Lífið

Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Brjóstabolurinn og fyrirsæturnar glæsilegu.
Brjóstabolurinn og fyrirsæturnar glæsilegu. Hulda Margrét

Sýn hefur sett sérhannaða brjóstaboli í sölu í takmörkuðu upplagi í tilefni af Bleikum október. Allur ágóði rennur beint til Bleiku slaufunnar sem styður við rannsóknir, fræðslu og forvarnir gegn krabbameini.

Sýn hefur leikið sér með eigið lógó á bolunum, snúið því á hvolf þannig það minni á brjóst, í anda mánaðarins. Þannig er verið að leika sér með útlit fyrirtækisins en um leið sýna samstöðu með þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameins.

„Við vildum gera eitthvað sem er létt, skemmtilegt og með tilgang. Það er frábært að geta sýnt stuðning á okkar eigin hátt, með bros á vör og bleikan lit í hjartanu,“ segir Inga Heiða Lunddal, markaðssérfræðingur hjá Sýn.

Inga Heiða Lunddal og Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar.Hulda Margrét

„Ég fékk nokkrar konur til að sitja fyrir á myndum sem ljósmyndarinn Hulda Margrét tók fyrir markaðsefni verkefnisins,“ segir hún en þar má sjá ýmsar glæsilegar konur sem vinna fyrir Sýn.

Skvísurnar allar saman.
Dóra Júlía, plötusnúður og menningarblaðamaður, alltaf jafn stælí.Hulda Margrét
Kristín Björk Bjarnadóttir og Elín Ósk Ólafsdóttir.Hulda Margrét
Helga Birna Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri mannauðssviðs hjá Sýn.Hulda Margrét
Telma Tómasson fréttaþulur og Jóna Margrét Guðmundsdóttir útvarspkona.Hulda Margrét
Erna Hrönn, útvarpskona og söngvari, í töffaralegum leddara.Hulda Margrét
Ljósmyndarinn Hulda Margrét gaf vinnu sína fyrir málefnið.

Bolirnir eru fáanlegir á syn.is út októbermánuð.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.