Íslenski boltinn

Sjáðu þrumu­fleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fred Saraiva skoraði stórgott mark fyrir Stjörnuna.
Fred Saraiva skoraði stórgott mark fyrir Stjörnuna. vísir / guðmundur

Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í næstsíðustu umferð efri hluta Bestu deildar karla í gærkvöldi. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Fram - Stjarnan 1-1

Fred Saraiva tók forystuna fyrir Fram í upphafi seinni hálfleiks með glæsilegu marki, þrumufleyg fyrir utan teig sem söng í netinu.

Örvar Eggertsson var snöggur að svara fyrir Stjörnuna og jafnaði metin aðeins um fimm mínútum síðar, þegar hann lúrði á fjærstönginni og potaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Alpha Conteh, en fagnaði lítið.

Stigið setti Stjörnuna þremur stigum fyrir ofan Breiðablik. Liðin mætast í úrslitaleik um þriðja sæti deildarinnar næsta sunnudag. Blikarnir verða að vinna þann leik með tveimur mörkum eða meira til að tryggja sér þriðja sætið og Evrópukeppnina sem því fylgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×