Körfubolti

Kefl­víkingar komu til baka í seinni hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaka Brodnik og félagar í Keflavík tóku yfir í seinni hálfeiknum.
Jaka Brodnik og félagar í Keflavík tóku yfir í seinni hálfeiknum. Vísir/Hulda Margrét

Álftanes var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld. KR, ÍR, Keflavík, Breiðablik, Hamar og Fjölnir fóru líka áfram.

Keflavík vann að lokum nokkuð sannfærandi 102-90 sigur á Þór úr Þorlákshöfn en gestirnir voru yfir í hálfleik, 48-40. Keflvíkingar tóku völdin í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Darryl Morsell var með 28 stig og 14 fráköst, Hilmar Pétursson skoraði 22 stig og Jaka Brodnik var með 17 stig. Rafail Lanaras skoraði 28 stig fyrir Þór.

KR vann sextíu stiga sigur á Fylki í Árbænum, 130-70, en enginn leikmaður Vesturbæjarliðsins skoraði þó meira en fimmtán stig í leiknum. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur með 15 stig og 7 stoðsendingar á sautján mínútunum og þeir Kenneth Jamar Doucet Jr, Linards Jaunzems og Lars Erik Bragason skoruðu allir fjórtán stig.

ÍR vann 29 stiga sigur á 1. deildarliði Sindra á Hornafirði, 96-67. Dimitrios Klonaras skoraði fimmtán stig fyrir ÍR og þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Kristján Fannar Ingólfsson voru með fjórtán stig hvor. Jacob Falko skoraði aðeins 2 stig en gaf 8 stoðsendingar.

Breiðablik vann 101-86 sigur á Skallagrími í Borgarnesi en sigur Blika var mjög öruggur. Vojtéch Novák skoraði 25 stig fyrir Breiðablik og Dino Stipcic var með 20 stig. Alexander Jan Hrafnsson var síðan með fimmtán stig.

Fjölnir vann 95-79 sigur á Þór frá Akureyri. Sigvaldi Eggertsson var öflugur með 28 stig og 12 fráköst fyrir Fjölnir og Oscar Jörgensen var með 22 stig. Viktor Máni Steffensen bætti við 10 stigum en Christian Caldwell var stigahæstur hjá Þórsliðinu með 24 stig.

Hamar vann að þriggja stiga sigur á Selfossi, 89-86, í æsispennandi Suðurlandsslag. Franck Kamgain skoraði 22 stig fyrir Hamarsmenn og Lúkas Aron Stefánsson var með 16 stig. Kristijan Vladovic skoraði 28 stig fyrir Selfoss og Steven Lyles var með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×