Skikkar bændur í meirapróf Árni Sæberg skrifar 20. október 2025 10:49 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega. Drög að breytingum á reglugerð um ökuskírteini voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda þann 2. október síðastliðinn. Helstu breytingar sem lagðar eru til með reglugerðardrögunum eru eftirfarandi: Lagt er til að réttindi til aksturs dráttarvélar verði þrepaskipt. Á grundvelli almennra ökuréttinda verður heimilt að aka dráttarvél sem er allt að 3.500 kg. Aukin ökuréttindi, og þar með hærri lífaldur, mun því þurfa til að stjórna þyngri dráttarvélum eða dráttarvélum með þyngri eftirvagn, í samræmi við það sem gildir um önnur þung ökutæki. Breyting er gerð á skilgreiningu fastrar búsetu og kveðið er með skýrari hætti á um gildistíma erlends ökuskírteinis hér á landi. Tekið er skýrt fram að endurmenntun atvinnubílstjóra þurfi að ljúka fyrir hverja endurnýjun. Kveðið er á um að umsækjandi um ökuskírteini skuli ljúka verklegu prófi áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að hann stóðst bóklegt próf. Kveðið er á um fimm ára gildistíma starfsleyfis ökuskóla. Felld er brott krafa um að í sjálfskiptri kennslubifreið skuli í stað fótstigs fyrir kúplingu vera gírstöng eða annar slíkur búnaður svo að ökukennari geti rofið aflrás. Á fjórða tug umsagna Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 33 umsagnir um drögin borist í Samráðsgátt, talsvert fleiri en gengur og gerist í Samráðsgáttinni. Flestar snúast umsagnirnar um fyrsta punktinn hér að ofan um aukin ökuréttindi til þess að mega aka dráttarvélum, sem eru þyngri en 3.500 kíló. Bændur eru áberandi á lista yfir umsagnaraðila og ýmis samtök þeirra. „Bændasamtök Íslands leggjast alfarið gegn því að reglugerðardrög þessi verði staðfest og er þeim harðlega mótmælt. Breytingarnar fela í sér veruleg áhrif á störf og atvinnuhætti í sveitum landsins og varða bændur með beinum hætti,“ segir til að mynda í upphafi umsagnar Bændasamtaka Íslands. Enginn rökstuðningur Þar segir að reglugerðardrögin séu órökstudd og án kostnaðargreiningar eða áhrifamats. Engin rökstudd þörf sé sett fram fyrir breytingunum. Tillögurnar feli í sér gríðarlegan kostnaðarauka fyrir landbúnaðinn, skerði aðgengi ungs fólks að starfi og menntun og gangi gegn stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Samtökin telji að breytingarnar séu í andstöðu við markmið landbúnaðarstefnu stjórnvalda um að efla menntun, atvinnuþátttöku og nýliðun í landbúnaði, hagsmuni landsbyggðarinnar, þar sem aðgengi að vinnuafli og menntun sé þegar áskorun. Þá telji samtökin að reglugerðarbreytingarnar gangi gegn grundvallarsjónarmiðum um meðalhóf og raunhæfi reglusetningar. Landbúnaður byggi á öflugum mannauði, verkþekkingu og aðgengi að tækjum og búnaði. Í landbúnaðarstefnu stjórnvalda sé lögð áhersla á að efla ungt fólk í greininni, styrkja menntun og tryggja atvinnuöryggi í landbúnaði. Gangi þvert gegn markmiðum stjórnvalda „Reglugerðarbreytingar þessar ganga þvert gegn þessum markmiðum. Þær takmarka ekki aðeins möguleika ungs fólks til þátttöku í bústörfum með því að auka kostnað við menntun og draga úr samkeppnishæfni greinarinnar heldur verður ekki annað séð en að þeir aðilar, þ.e. bændur og þeir sem starfa við búskap og búrekstur, þurfi nú að taka meirapróf til að vera heimilt að aka dráttarvél og með eftirvagna, sem nú þarf ekki.“ Slíkt sé ótækt og yrði þeim sem stunda eða hyggjast starfa við landbúnað mikill kostnaðarauki, hvort sem um ræðir stofnkostnað og/eða kostnað við að viðhalda réttindunum. Fyrir utan tímann sem tæki fyrir viðkomandi að afla sér umræddra réttinda með tilheyrandi tekjutapi. Ungbændur taka undir Meðal annarra umsagnaraðila eru Samtök ungra bænda, SUB, sem taka heilshugar undir umsögn Bændasamtakanna í einu og öllu. „Samtök ungra bænda (SUB) leggjast alfarið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í 1. grein breytingarreglugerðarinnar er varða réttindi til aksturs og stjórnunar ökutækja í T-flokki, sem dráttarvélar heyra undir“ Ljóst sé að ef framlögð tillaga um breytingar á reglugerðinni öðlast gildi muni það valda verulegum kostnaðarauka í búrekstri enda verði kröfur til þeirra sem starfa í atvinnugreininni stórauknar með tilheyrandi kostnaði við öflunar réttinda, bæði beinum og óbeinum með vinnutapi og tekjumissi. „Afkomu í landbúnaði er nú þegar í mörgum greinum ábótavant sem þarf að leita allra mögulegra leiða til að bæta úr. Þó ekki séu til haldbær gögn um vinnuframlag bænda í búrekstri sínum liggur það fyrir að það er langt umfram launagreiðslugetu flestallra búa. Því er ekkert svigrúm fyrir kostnaðarhækkanir sem þessar enda leiða þær ekki til aukins hagræðis í búrekstri eða leiða af sér aukna verðmætasköpun. Kostnaðinum yrði því aðeins mætt með öðrum af tveimur megin tekjustofnum bænda, beinum stuðningi eða afurðaverði sem neytendur greiða fyrir í lok dags, við enda virðiskeðjunnar.“ Þörf á vitundarvakningu Í tilefni af þessu vilji stjórn SUB þó koma á framfæri að full þörf sé á vitundarvakningu og fræðslu til annarra ökumanna í umferðinni um hvernig skuli haga akstri þegar vinnutæki eru á ferð. Flestir stjórnarmeðlimir hafi sjálfir fundið sig í hættulegum aðstæðum vegna háttsemi annarra ökumanna, sem í skásta falli verði lýst sem vítaverðu gáleysi, til að mynda með glæfralegum framúrakstri. Ekki fáist séð að umræddar breytingar fái nokkru bætt í þeim efnum. Verði færð rök fyrir þörf eða nauðsyn breytinga sem varða réttindi til stjórnunar og aksturs dráttarvéla og eða tækja í T-flokki séu Samtök ungra bænda reiðubúin til samráðs og samtals um hvaða leiðir og ráðstafanir kunni að vera færar. „Það er þó ítrekað að samtökin telja umrædda 1. grein þessarar breytingareglugerðar með öllu ótæka enda hefur ekki orðið vart við þörf, nauðsyn né ákall í þessa veru.“ Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Drög að breytingum á reglugerð um ökuskírteini voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda þann 2. október síðastliðinn. Helstu breytingar sem lagðar eru til með reglugerðardrögunum eru eftirfarandi: Lagt er til að réttindi til aksturs dráttarvélar verði þrepaskipt. Á grundvelli almennra ökuréttinda verður heimilt að aka dráttarvél sem er allt að 3.500 kg. Aukin ökuréttindi, og þar með hærri lífaldur, mun því þurfa til að stjórna þyngri dráttarvélum eða dráttarvélum með þyngri eftirvagn, í samræmi við það sem gildir um önnur þung ökutæki. Breyting er gerð á skilgreiningu fastrar búsetu og kveðið er með skýrari hætti á um gildistíma erlends ökuskírteinis hér á landi. Tekið er skýrt fram að endurmenntun atvinnubílstjóra þurfi að ljúka fyrir hverja endurnýjun. Kveðið er á um að umsækjandi um ökuskírteini skuli ljúka verklegu prófi áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að hann stóðst bóklegt próf. Kveðið er á um fimm ára gildistíma starfsleyfis ökuskóla. Felld er brott krafa um að í sjálfskiptri kennslubifreið skuli í stað fótstigs fyrir kúplingu vera gírstöng eða annar slíkur búnaður svo að ökukennari geti rofið aflrás. Á fjórða tug umsagna Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 33 umsagnir um drögin borist í Samráðsgátt, talsvert fleiri en gengur og gerist í Samráðsgáttinni. Flestar snúast umsagnirnar um fyrsta punktinn hér að ofan um aukin ökuréttindi til þess að mega aka dráttarvélum, sem eru þyngri en 3.500 kíló. Bændur eru áberandi á lista yfir umsagnaraðila og ýmis samtök þeirra. „Bændasamtök Íslands leggjast alfarið gegn því að reglugerðardrög þessi verði staðfest og er þeim harðlega mótmælt. Breytingarnar fela í sér veruleg áhrif á störf og atvinnuhætti í sveitum landsins og varða bændur með beinum hætti,“ segir til að mynda í upphafi umsagnar Bændasamtaka Íslands. Enginn rökstuðningur Þar segir að reglugerðardrögin séu órökstudd og án kostnaðargreiningar eða áhrifamats. Engin rökstudd þörf sé sett fram fyrir breytingunum. Tillögurnar feli í sér gríðarlegan kostnaðarauka fyrir landbúnaðinn, skerði aðgengi ungs fólks að starfi og menntun og gangi gegn stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Samtökin telji að breytingarnar séu í andstöðu við markmið landbúnaðarstefnu stjórnvalda um að efla menntun, atvinnuþátttöku og nýliðun í landbúnaði, hagsmuni landsbyggðarinnar, þar sem aðgengi að vinnuafli og menntun sé þegar áskorun. Þá telji samtökin að reglugerðarbreytingarnar gangi gegn grundvallarsjónarmiðum um meðalhóf og raunhæfi reglusetningar. Landbúnaður byggi á öflugum mannauði, verkþekkingu og aðgengi að tækjum og búnaði. Í landbúnaðarstefnu stjórnvalda sé lögð áhersla á að efla ungt fólk í greininni, styrkja menntun og tryggja atvinnuöryggi í landbúnaði. Gangi þvert gegn markmiðum stjórnvalda „Reglugerðarbreytingar þessar ganga þvert gegn þessum markmiðum. Þær takmarka ekki aðeins möguleika ungs fólks til þátttöku í bústörfum með því að auka kostnað við menntun og draga úr samkeppnishæfni greinarinnar heldur verður ekki annað séð en að þeir aðilar, þ.e. bændur og þeir sem starfa við búskap og búrekstur, þurfi nú að taka meirapróf til að vera heimilt að aka dráttarvél og með eftirvagna, sem nú þarf ekki.“ Slíkt sé ótækt og yrði þeim sem stunda eða hyggjast starfa við landbúnað mikill kostnaðarauki, hvort sem um ræðir stofnkostnað og/eða kostnað við að viðhalda réttindunum. Fyrir utan tímann sem tæki fyrir viðkomandi að afla sér umræddra réttinda með tilheyrandi tekjutapi. Ungbændur taka undir Meðal annarra umsagnaraðila eru Samtök ungra bænda, SUB, sem taka heilshugar undir umsögn Bændasamtakanna í einu og öllu. „Samtök ungra bænda (SUB) leggjast alfarið gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í 1. grein breytingarreglugerðarinnar er varða réttindi til aksturs og stjórnunar ökutækja í T-flokki, sem dráttarvélar heyra undir“ Ljóst sé að ef framlögð tillaga um breytingar á reglugerðinni öðlast gildi muni það valda verulegum kostnaðarauka í búrekstri enda verði kröfur til þeirra sem starfa í atvinnugreininni stórauknar með tilheyrandi kostnaði við öflunar réttinda, bæði beinum og óbeinum með vinnutapi og tekjumissi. „Afkomu í landbúnaði er nú þegar í mörgum greinum ábótavant sem þarf að leita allra mögulegra leiða til að bæta úr. Þó ekki séu til haldbær gögn um vinnuframlag bænda í búrekstri sínum liggur það fyrir að það er langt umfram launagreiðslugetu flestallra búa. Því er ekkert svigrúm fyrir kostnaðarhækkanir sem þessar enda leiða þær ekki til aukins hagræðis í búrekstri eða leiða af sér aukna verðmætasköpun. Kostnaðinum yrði því aðeins mætt með öðrum af tveimur megin tekjustofnum bænda, beinum stuðningi eða afurðaverði sem neytendur greiða fyrir í lok dags, við enda virðiskeðjunnar.“ Þörf á vitundarvakningu Í tilefni af þessu vilji stjórn SUB þó koma á framfæri að full þörf sé á vitundarvakningu og fræðslu til annarra ökumanna í umferðinni um hvernig skuli haga akstri þegar vinnutæki eru á ferð. Flestir stjórnarmeðlimir hafi sjálfir fundið sig í hættulegum aðstæðum vegna háttsemi annarra ökumanna, sem í skásta falli verði lýst sem vítaverðu gáleysi, til að mynda með glæfralegum framúrakstri. Ekki fáist séð að umræddar breytingar fái nokkru bætt í þeim efnum. Verði færð rök fyrir þörf eða nauðsyn breytinga sem varða réttindi til stjórnunar og aksturs dráttarvéla og eða tækja í T-flokki séu Samtök ungra bænda reiðubúin til samráðs og samtals um hvaða leiðir og ráðstafanir kunni að vera færar. „Það er þó ítrekað að samtökin telja umrædda 1. grein þessarar breytingareglugerðar með öllu ótæka enda hefur ekki orðið vart við þörf, nauðsyn né ákall í þessa veru.“
Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira