fyrst og fremst stoltur og ánægður með hugarfar, viðhorf og vinnusemi og þakka leikmönnum mínum alveg gífurlega mikið fyrir það vinnuframlag sem þær lögðu á sig í allt sumar og þá trú sem þær höfðu því það er alveg ákveðið afrek að vera nýliði og halda sér uppi og við erum stolt af því“, sagði Óskar. Vill sjá félagið stefna hærra og segir Fram geta orðið stórveldi í kvennaknattspyrnu Hvað viltu sjá Fram gera til að taka næsta skref og vera jafnvel í efri hluta deildarinnar á næsta tímabili? „Bæta í. Ég vil sjá Fram vera sátt með þetta en samt halda áfram með hungrið, vilja gera meira og betur, stefna hærra, mér finnst það vera mikilvægt og ég sagði nú í öðru viðtali hérna áðan að eftir tímabilið á fólk eftir að setjast niður og fara yfir tímabilið og það er mjög skýrt hjá mér hvað ég vill sjá félagið gera. Ég á eitt ár eftir af samning og ég vil sjá félagið fara lengra og hærra. Næsta markið á bara að vera að blanda okkur í topp sex og þá er ekki að tala um að blanda okkur í það, heldur vera þar, þannig mér finnst að félagið eigi bara að taka næsta skref og framþróun í liðinu hefur verið mjög hröð, fjögur ár síðan var þetta lið í annarri deild kvenna þannig að mér finnst bara fyrst og fremst á að vera vilji, metnaður og svona hungur í að fara lengra og meira og byggja á þessu sumri og halda í okkar lykilleikmenn og bæta við góðum leikmönnum og gera þetta bara almennilega því við höfum eina bestu aðstöðu á Íslandi, við erum með mikinn metnað, þjálfarateymi og meistaraflokks kvennaráð þannig Fram tekur vonandi þá ákvörðun og bæta í því þá held ég að Fram geti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára.“ Vill byggja liðið upp á íslenskum leikmönnum Fram hefur á að skipa fjölbreytti af ungum íslenskum leikmönnum ásamt erlendum leikmönnum og segir Óskar að hann hafi áhuga á að halda öllum erlendu leikmönnum liðsins eins og staðan er núna. „Ef ég fengi að ráða, þá myndum við halda þeim öllum, það er ekki nokkur spurning á því. Ég vil halda hverjum einasta erlenda leikmanni en okkar svona langtíma markmið er að fækka erlendum leikmönnum og fjölda íslenskum þannig ég vona að margar hverjar taki slaginn áfram en eitthvað kannski reynum við að breyta aðeins til og fjölga íslenskum leikmönnum og Fram leikmönnum því erlendir leikmenn skrifa oftast bara undir eins árs samning en ef þú spyrð mig núna beint eftir tímabil þá bara myndi ég vilja halda þeim öllum og mér finnst þær alltaf frábærar og er ógeðslega ánægður með þær allar en það er kostnaður við þetta og við þurfum að skera niður þarna með þetta að gera en við erum vonandi búin að heilla þá leikmenn sem að við fengum fyrir tímabil og séum með einhvern svona stökkpall fyrir feril leikmanna því við höfum allt til alls til að ná árangri og vonandi getum við fækkað útlendingum og fjölgað Íslendingum og verið samt með betra lið, mér finnst að það eigi að vera markmiðið okkar“, sagði Óskar að lokum.
Besta deild kvenna Fram Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira