Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. desember 2025 07:03 Ágúst Örn Helgason hefur tvívegis keppt í sænsku raunveruleikasjónvarpi, hinum ævintýralegu Robinson og ástarþættinum Married at First Sight. Ágúst Örn Helgason keppir í nýjustu seríu sænska Survivor. Tökurnar í Filippseyjum reyndu á líkamlega og horaðist Ágúst um tólf kíló. Pínan setti í samhengi hvað Ágúst elskar heitt unnustu sína, vinnu og heimili. Hann keppti fyrir tveimur árum í ástarþáttunum Married at First Sight og er því tvöföld raunveruleikastjarna í Svíþjóð. Ágúst býr í Uddebo í suðurhluta Svíþjóðar með unnustu sinni. Hann er af íslensku bergi brotinn, ber alíslenskt nafn og talar málið nokkuð hnökralaust en er þó eiginlega orðinn Svíi eftir að hafa búið í Svíþjóð mestalla ævi sína. „Foreldrar mínir eru báðir íslenskir en ég er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Við fluttum til Íslands í eitt ár þegar ég var tíu ára og ég lærði þá smá íslensku í Melaskóla. Við höfum eiginlega alltaf talað sænsku heima fyrir, þannig ég veit ekki af hverju ég get ennþá talað íslensku,“ segir Ágúst. Ágúst byggði sér hús í Uddebo í Suður-Svíþjóð og býr þar með unnustu sinni, Camille Monod. Áður en Ágúst fæddist flutti fjölskylda hans til Järna, skammt frá Stokkhólmi, þar sem faðir hans, Helgi Örn Helgason, starfaði sem listamaður og móðir hans, Alda Pálsdóttir, vann sem forstöðumaður sambýlis fyrir fatlaða. Ársdvölin á Íslandi kom til vegna þess að móðir hans vildi bæta við sig menntun. Hvernig var að vera á Íslandi? „Mér fannst það frábært. Ég var í Waldorfskóla í Svíþjóð þannig mér fannst frábært að prófa venjulegan skóla á Íslandi. Ég lærði aðeins hraðar þar en í Waldorfskólanum og svo var gaman að fara í skólasund í fyrsta skiptið,“ segir Ágúst. Rambaði á kynningu, sótti um og var valinn Ágúst starfar hjá viðburðafyrirtæki sem leigir út tjöld til brúðkaupa, hátíða og annarra viðburða. Hann var staddur vegna vinnu í Gautaborg á tónlistarhátíðinni Way Out West í fyrra og rambaði þá á kynningarviðburð fyrir Robinson. „Ég mætti áður en dagskráin hófst og það voru tuttugu starfsmenn tökuliðsins en fáir gestir. Ég spurði: „Sækir maður hér um að taka þátt í Robinson?“ Og þau tóku mér fagnandi,“ segir Ágúst. Ágúst Örn uppgötvaði hvað hann elskaði líf sitt í Robinson. Ágúst sótti um að taka þátt í ágúst í fyrra og var síðan valinn sem einn af þátttakendunum í desember sama ár. Er þetta sama formúla og í Survivor? „Þetta er sama formúlan og í raun er Robinson upprunalegi Survivor. Þátturinn kom fyrst út í Svíþjóð árið 1997 og hefur eftir það ferðast um allan heim,“ segir Ágúst. Survivor var þróaður af Charlie Parsons fyrir breska framleiðslufyrirtækið Planet 24 árið 1994 en Svíar voru fyrstir til að sjónvarpa þættinum. Bandaríska útgáfan sem er langþekktust hóf síðan göngu sína árið 2000. Keppendurnir 21 sem tóku þátt í ár. Mátti ekki tala við neinn á leiðinni „Við flugum út hvert í sínu lagi því þau vildu ekki að við tengjumst neinum böndum fyrir þáttinn. Þú mátt ekki tala við fólk í flugvélinni eða á flugvellinum. Þér er sagt að halda þér út af fyrir þig og þegja því það gætu verið aðrir nálægt sem þú mátt ekki tala við,“ segir Ágúst en flogið var með þau til Filippseyja í febrúar. Flogið var til höfuðborgarinnar Manila þar sem starfsfólk þáttarins sótti keppendur. Þá var farið með þau til smáþorpsins El Nido sem er á Palawan-eyjaklasanum í vesturhluta Filippseyja. Ágúst var hluti af rauða liðinu. „Við ferðuðumst saman, nokkrir keppendur, en máttum áfram ekki tala neitt. Síðan þurftum við að húka á hótelherbergjunum okkar í nokkra daga áður en þetta byrjaði. Það er svo mikill undirbúningur sem fer fram, það þarf að ljósmynda alla og öll fötin okkar eru yfirfarin svo við komum ekki með bannaða hluti á staðinn,“ segir Ágúst. Leyfilegt er að taka með sér einn hlut að utan og tók Ágúst með sér trjádrumb sem búið var að hekla utan um. Reyndist drumburinn góður félagi og ágætis koddi á erfiðum stundum. „Eftir nokkra daga vorum við loksins tilbúin og ævintýrið hófst þá. Tökutímabilið er 42 dagar, þátttakendurnir eru 21 í byrjun og það er bara einn sigurvegari í lokin sem fær 500 þúsund sænskar krónur, sem er ekki beint mikill peningur og reyndar sama upphæð og fyrir þrjátíu árum.“ Þjáningin setti hlutina í samhengi Fyrirkomulagið er yfirleitt nokkuð svipað en í ár ákváðu stjórnendur þáttarins aðeins að breyta til að sögn Ágústs. Hann fékk að finna fyrir breytingunum frá byrjun. „Ég byrjaði óvart á annarri eyju. Það eru tvö lið að keppa, rautt og gult, en ég endaði á Gränslandet, landamærasvæði sem er á jaðrinum, þannig ég þurfti að koma mér aftur inn í aðalkeppnina,“ segir Ágúst og bætir við: „Fall er fararheill.“ Ágúst tók ansi djarfa ákvörðun í seinni hluta seríunnar. Undirbjóstu þig fyrir þættina og kom eitthvað á óvart? „Ég var með strangt æfingaprógram, ég fór einu sinni í ræktina,“ segir Ágúst og hlær. „Reyndar fór ég að synda nokkrum sinnum en annars undirbjó ég mig ekki mikið. En ég átti von á að þetta yrði fjörugra og léttara. Það var fullt af leikjum en þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann því við borðuðum ekki neitt nema kókoshnetur þannig maður léttist mikið.“ „Það er erfitt að vera þakklátur fyrir lífið þegar maður er ekki með mat í maganum. Þú ert á fallegasta stað í heimi en það sökkar, það var pynting sem ég gerði mér ekki grein í byrjun.“ Ágúst með félögum sínum. Það jákvæða við þessar þjáningar var að þær settu líf hans í samhengi og undirstrikuðu allt það góða í lífi hans. „Þegar hlutirnir verða virkilega erfiðir þá hugsarðu um allt sem þú saknar og þú kannt að meta. Fyrir mig var nánast eins og trúarleg upplifun að vera þarna, að hugsa um líf mitt og hvað ég elska makann minn, húsið mitt og vinnuna mína. Ég elska allt nema Robinson!“ Þessi nýja og 28. sería Robinson hófst 2. október á sænsku stöðinni TV4 og lýkur núna í desember. Allt í allt eru þættirnir um níutíu talsins þannig lesendur hafa nóg af efni til að glápa vilji þeir sjá hvernig Ágústi gekk. Þó er hægt að segja að Ágúst komst ansi langt og tók eina djörfustu ákvörðun seríunnar Hápunktur vandræðaleikans Tveimur árum fyrir Robinson tók Ágúst þátt í ástarþættinum Gift vid första ögonkastet, sem er sænska útgáfan af Married at First Sight. Hann hafði lengi verið í kærustuleit og ákvað að sækja um. „Þú ferð í viðtal hjá hópi fólks sem reynir síðan að finna maka fyrir þig. Þú hittir viðkomandi síðan í fyrsta skiptið við altarið, fjölskyldan þín er þarna og fullt af myndavélum. Þetta er hápunktur vandræðaleikans,“ segir Ágúst sem var paraður við jafnöldru sína, Caroline Axelsson. Þau voru eitt af fjórum hjónum seríunnar. Ágúst og Caroline ásamt pararáðgjafa seríunnar. Þið giftið ykkur og hvað svo? „Þið giftið ykkur og næstu fimm vikurnar eftir það verjið þið tíma saman og kynnist hvoru öðru. Síðan getið þið ákveðið að annað hvort vera áfram gift eða skilja,“ segir Ágúst. „Okkar pörun var ekki góð, við hættum saman eftir fjórar vikur og það var hroðalegt fyrir fólkið sem var heima að horfa,“ segir hann. Var það skrítið fyrir þig sjálfan? „Ég held ég hafi sloppið ágætlega því ég er mjög afslappaður og opinn sem komst til skila. En ég er líka galsafullur og sumum finnst það of mikið. Hún var aðeins bölsýnni og lokaðri manneskja þannig það var ekki auðvelt að kynnast henni. Ég veit ekki hvort það var viðbragð við því að kynnast mér eða hvort hún er svona almennt,“ segir Ágúst. „Þetta var mjög lærdómsríkt og það er fallegt að fara í gegnum svona ferli, horfa á það eftir á og tala um það við vini og fjölskyldu. Maður lærir mikið um sjálfan sig. Þannig allt í allt var þetta góð reynsla, ég sé ekki eftir því en ég myndi ekki gera þetta aftur.“ Þrátt fyrir að hjónabandið hafi ekki gengið upp hafa þættirnir haft óbein jákvæð áhrif á Ágúst. Skömmu eftir þættina kynntist hann núverandi unnustu sinni, varð ástfangin og eiga þau von á barni í byrjun næsta árs. Mikill tími til að hugsa og velta hlutum fyrir sér Samanburðurinn á þátttunum tveimur er sérstaklega skemmtilegur vegna þess hve gjörólíkir þeir eru. Hins vegar eiga þeir líka ýmislegt sameiginlegt að sögn Ágústs. „Ég hef áður verið spurður af blaðamönnum út í samanburðinn á þessum tveimur þáttum og hef aðeins hugsað það. Í Married at First Sight eruð það þú og ein önnur manneskja sem eruð í brennidepli og þú ert á skjánum allan tímann. Í Robinson eru meira en tuttugu keppendur þannig þú þarft að eyða miklum tíma í að bíða og það er miklu hægara,“ segir Ágúst. Ágúst fékk tíma til að hugsa í báðum þáttum. Ágúst segir að í báðum þáttum þurfi keppendur að setjast fyrir framan myndavélina milli sena til að lýsa því hvernig þeim leið eða hvað þeir voru að hugsa í hinu og þessu atriðinu. „Þú færð mikinn tíma til að hugsa um það sem gerðist og sjá það fyrir þér. Það er virkilega góð leið til að upplifa eitthvað, fara í gegnum ferðalag og vera síðan beðinn um að velta því fyrir þér,“ segir Ágúst. Þó þetta sé sjónvarp eigi báðir þættirnir það sameiginlegt að sýna raunveruleikann hvort sem fólkið í þáttunum hagi sér eins og það geri í raunveruleikanum eða ekki. „Ég þarf ekki að vera neinn annar en ég sjálfur sem er frábært. Þegar þú ert að gifta þig græðirðu ekkert á að vera einhver sem þú ert ekki. Í Robinson geturðu tekið þátt með það að markmiði að vera snákur, grínari eða einhver ákveðin týpa en ég tók þátt sem ég sjálfur og naut þess virkilega,“ segir hann að lokum. Íslendingar erlendis Svíþjóð Raunveruleikaþættir Filippseyjar Ástin og lífið Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Ágúst býr í Uddebo í suðurhluta Svíþjóðar með unnustu sinni. Hann er af íslensku bergi brotinn, ber alíslenskt nafn og talar málið nokkuð hnökralaust en er þó eiginlega orðinn Svíi eftir að hafa búið í Svíþjóð mestalla ævi sína. „Foreldrar mínir eru báðir íslenskir en ég er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Við fluttum til Íslands í eitt ár þegar ég var tíu ára og ég lærði þá smá íslensku í Melaskóla. Við höfum eiginlega alltaf talað sænsku heima fyrir, þannig ég veit ekki af hverju ég get ennþá talað íslensku,“ segir Ágúst. Ágúst byggði sér hús í Uddebo í Suður-Svíþjóð og býr þar með unnustu sinni, Camille Monod. Áður en Ágúst fæddist flutti fjölskylda hans til Järna, skammt frá Stokkhólmi, þar sem faðir hans, Helgi Örn Helgason, starfaði sem listamaður og móðir hans, Alda Pálsdóttir, vann sem forstöðumaður sambýlis fyrir fatlaða. Ársdvölin á Íslandi kom til vegna þess að móðir hans vildi bæta við sig menntun. Hvernig var að vera á Íslandi? „Mér fannst það frábært. Ég var í Waldorfskóla í Svíþjóð þannig mér fannst frábært að prófa venjulegan skóla á Íslandi. Ég lærði aðeins hraðar þar en í Waldorfskólanum og svo var gaman að fara í skólasund í fyrsta skiptið,“ segir Ágúst. Rambaði á kynningu, sótti um og var valinn Ágúst starfar hjá viðburðafyrirtæki sem leigir út tjöld til brúðkaupa, hátíða og annarra viðburða. Hann var staddur vegna vinnu í Gautaborg á tónlistarhátíðinni Way Out West í fyrra og rambaði þá á kynningarviðburð fyrir Robinson. „Ég mætti áður en dagskráin hófst og það voru tuttugu starfsmenn tökuliðsins en fáir gestir. Ég spurði: „Sækir maður hér um að taka þátt í Robinson?“ Og þau tóku mér fagnandi,“ segir Ágúst. Ágúst Örn uppgötvaði hvað hann elskaði líf sitt í Robinson. Ágúst sótti um að taka þátt í ágúst í fyrra og var síðan valinn sem einn af þátttakendunum í desember sama ár. Er þetta sama formúla og í Survivor? „Þetta er sama formúlan og í raun er Robinson upprunalegi Survivor. Þátturinn kom fyrst út í Svíþjóð árið 1997 og hefur eftir það ferðast um allan heim,“ segir Ágúst. Survivor var þróaður af Charlie Parsons fyrir breska framleiðslufyrirtækið Planet 24 árið 1994 en Svíar voru fyrstir til að sjónvarpa þættinum. Bandaríska útgáfan sem er langþekktust hóf síðan göngu sína árið 2000. Keppendurnir 21 sem tóku þátt í ár. Mátti ekki tala við neinn á leiðinni „Við flugum út hvert í sínu lagi því þau vildu ekki að við tengjumst neinum böndum fyrir þáttinn. Þú mátt ekki tala við fólk í flugvélinni eða á flugvellinum. Þér er sagt að halda þér út af fyrir þig og þegja því það gætu verið aðrir nálægt sem þú mátt ekki tala við,“ segir Ágúst en flogið var með þau til Filippseyja í febrúar. Flogið var til höfuðborgarinnar Manila þar sem starfsfólk þáttarins sótti keppendur. Þá var farið með þau til smáþorpsins El Nido sem er á Palawan-eyjaklasanum í vesturhluta Filippseyja. Ágúst var hluti af rauða liðinu. „Við ferðuðumst saman, nokkrir keppendur, en máttum áfram ekki tala neitt. Síðan þurftum við að húka á hótelherbergjunum okkar í nokkra daga áður en þetta byrjaði. Það er svo mikill undirbúningur sem fer fram, það þarf að ljósmynda alla og öll fötin okkar eru yfirfarin svo við komum ekki með bannaða hluti á staðinn,“ segir Ágúst. Leyfilegt er að taka með sér einn hlut að utan og tók Ágúst með sér trjádrumb sem búið var að hekla utan um. Reyndist drumburinn góður félagi og ágætis koddi á erfiðum stundum. „Eftir nokkra daga vorum við loksins tilbúin og ævintýrið hófst þá. Tökutímabilið er 42 dagar, þátttakendurnir eru 21 í byrjun og það er bara einn sigurvegari í lokin sem fær 500 þúsund sænskar krónur, sem er ekki beint mikill peningur og reyndar sama upphæð og fyrir þrjátíu árum.“ Þjáningin setti hlutina í samhengi Fyrirkomulagið er yfirleitt nokkuð svipað en í ár ákváðu stjórnendur þáttarins aðeins að breyta til að sögn Ágústs. Hann fékk að finna fyrir breytingunum frá byrjun. „Ég byrjaði óvart á annarri eyju. Það eru tvö lið að keppa, rautt og gult, en ég endaði á Gränslandet, landamærasvæði sem er á jaðrinum, þannig ég þurfti að koma mér aftur inn í aðalkeppnina,“ segir Ágúst og bætir við: „Fall er fararheill.“ Ágúst tók ansi djarfa ákvörðun í seinni hluta seríunnar. Undirbjóstu þig fyrir þættina og kom eitthvað á óvart? „Ég var með strangt æfingaprógram, ég fór einu sinni í ræktina,“ segir Ágúst og hlær. „Reyndar fór ég að synda nokkrum sinnum en annars undirbjó ég mig ekki mikið. En ég átti von á að þetta yrði fjörugra og léttara. Það var fullt af leikjum en þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann því við borðuðum ekki neitt nema kókoshnetur þannig maður léttist mikið.“ „Það er erfitt að vera þakklátur fyrir lífið þegar maður er ekki með mat í maganum. Þú ert á fallegasta stað í heimi en það sökkar, það var pynting sem ég gerði mér ekki grein í byrjun.“ Ágúst með félögum sínum. Það jákvæða við þessar þjáningar var að þær settu líf hans í samhengi og undirstrikuðu allt það góða í lífi hans. „Þegar hlutirnir verða virkilega erfiðir þá hugsarðu um allt sem þú saknar og þú kannt að meta. Fyrir mig var nánast eins og trúarleg upplifun að vera þarna, að hugsa um líf mitt og hvað ég elska makann minn, húsið mitt og vinnuna mína. Ég elska allt nema Robinson!“ Þessi nýja og 28. sería Robinson hófst 2. október á sænsku stöðinni TV4 og lýkur núna í desember. Allt í allt eru þættirnir um níutíu talsins þannig lesendur hafa nóg af efni til að glápa vilji þeir sjá hvernig Ágústi gekk. Þó er hægt að segja að Ágúst komst ansi langt og tók eina djörfustu ákvörðun seríunnar Hápunktur vandræðaleikans Tveimur árum fyrir Robinson tók Ágúst þátt í ástarþættinum Gift vid första ögonkastet, sem er sænska útgáfan af Married at First Sight. Hann hafði lengi verið í kærustuleit og ákvað að sækja um. „Þú ferð í viðtal hjá hópi fólks sem reynir síðan að finna maka fyrir þig. Þú hittir viðkomandi síðan í fyrsta skiptið við altarið, fjölskyldan þín er þarna og fullt af myndavélum. Þetta er hápunktur vandræðaleikans,“ segir Ágúst sem var paraður við jafnöldru sína, Caroline Axelsson. Þau voru eitt af fjórum hjónum seríunnar. Ágúst og Caroline ásamt pararáðgjafa seríunnar. Þið giftið ykkur og hvað svo? „Þið giftið ykkur og næstu fimm vikurnar eftir það verjið þið tíma saman og kynnist hvoru öðru. Síðan getið þið ákveðið að annað hvort vera áfram gift eða skilja,“ segir Ágúst. „Okkar pörun var ekki góð, við hættum saman eftir fjórar vikur og það var hroðalegt fyrir fólkið sem var heima að horfa,“ segir hann. Var það skrítið fyrir þig sjálfan? „Ég held ég hafi sloppið ágætlega því ég er mjög afslappaður og opinn sem komst til skila. En ég er líka galsafullur og sumum finnst það of mikið. Hún var aðeins bölsýnni og lokaðri manneskja þannig það var ekki auðvelt að kynnast henni. Ég veit ekki hvort það var viðbragð við því að kynnast mér eða hvort hún er svona almennt,“ segir Ágúst. „Þetta var mjög lærdómsríkt og það er fallegt að fara í gegnum svona ferli, horfa á það eftir á og tala um það við vini og fjölskyldu. Maður lærir mikið um sjálfan sig. Þannig allt í allt var þetta góð reynsla, ég sé ekki eftir því en ég myndi ekki gera þetta aftur.“ Þrátt fyrir að hjónabandið hafi ekki gengið upp hafa þættirnir haft óbein jákvæð áhrif á Ágúst. Skömmu eftir þættina kynntist hann núverandi unnustu sinni, varð ástfangin og eiga þau von á barni í byrjun næsta árs. Mikill tími til að hugsa og velta hlutum fyrir sér Samanburðurinn á þátttunum tveimur er sérstaklega skemmtilegur vegna þess hve gjörólíkir þeir eru. Hins vegar eiga þeir líka ýmislegt sameiginlegt að sögn Ágústs. „Ég hef áður verið spurður af blaðamönnum út í samanburðinn á þessum tveimur þáttum og hef aðeins hugsað það. Í Married at First Sight eruð það þú og ein önnur manneskja sem eruð í brennidepli og þú ert á skjánum allan tímann. Í Robinson eru meira en tuttugu keppendur þannig þú þarft að eyða miklum tíma í að bíða og það er miklu hægara,“ segir Ágúst. Ágúst fékk tíma til að hugsa í báðum þáttum. Ágúst segir að í báðum þáttum þurfi keppendur að setjast fyrir framan myndavélina milli sena til að lýsa því hvernig þeim leið eða hvað þeir voru að hugsa í hinu og þessu atriðinu. „Þú færð mikinn tíma til að hugsa um það sem gerðist og sjá það fyrir þér. Það er virkilega góð leið til að upplifa eitthvað, fara í gegnum ferðalag og vera síðan beðinn um að velta því fyrir þér,“ segir Ágúst. Þó þetta sé sjónvarp eigi báðir þættirnir það sameiginlegt að sýna raunveruleikann hvort sem fólkið í þáttunum hagi sér eins og það geri í raunveruleikanum eða ekki. „Ég þarf ekki að vera neinn annar en ég sjálfur sem er frábært. Þegar þú ert að gifta þig græðirðu ekkert á að vera einhver sem þú ert ekki. Í Robinson geturðu tekið þátt með það að markmiði að vera snákur, grínari eða einhver ákveðin týpa en ég tók þátt sem ég sjálfur og naut þess virkilega,“ segir hann að lokum.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Raunveruleikaþættir Filippseyjar Ástin og lífið Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið