„Það er óákveðið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 14:44 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Bjarni „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. „Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
„Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira